Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2010, Blaðsíða 29

Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2010, Blaðsíða 29
1) Öll heilaritun í landinu verði undir einni stjórn. Heilaritunartæki Landspítalans, Heilaritunarstöðvarinnar í Domus Medica og Kleppsspítalans verði sameinuð í eina þjónustueind. Tækin verða rekin af Ríkisspítölum og tilheyri taugalækningadeild Landspítalans. Unnið verði að því að fá sameiginlegt húsnæði fyrir þríþætta þjónustu. 2) Heilaritunarþjónusta Ríkisspítala veiti öllum sem þurfa, þ.e.a.s. spítölum (eins og t.d. Borgar- spítalanum og Landakotsspítalanum) og einstökum læknum, þjónustu sína. 3) Til viðbótar þeim tækjakosti sem nú er til í landinu verði fengið eitt hreyfanlegt EEG tæki og það notað á sjúkrahúsum Reykjavíkursvæðisins og annars staðar eftir þörf hverju sinni. Með þessu nýja tæki og núverandi tækjakosti er sennilegast að þörfinni verði fullnægt við núverandi kringumstæður. 4) Stjórn Heilaritunarþjónustunnar verði í höndum þriggja manna nefndar: 1) Taugalækni frá Landspítalanum (t.d. öðrum yfirlækna taugalækningadeildar). 2.) Heilaritara Landspítalans (tæknimenntuðum manni/ deildarstjóra Heilaritunarþjónustunnar). 3.) Taugasérfræðingi frá öðru sjúkrahúsi en Landspítalanum eða meðal praktíserandi sérfræðinga (útnefndum af Taugalæknafélagi íslands). 5) Unnið verði að því að fá sérmenntaðan klínískan taugalífeðlisfræðing (neurophysiolog) sem tæki að sér yfirstörf Heilaritunarþjónustunnar og annarrar áþekkrar þjónustu (t.d. vöðvaritun-EMG). 6) Pöntun heilarita fari fram á einum stað og það tæki notað hverju sinni sem fyrst býðst til notkunar. 7) Allir læknar geti sent sjúklinga í töku og úrlestur heilarita. Þeir sérfræðingar, sem sjálfir óska að lesa úr ritum sínum fái það. Annan úrlestur annist taugalæknir taugalækningadeildar Landspítalans skv. ráðningasamningi, nema á Kleppsspítalanum ef þess yrði óskað þaðan að núverandi hefð héldist óbreytt. Þegar neurophysiolog kæmi tæki hann við öllum úrlestri. Til að bæta úr hinu aukna vinnuálagi, sem sameining þriggja heilaritunarstöðva hefur í för með sér verði aukinn læknakostur taugalækningadeildar Landspítalans. 8) Stjórnarnefnd Heilaritunarþjónustu Ríkisspítala skipuleggi að öðru leyti fyrirkomulag þjónustunnar m.a. m.t.t. starfsfólks og daglegan rekstur.25 Fyrsta stjórn Heilaritunarþjónustu Ríkisspítala var skipuð Kjartani R. Guðmundssyni yfirlækni, JóhanniF.GuðmundssyniheilaritaraLandspítalans og Ásgeiri B. Ellertssyni taugalækni.25-117 Samkvæmt ofangreindum leiðbeiningum kom fram að unnið yrði í því að fá sérmenntaðan klínískan taugalífeðlisfræðing til starfa og tæki Guðjón S. Jóhannesson tekur vöðvarit afsjúklingi. Eir Þorvaldsdóttirfylgist með. hann að sér stjórn Heilaritunarþjónustunnar. Enginn klínískur taugalífeðlisfræðingur var starfandi á Islandi á þessum tíma og nokkur bið varð á því að hann kæmi til landsins. Rannsóknastofa í klínískri taugalífeðlisfræði Sama ár og Heilaritunarþjónusta Ríkisspítala tók til starfa árið 1972 bættist við enn eitt tækið til greininga taugasjúkdóma á Landspítalann. Sverrir Bergmann kom því til leiðar að keypt var frá Bretlandi vöðvaritunartæki (tveggja rása Medelec tæki) og sá hann um rannsóknir með tækinu ásamt Ásgeiri B. Ellertssyni.25-112-117 Árið 1976 kom Guðjón S. Jóhannesson til starfa sem aðstoðarlæknir á taugalækningadeild Landspítalans. í desember 1977 var Guðjón ráðinn sérfræðingur í klínískri taugalífeðlisfræði við Landspítalann en stuttu áður hafði hann fengið sérfræðileyfi í þeirri sérgrein fyrstur íslenskra lækna. Þá hóf hann að byggja upp rannsóknastofu í klínískri taugalífeðlisfræði á spítalanum.28 Árið LÆKNAblaðið 2010/96 Fylgirit 64 29
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.