Alþýðublaðið - 28.11.1919, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 28.11.1919, Blaðsíða 3
Eitthvað verður ai gera. (Aðsent). Oft heflr verið á það minst, ^æði í ræðu og riti, hversu lög- reglunni væri áfátt hér í Reykja- vík> Flestir segja að hún sé altof fámenn. Margir segja að hér sé eögin lögregla, því þeir menn, sem hér eru kallaðir lögregluþjónar, séu að eins sendisveinar í ein- kennisbúningum, sem hafi nóg að gera við að bera út blöð og inn- heimta reikninga, fyrir ýmsar op- inberar skrifstofur hér í bænum. Hvort sem þetta, sem um lög- regluna er sagt, er alt satt eða ekki satt, þá er það þó áreiðan- iegt, að hún er altof fámenn. Það er að vísu sagt, að þetta ástand e'gi eitthvað að skána á komandi vori, þegar hr. Erlingur' Pálsson hafi tekið við stöðu sinni, sem yfirlögregluþjónn. En er nú ástand- ið í bænum þannig, að þessi vænt- anlega breyting þoli þessa bið ? Eg held að flestir, sem nokkuð hugsa um þetta mál, hljóti að komast að þeirri niðurstöðu, að hiðin sé að minsta kosti nokk- uð löng. Mætti í því efni benda á »Hýraverndarann“ síðasta, þar sem getið er um flatjárnuðu ökuhest- Qna á hálkunni. Eg bendi að eins a þetta eina dæmi, því eg tel til- gangslaust, að teija hér hitt og annað, sem allir bæjarbúar hljóta að verða varir við. Mér verður því á að spyrja: •^á höfuðborg hins fullvalda ís- ienzka ríkis við því, að lögreglu- ástand hennar só eins og það er nú? Eg tel það mjög vafasamt. En hvað á þá að gera ? Mér virð- iyt óhjákvæmilegt að auka lög- regluliðið á einhvern hátt, og sé hauðsynlegt að bíða til vorsins, Dieð að koma föstu skipulagi á hetta, mætti að minsta kosti skipa ^oenn til bráðabirgða, gæti það einnig orðið nokkurs konar reynslu- tínai. Auk þess er að minsta kosti eihn maður í þjónustu bæjarins, Sem mér virðist alveg tilvalin að hffitt væri við lögregluliðið. Þessi ^aður er hr. Jóhann P. Póturs- s°n. Honum hefir verið falið að vera vörður þar, sem hið sorglegá Járnbrautarslys vildi til í sumar. Eg er þessum manni að eins mál- kunnugur og get því ekki dæmt um það af persónulegum kunn- ugleik, hvot honum væri trúandi fyrir lögregluvaldi. En mór bland- ast. ekki hugur um, að ef honum væri ekki trúandi fyrir því, þá væri með öllu óverjandi að láta hann hafa á hendi hið ábyrgðar- mikla starf, sem hann hefir nú sem brautarvörður. En þess skal eg jafnframt geta, að eg hefi ekki heyrt einn einasta mann van- treysta honum til þessara starfa, heldur munu menn vera mjög á- nægðir með hann og treysta hon- um hið bezta. Eg verð því að spyrja, hvers vegna er þessum manni ekki bætt við lögregluliðið? Að vísu býst eg ekki við að hann geti arkað um allan bæinn, en um eystri hluta hans gæti hann farið, án þess að vanrækja það starf, sem hann hefir nú með höndum. Og í austurbænum væri honum áreiðanlega ekki ofaukið. Porsteinn Hviti. Sitt hvað úr sambandsríkinu. Zahrtmann reistur miunisvarði. Þess var getið í blöðunum um daginn, að danski málarinn Krist- ian Zahrtmann væri látinn. Nú hefir líkami hans verið brendur og askan grafin í Yestre-Kirke- gaard, forkunnarfögrum kirkjugarði, og fagur minnisvarði úr granít settur á leiðið. Húsnæðisleysi í Khöfn. Síðustu ár og þá sérstaklega síðasta ár hefir kveðið mjög að húsnæðisleysinu í Khöfn. Hafa byggingafélög ýms bygt talsvert en ekkert dugað. Nú hefir nefnd sem sett var til að reyna að bæta úr húsnæðisleysinu, lagt til að bærinn byggi timburhús fyrir hálfa miljón. Eiga þau hús að verða til frambúðar og er búist við að fyr- ir þessa hálfu miljón verði hægt að byggja nær 60 íbúðir. Suður-Jótland. Sem kunnugt er eiga Suður- Jótar bráðum að skera úr því með atkvæðagreiðslu hvort þeir skuli heyra danska eða þýzka rík- inu til. Meðan á þessu stendur er Daníel Bruun höfuðsmaður, sem mörgum íslendingum er kunnur, verið skipaður lögreglustjóri yfir landinu. Þjóðverjar hafa „agiter- að* mikið á móti Dönum í Suð- ur-Jótlandi, sagt að skattaálög- urnar væru óbærilegar í Danmörku, þar væri bannað að tala þýzku o. s. frv. Heldur blaðið »Politiken“ að Bagitation“ Þjóðverja muni hafa mikil áhrif meðal þeirra hinna mörgu, sem ekki þekkja Danmörku. Suður-Jótinn Hansen- Nörremölle ráðherra, sem mest og bezt hefir fyrir Suður-Jóta barist, fer nú um í Suður- Jótlandi og heldur ræður gegn þýzku „ag tationinni". Hann heldur þvi óhikað fram, að Dan- möik sé að öllu betra land nú en Þýzkaland, og hafi jafnvel verið aður, skattar og ríkisskuldir miklu minni sökum þess að þeir voru hiutlausir í stríðinu, og svo hafi lífsins gæðum ætið verið réttmæt- ar skift í Danmörku en 1 Þýzka- landi. Ui dagmn og Tegifln. Lagarfoss var 14 sólarhringa á leiðinni frá New York. [Farþegar voru tveir. Annar þeirra var .Otto B. Arnar kaupmaður. Hálkan er nú farin að minka, sökum þess, hve mikið hefir þiðiT- að. En meðan hún var sem mest, var of lítið gert að því að bera sand á göturnar. Ýmir fór til Fleedwood í gær, tók póst. Björgnnarskipið Geir fór í gærkvöldi áleiðis til Seyðis- fjarðar, til þess að reyna að ná út útlendum togara, sem strand- að hafði skamt frá Seyðisfirði. Nánari fregnir af strandi þessu voru oss ekki kunnar er blaðið fór í pressuna. Geysir kom í gærkveldi. Munið eftir að leggja í sam- skotasjóðinn, til þess að kosta för austurrísku smælingjanna hingað. — L. Kaaber, bankastjóri, veitir samskotum móttöku.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.