Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2010, Blaðsíða 8

Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2010, Blaðsíða 8
félag íslands, stofnað 21. apríl 1960. Daginn eftir stofnuðu geðlæknar sérgreinafélag sem þeir nefndu Geðlæknafélag íslands. Allir stofnendur félagsins, átta talsins, höfðu sérfræðileyfi í tauga- og geðsjúkdómum.1-310 Fyrsti formaður Geðlæknafélags Islands var Esra Pétursson (1918-2000) en hann hafði öðlast sérfræðileyfi í tauga- og geðsjúkdómum 1957. Ritari félagsins var Kristján Þorvarðsson (1904- 1993), sérfræðingur í tauga- og geðlækningum, frá árinu 1945 og gjaldkeri þess var Alfreð Gíslason (1905-1990), sérfræðingur í tauga- og geðlækningum frá 1936.310 Allir stofnendur Geðlæknafélags íslands voru með síðustu sérgreinalæknunum sem hlutu sérfræðiheitið tauga- og geðlæknir. Lárus Helgason sem hlaut sérfræðileyfi í tauga- og geðlækningum árið 1963 var síðasti sér- fræðingurinn sem bar þetta starfsheiti og þeir sem komu á eftir hlutu sérfræðiheitið „geðlæknir" í stað tauga- og geðlæknir.3 Lfm söguleg tengsl taugalæknisfræðinnar við lyflæknisfræði og geð- læknisfræði er fjallað í grein Sigurjóns B. Stefánssonar „Taugalæknisfræði - sérgrein verður til."11 Næsta sérgreinafélag lækna var Félag svæfingalækna sem stofnað var 10. nóvember 1960. I stjórn þess félags sátu þær Þorbjörg Magnúsdóttir (1921-2006), sérfræðingur í svæfingum og deyfingum síðan 1952, og Alma Þórarinsson (fædd Thorarensen), sérfræðingur í svæfingum og deyfingum frá árinu 1954. Fyrsti formaður félagsins var Valtýr Bjarnason (1920- 1983), sérfræðingur í svæfingum og deyfingum árið 1958.3' 12-13 Eftirtalin sérgreinafélög voru stofnuð fram til ársins 1972: Félag háls-, nef- og eyrnalækna - 23. nóvember 1961 Félag meltingarsérfræðinga -1962 Félag meinafræðinga -1. febrúar 1963 Gigtsjúkdómafélag íslands - 20. mars 1963 Félag augnlækna - 30. janúar 1966 Félag íslenskra bamalækna - 20. maí 1966 Félag íslenskra bæklunarlækna - 28. september 1972.3> ,4'20 Sérfræðingar og lög um sérfræðimenntun lækna í grein Árna Björnssonar (1923-2004) lýtalæknis í Andvara kemur fram að upphaf seinni heimsstyrjaldarinnar hafi markað þáttaskil í læknisfræði hér á landi. Þá voru margir læknar staddir erlendis við nám og störf en fluttu til íslands til að forða sér og sínum undan yfirvofandi stríði. Aðrir komu þó ekki fyrr en að stríði loknu. Þeir læknar sem fluttu aftur hingað höfðu aflað sér sérþekkingar á hinum ýmsu sviðum læknisfræðinnar og telur Árni að koma þeirra hingað hafi verið upphaf sérfræðivæðingar lækna hérlendis.21 Jón Ólafur ísberg sagnfræðingur segir í bók sinni, Líf og lækningar, að Björn Ólafsson (1862- 1909) hafi verið einn af fyrstu sérfræðingunum sem störfuðu hér en hann sérhæfði sig í augnlækningum. Hann var starfandi augnlæknir í Reykjavík í lok 19. aldar. Næstir í röðinni voru sérfræðingarnir Matthías Einarsson (1879-1948) skurðlæknir, Sigurður Magnússon (1869-1945) berklalæknir, Þórður Sveinsson (1874-1946) tauga- og geðlæknir og Gunnlaugur Claessen (1881-1948) röntgenlæknir.6 Þrátt fyrir að læknar hafi sérmenntað sig í ákveðnum greinum læknisfræðinnar í byrjun 20. aldar voru engin lög til um veitingu sérfræðileyfa. Árið 1923 setti Læknafélag Reykjavíkur reglur um sérfræðinga og voru þær samþykktar með nokkrum breytingum af Læknafélagi Islands sama ár. Þessar reglur höfðu ekkert með lögformlega löggildingu að gera.6 Jón Hjaltalín Sigurðsson fyrsti formaður Félags íslenskra lyflækna hlaut sérfræðileyfi í lyflækningum veitt af Læknafélagi íslands 1923. Þá fengu einnig sérfræðileyfi Guðmundur Thoroddsen (1887- 1968) í handlækningum, Gunnlaugur Claessen í röntgenlækningum, Gunnlaugur Einarsson (1892- 1944) í háls-, nef- og eyrnalækningum, Halldór Hansen (1889-1975) í meltingarsjúkdómum, Helgi Skúlason (1892-1983) í augnsjúkdómum, Jón Kristjánsson (1881-1937) í nuddlækningum, Maggi Júl. Magnús (1886-1941) í húð- og kynsjúkdómum, Matthías Einarsson í handlækningum, Sigurður Magnússon í berklalækningum og Þórður Sveinsson í tauga- og geðsjúkdómum.3 Árið 1927 hlaut Katrín Thoroddsen fyrst íslenskra kvenna sérfræðiviðurkenningu hjá Læknafélagi íslands. Varð hún sérfræðingur í barnasjúkdómum. Fyrstu lög um veitingu sérfræðileyfa eru lögin um réttindi og skyldur lækna og annarra er lækningaleyfi hafa, og um skottulækningar sem gengu í gildi 1932. Samkvæmt 5. grein þessara laga mátti enginn læknir kalla sig sérfræðing nema að hafa fengið leyfi ráðherra til þess og varð sá hinn sami að sanna fyrir læknadeild Háskóla 8 LÆKNAblaðið 2010/96 Fylgirit 64
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.