Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2000, Síða 41

Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2000, Síða 41
ÁGRIP ERINDA / XIV. ÞING FÉLAGS ÍSLENSKRA LYFLÆKNA daga og amoxicillín 500 mg (amoxicillín®, NM Pharma), 2 hylki x 2 á dag í sjö daga. Lyfin voru gefin saman í eina viku. Utöndunarloft- ið ('-’C merkt) var sent í litlum pokum til rannsóknar (lífefnafræði- eining St. Jósefsspítala). Skráðar voru upplýsingar um ætisár, niður- stöður holsjárskoðana og fylgikvilla meðferðarinnar. Niðurstöður: Af 75 sjúklingum hafa 59 sjúklingar (78,7%) verið rannsakaðir eftir upprætingarmeðferð. Konur eru 33, aldur 32-84 ára (meðalaldur 55,8 ár) en karlar 26, aldur 34-82 ára (meðalaldur 52,5 ár). Sögu um ætisár höfðu 14 sjúklingar (23,7%). Við greiningu höfðu 34 sjúklingar (57,6%) maga- og/eða skeifugarnarbólgu, en 12 sjúklingar (20,3%) höfðu skeifugarnarsár og einn magasár. Eftir meðferð reyndist 21 sjúklingur vera H. pylori neikvæður (28%, ITT. 35,6% PP). Af 33 konum tókst að uppræta H. pylori hjá 14 þeirra (42,4%) en hjá sjö af 26 körlum (26,9%). Upplýsingar um aukaverk- anir fengust hjá 53 sjúklingum (89,8%), en 40 sjúklingar (75,5%) fengu engar aukaverkanir. Miklar aukaverkanir komu fyrir hjá fjór- um sjúklingum (7,5%), og tveir þeirra hættu meðferð vegna þeirra. Auðveldlega gekk að framkvæma 13C-UBT rannsóknirnar og send- ingar sýna gengu greiðlega. Ályktanir: 1) Lyfjameðferð með ómeprazóli og amoxicillíni í sjö daga skilar ófullnægjandi árangri. 2) 13C-útöndunarloftsrannsókn er auðvelt að framkvæma fyrir sjúklinga sem búsettir eru úti á landi. 3) Flestar aukaverkanir eru vægar, en miklar aukaverkanir koma fyrir. E 59 Hefur kisa Helicobacter pylori. Hugsanleg smitleið til manna? TheodórÁsgeirsson1, Björn Snæbjörnsson2, Jón Gunnlaugur Jónsson3, Ólafur Steingrímsson4, Ásgeir Theodórs'-5 Frá 'meltingarsjúkdómadeild St. Jósefspítala, Hafnarfiröi, -’Dýraspítalanum Víðidal, 'Rannsóknastofa HÍ í meinafræði, 4sýklarannsóknadeild Landspítala Hringbraut, 'lyflækningadeild Landspítala Fossvogi Netfang: asgeir@stjo.is Inngangur: Smitleiðir H. pylori til manna, sérstaklega íbúa hins vestræna heims, eru ekki að fullu þekktar. Helst er talið að smit- leiðir séu oral-oral og fecal-oral. Nýleg tilgáta er að bakterían smit- ist með uppköstum. Þá eru hugmyndir um að bakterían geti smitast frá dýrum og aðallega köttum. Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna hvort bakterían finnst í maga íslenskra katta, athuga aðrar sýkingar og framkvæmd holsjárskoðana á meltingarvegi dýranna. Efniviður og aðferöir: Sex kettir, þrjár læður og þrír högnar voru skoðaðir. Þrír af köttunum voru útigangskettir. Fyrir holsjárskoðun á efri meltingarvegi voru dýrin svæfð með inj. mebúmal. Við hol- sjárskoðun var notuð sveigjanleg berkjuholsjá af gerðinni Olympus BF130. Tekin voru vefjasýni úr magahelli og magabol til vefjafræði- legra- og sýklarannsókna. Þá voru jafnframt tekin sýni úr skeifu- görn dýranna. Að lokinni rannsókn var dýrunum fargað með deyð- andi skammti af mebúmal sem gefið var í lífhimnuhol (skinuhol). Niðurstöður: Mjög auðvelt var að skoða vélinda, maga og skeifu- görn dýranna. Nokkur mótstaða var við hiatus sem virtist vel styrkt- ur líffærafræðilega. Magar dýranna voru bananalagaðir. I maga eins dýrsins sást líflegur ormur (toxacara cati). CLO rannsókn var já- kvæð í tveimur dýranna. Ræktanir frá magahelli og bol voru nei- kvæðar. Vefjarannsókn og sérlitun (silfurlitun Wartin-Starry) sýndi Helicobacter heilmeinii (gastrospirillum hominis) í magaslímhúð (magabol og helli) hjá fjórum af sex dýrum (67%) en ekki áberandi bólgu í slímhúðinni. Ekki fannst Giardia lamblia eða önnur sníkju- dýr í sýnum úr skeifugörn. Ályktanir: 1) Auðvelt er að holsjárskoða efri meltingarveg hjá kött- um. 2) Ekki tókst að sýna fram á H. pylori í magaslímhúð dýranna. 3) Mörg dýranna hafa H. heilmeinii í magaslímhúð, en ekki Giardia lamblia. 4) Ólíklegt er að H. pylori smitist frá köttum til manna. E 60 Erfðamynstur þarmabólgu í ættingjum sjúklinga með svæðisgarnabólgu Inga Reynisdóttir', Daníel Guöbjartsson1, Einar Oddssorí, Hallgrímur Guðjónssorí, Aðalbjörg Gunnarsdóttir2, Helga Norland2, Nick Cariglia3, VilmundurGuðnason4, Kristleifur Kristjánsson1, Ingvar Bjarnasorí, Matthías Kjeld2, Bjarni Þjóðleifssorí Frá 'íslenskri erfðagreiningu, 'Landspítala Hringbraut, ’FSA, 'Hjartavemd, 'Kings College Hospital Netfang: bjarnit@rsp.is Inngangur: Kalprótektín er prótín framleitt í neutrófflum og er magn þess í hægðum talið mælikvarði á bólgur í görn. Við höfum sýnt fram á að þarmabólgur eru til staðar hjá 50% af nánum að- standendum sjúklinga með Crohns sjúkdóm (Læknablaðið 1998: 84/Fylgirit 36 [E-55]). Markmið rannsóknarinnar var að kanna hvort hækkað kalprótektín sé þáttur sem erfist og hvernig það erfist. Efniviður og aðferðir: Kalprótektín var mælt hjá 36 sjúklingum og 144 aðstandendum. Yfir 90% sjúklinga og 49% (p<107) aðstand- enda höfðu aukið kalprótektín í hægðum. Við útreikningana á mögulegu erfðamynstri á þarmabólgum er gert ráð fyrir að ein stökkbreyting í einu geni valdi hækkun á kalprótektíni. Núlltilgátan (Ho) gerir ráð fyrir að ekki sé til staðar nein stökkbreyting sem veld- ur hækkun kalprótektíns. Núlltilgátan er borin saman við aðrar til- gátur sem gera ráð fyrir að erfðamynstur kalprótektíns sé rfkjandi (Hdom), víkjandi (Hmc) eða einkennist af samanlögðum áhrifum sam- sætna á lógariþmískum skala (additive, H«jd). Niðurstöður: Þegar dreifing kalprótektín mæligildanna eru borin saman við þessar tilgátur kemur í ljós að Hd»m og H.,jd eiga best við niðurstöðurnar. Ekki reyndist þó unnt að gera upp á milli þeirra. Ályktanir: Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að þarma- bólgur (hækkað kalprótektín) hjá ættingjum sjúklinga með svæðis- gamabólgu erfist samkvæmt ríkjandi mynstri eða þá samkvæmt mynstri þar sem áhrif beggja samsætna leggjast saman. Þetta er í fyrsta skipti sem slíkt erfðarmynstur finnst í Crohns sjúklingum og aðstandendum og bendir til þess að það verði mögulegt að finna orsök að minnsta kosti eins þátlar í þessum flókna sjúkdómi. E 61 Smásæ ristilbólga á íslandi árin 1995-1999 Margrét Agnarsdóttir’, Ólafur Gunnlaugssorí, Kjartan B. Örvar3, Sigurbjörn Birgissorí, Jón Gunnlaugur Jónasson15 Frá 'Rannsóknastofu HÍ í meinafræöi, :Landspítala Fossvogi, 'St. Jósefsspítala, Hafnarfirði, ‘Landspítala Hringbraut, 'læknadeild HÍ Netfang: margragn@rsp.is Inngangur: Smásæ ristilbólga (microscopic colitis) er samnefni tveggja bólgusjúkdóma í ristli, collagenous colitis og lymphocytic colitis. Þetta eru sjaldgæfir sjúkdómar en eitt helsta einkenni þeirra er vatnsþunnur niðurgangur. Greining þeirra fæst eingöngu með smásjárskoðun á sýnum sem tekin eru úr ristilslímhúð. Fáar rann- sóknir hafa metið nýgengi þessara sjúkdóma en grunur hefur leikið á að nýgengi þeirra sé hátt hér á landi. Efniviður og aðferðir: Fundin voru fram vefjasvör þeirra einstak- linga sem greindir voru með eða grunaðir um smásæja ristilbólgu á tímabilinu 1995-1999 á höfuðborgarsvæðinu. Alls var um að ræða Læknablaðið 2000/86 39

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.