Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2010, Blaðsíða 21

Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2010, Blaðsíða 21
íslandi. Grundvöllur var þá lagður undir kertnslu, þjálfun og rannsóknir í taugalækningum. Kjartan lét af störfum sökum aldurs í lok árs 1976 og hann lést 5. október 1977.28' 78 Hans er minnst af kollega sínum sem einlægs og duglegs sérfræðings sem stundum, eins og Sverrir Bergmann kemst að orði, var svo fljótur að tala að „ekki entist honum alltaf tími til að ljúka orði áður en það næsta tók við".71 Gunnar Guðmundsson taugalæknir Gunnar Guðmundsson, annar af stofnendum Taugalæknafélags íslands, lauk læknanámi frá Háskóla íslands 1954 og byrjaði að starfa sem aðstoðarlæknir í Keflavíkurhéraði og síðar sem kandídat á Landspítalanum. 1 lok ársins 1955 hélt hann til Lundúna í sérfræðinám í taugalækningum við The Royal Postgraduate Medical School, Hammersmith Hospital, á St Bartholomew's Hospital og við Institute of Neurology á Queen Square í sömu borg. Árið 1957 hélt hann til Svíþjóðar til áframhaldandi sérnáms í taugalækningum á Lillhagens sjukhus og á Sahlgrenska sjukhuset í Gautaborg. Gunnar hélt 1959 til íslands að loknu námi og í maí sama ár réð hann sig sem héraðslækni í Stykkishólmshéraði. Þar starfaði hann fram á haustið. í viðtali sem Elín Pálmadóttir blaðamaður tók við Gunnar mörgum árum eftir að hann kom heim úr sérnáminu sagðist Gunnar hafa verið kallaður til þrítugrar konu sem var illa haldin vegna heilablóðfalls en fimm systkini hennar voru látin úr sama sjúkdómi. Varð þetta til þess að Gunnar hóf að safna upplýsingum um ættir ungu konunar. Rannsókn hans á arfgengi heilablæðinga vakti athygli meðal taugalækna erlendis og varð til þess að 1988 var harm kjörinn til setu í einu elsta taugalæknafélagi heims, The American Neurological Association, vegna sérstaks framlags síns til rannsóknar á ættgengum heilablæðingum á íslandi.3,79 Gunnar fékk sérfræðiviðurkenningu í tauga- lækningum í ágúst 1959 og varð aðstoðarlæknir á Kleppsspítala. Á þessum tíma voru heilalínurit framkvæmd þar og hann var að safna efniviði í doktorsritgerð sína um flogaveiki á Islandi. Hann starfaði einnig sem ráðgefandi sérfræðingur við Heilsuverndarstöð Reykjavíkur og 1961 varð hann ráðgefandi sérfræðingur við Land- spítalann eins og Kjartan.3-80 L% Gunnar Guðmundsson. Árið 1962 fékk Gunnar sérfræðileyfi í geðlækn- ingum þannig að hann hafði eftir það leyfi í tveimur aðalsérgreinum í læknisfræði. Hann var geðlæknir á Kleppsspítala af og til fram til ársins 1967 þegar taugalækningadeild Landspítalans var stofnuð og varð yfirlæknir hennar ásamt Kjartani. Þá sneri hann sér alfarið að taugalækningum.3'28 Gunnar byrjaði að kenna taugasjúkdómafræði sem aukakennari við læknadeild Háskólans 1959. I febrúar 1961 hélt hann í námsferð til Belfast á Irlandi. Honum hafði áskotnast styrkur frá Al- þjóðaheilbrigðismálastofnuninni til að kynna sér röntgenrannsóknir á miðtaugakerfi og dvaldi á taugalækningadeild Royal Victoria Hospital í Belfast í þeim tilgangi. Á þeirri deild var Sydney Allison yfirlæknir en hann hafði komið til íslands sumarið 1960 á vegum World Federation of Neurology til ráðleggingar í sambandi við rannsóknir á MS. Það var hann sem kom því til leiðar að Gunnar gat kynnt sér röntgenrannsóknir á miðtaugakerfi á sjúkrahúsinu í Belfast.4 Eftir dvölina í Belfast í júlí 1961 hélt Gunnar til Lundúna til að kynna sér sömu rannsóknir á Atkinson Morleys Hospital en á þeim spftala voru framkvæmdar heilaskurðaðgerðir. Gunnar fór einnig á St George's Hospital í sömu borg þar sem hann kynnti sér röntgenrannsóknir á miðtaugakerfi.3 Eftir heimkomuna um haustið 1961 varð hann sérfræðingur á röntgendeild Landspítalans þar sem hann sá um röntgen- rannsóknir á miðtaugakerfi.80 í ævisögu Bjarna Jónssonar (1909-1999) bæklun- ar- og yfirlæknis Landakotsspítala, Á Landnkoti, er sagt frá því að 1962 hafi Gunnar Guðmundsson verið ráðinn sem ráðgefandi sérfræðingur í taugalækningum á Landakotsspítala til að meta sjúklinga sem þangað voru sendir vegna áverka á höfði. Þá varð Gunnar einnig ráðgefandi sérfræðingur í röntgenskoðunum á miðtaugakerfi á spítalanum. Þótti ráðning Gunnars á spítalann vera, eins og Bjarni orðar það, „til mikils hagræðis sjúklingi og lækni, því nú mátti oftast fá örugga greiningu."81 Það mun hafa verið fyrir atbeina Gunnars að fenginn var bergmálsmælir, (echoencephalograf), á Landakotsspítala en LÆKNAblaðið 2010/96 Fylgirit 64 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.