Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2010, Blaðsíða 6

Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2010, Blaðsíða 6
Landspítalinn árið 1960. Tilgangur féiagsins Fljótlega eftir stofnun félagsins sendu Kjartan og Gunnar tilkynningu um „þennan merka atburð" til Kristins Tryggva Stefánssonar (1903-1967) þáverandi formanns Læknafélags Islands og Ludo van Bogaert (1897-1989) forseta alþjóðlegra samtaka taugalæknafélaga, World Federation of Neurology (WFN). Tilgangur með stofnun félagsins var að auka þekkingu lækna á taugasjúkdómum, vinna að rannsóknum á taugasjúkdómum og bæta vinnuskilyrði við greiningu taugasjúkdóma, m.a. með því að stuðla að stofnun sérstakrar deildar fyrir sjúklinga með taugasjúkdóma. Þá átti að efla samvinnu við lækna sem áhuga höfðu á eða störfuðu við neuroradiology (myndgreiningu miðtaugakerfis), neuropathology (taugameinafræði), neurophysiology (tauga- lífeðlisfræði), neurokemi (taugaefnafræði) og neurokirurgi (heila- og taugaskurðlækningar). Þá var og tilgangur félagsins að efla samskipti við erlenda taugalækna með því að senda taugalækna héðan á helstu alþjóðaráðstefnur taugalækna.1 Kjartan og Gunnar þekktu þörfina fyrir taugalækningadeild á íslandi því að þeir höfðu báðir verið ráðgefandi sérfræðingar við Landspítalann og séð „um greiningu og meðferð þessara sjúkdóma við hin erfiðustu skilyrði."4 Þeir höfðu kannað fjölda sjúklinga sem lágu á Landspítalanum og á lyflækninga- og farsóttadeild Bæjarspítala Reykjavíkur, eins og spítalinn var nefndur þá og síðar Heilsuverndarstöð Reykjavíkur. Þannig gátu þeir bent á fjölda sjúklinga með taugasjúkdóma á þessum deildum.1-5 Eftir þá athugun kom í ljós að um 20% sjúklinga á þessum stofnunum töldust Richard Sydney Allison, yfirlæknir frá Belfast á írlandi, hvatti stjómendur Landspítalans til þess að stofna taugalækningadeild. vera með taugasjúkdóma og var „þó sleppt öllum þeim neurosum sem höfðu slík einkenni að ástæða hefði verið til að láta þá undirgangast neurologiska skoðun."1 Þeir skrifuðu greinargerð um málið og sendu Sigurði Gísla Sigurðssyni (1903-1986) landlækni og prófessorunum Snorra Hallgrímssyni (1912-1973) yfirlækni handlækningadeildar Land- spítalans og Sigurði Samúelssyni (1911-2009) yfirlækni lyflækningadeildar sama spítala. Þar bentu þeir á brýna nauðsyn þess að stofnuð yrði taugalækningadeild við spítalann. í greinargerð þeirra kom fram að fjöldi hjarta- og æðasjúklinga sem hafði verið á lyflækningadeild Landspítalans árið 1957 var 185 og 160 árið 1958. Sjúklingar sem lagðir höfðu verið inn með taugasjúkdóma voru 116 alls árið 1957 og 125 árið 1958. Þeir töldu þörfina fyrir taugalækningadeild vera svipaða og á hinum Norðurlöndum, þ.e. „25-30 rúm fyrir 100.000 manns, eða a.m.k. 50 til 60 rúm fyrir allt landið."4 Þá létu þeir þess jafnframt getið að þeir gætu ekki lengur unnið við „þau vonlausu skilyrði" eins og þeir orðuðu það og gerðu kröfu um að fá „fullkomna deild með ekki minna en 23-25 rúmum."1 Rökin fyrir stofnun taugalækningadeildar voru þau að 1960 stóð yfir rannsókn á ýmsum vefrænum taugasjúkdómum. Rannsóknin var það langt á veg komin að Kjartan og Gunnar voru með hugmynd um fjölda þessara sjúklinga.1 Sumarið 1960 kom hingað til lands Richard Sydney Allison (1899- 1978) yfirlæknir taugalækningadeildar á Royal Victoria Hospital í Belfast á írlandi. Allison, sem þekktur var fyrir faraldsfræðilegar rannsóknir á MS, var sendur á vegum WFN til íslands til að ráðleggja um framkvæmd MS-rannsókna.4 Allison átti viðræður við yfirlækna Land- 6 LÆKNAblaðið 2010/96 Fylgirit 64
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.