Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2010, Blaðsíða 16

Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2010, Blaðsíða 16
María Guðlaug Sóley Guðrún Enchtuja Suchegin. Hrafnsdóttir. Þráinsdóttir. Páll Eyjólfur Jón Hersir Elíasson. Ingvarsson. type 2 diabetes mellitus and impaired glucose tolerance, við Háskólann í Lundi árið 2009 og er hún önnur íslenskra kventaugalækna sem lýkur doktorsprófi.45'49 Hún er læknir á taugalækningadeild Landspítala í Fossvogi. Sigurbjörg Stefánsdóttir fékk sérfræðileyfi í taugalífeðlisfræði hér á landi árið 2005. Hún stundaði sérnám við Sentralsykehuset í Rogaland í Stavangri í Noregi.45 Árið 2008 fékk Ingibjörg Bjarnadóttir barna- læknir sérfræðileyfi í barnataugalækningum eftir sérnám í Gautaborg.45 Ingibjörg hefur nýhafið störf sem sérfræðingur á Greiningar- og ráðgjafastöð ríkisins. Enchtuja Suchegin hlaut sérfræðileyfi í taugalækningum árið 2009 og er hún fyrsti læknirinn sem lýkur því námi hér á landi. Enchtuja, sem er frá Gobi-Altai í Mongólíu, hafði stundað sérnám á taugalækningadeild við Humbolt háskólasjúkrahúsið í Berlín í Þýskalandi. Árið 1995 varði hún doktorsritgerð, In-vivo- 1 H-Magnetresonanzspektroskopie (MRS) bei Patienten mit reversibler zerebraler Ischamie, við læknadeild Humboldt-Universitat í Berlín. Vegna kunnáttu sinnar á æðaómun var hún í júní 1997 fengin til starfa á rannsóknastofu í æðaómun í Læknagarði sem Guðmundur S. jónsson, læknir og dósent í eðlisfræði við læknadeild Háskóla íslands, var forstöðumaður fyrir. Þar framkvæmdi hún háls- og heilaæðaómanir (transcranial Doppler) en þegar rannsóknastofan var lögð niður 2003 fluttist Enchtuja yfir á taugalækningadeild Landspítala þar sem hún hélt áfram að starfa við háls- og heilaæðaómanir auk þess að vera deildarlæknir. Hún er nú taugalæknir á Landspítala í Fossvogi og sér um háls- og heilaæðaómanir.45-51 Þá ber að geta þess að tveir íslenskir taugalæknar starfa í Svíþjóð en hafa ekki sótt um sérfræðileyfi í taugalækningum hér. Fyrst ber að nefna Ólaf Guðjónsson en hann lauk læknanámi frá Háskóla íslands 1983. Árið 1986 hélt hann í sérnám í taugalækningum á Akademiska sjukhuset í Uppsölum í Svíþjóð og lauk þaðan sérfræðiprófi. Áður hafði hann verið aðstoðarlæknir á taugalækningadeild Landspítalans. Árið 1990 fékk hann sérfræðileyfi í taugalækningum í Svíþjóð. Hann stundaði sérnám á Akademiska sjukhuset í Uppsölum og lauk því 1996. Ólafur fékk sérfræðileyfi í taugaskurðlækningum í Svíþjóð árið 1996 og á íslandi 2002.28 45 Hinn læknirinn, Þórdís Guðmundsdóttir, lauk sérfræðinámi í taugalækningum við Sahlgrenska sjukhuset í Gautaborg árið 2005. Áður en hún hóf sérnámið var hún deildarlæknir á heila- og taugaskurðdeild Sjúkrahúss Reykjavíkur. Árið 2005 fékk hún sérfræðileyfi í taugalækningum í Svíþjóð. Þórdís stundar nú doktorsnám í taugasjúkdómafræði við Sahlgrenska sjukhuset.28/52 Auk ofangreindra hafa tveir erlendir læknar fengið sérfræðileyfi í taugalækningum hérlendis en hvorugur starfar hér eða hefur verið í tengslum við Taugalæknafélag íslands. Hinn fyrri, Tore Thomas Dukefoss að nafni, fékk íslenskt sérfræðileyfi í taugalækningum árið 2007 og í mars 2008 varð hann sérfræðingur í taugalífeðlisfræði. Hinn læknirinn, Arnt Gunnar Solberg, fékk íslenskt sérfræðileyfi í taugalækningum árið 2009.28 Fyrsti taugalæknir félagsmála- ráðherra og prófessor Hinn 8. nóvember 1938 hlaut Jóhann Sæmundsson fyrstur íslenskra lækna sérfræðiviðurkenningu í taugalækningum. Jóhann hafði lokið læknanámi frá læknadeild Háskóla íslands 1931. Eftir námið 1 6 LÆKNAblaöið 2010/96 Fylgirit 64 J
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.