Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2010, Blaðsíða 32

Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2010, Blaðsíða 32
endurhæfingu fyrir sjúklinga með taugasjúkdóma. Nefndin taldi að endurhæfingardeild og aðstaða fyrir þessa sjúklinga á langlegudeildum myndi stytta dvöl á taugalækningadeild. Þá töldu nefndarmenn að fjölga yrði sjúkrarúmum um 30 til viðbótar þeim 23 sem voru til staðar á taugalækningadeild Landspítalans.1 Ef pláss væri fyrir þennan sjúklingahóp á langleguheimilum yrði hægt að stytta legutíma sjúklinga verulega á taugalækningadeild og þannig yrði hægt að nota betur „dýrmæt" rúm á deildinni.25 Þá töldu þremenningarnir að allir sjúklingar sem hefðu taugasjúkdóma ættu að eiga þess kost að vera rannsakaðir og meðhöndlaðir af taugalæknum. Sjálfir myndu þeir ekki gera þá kröfu að sjá um rannsóknir hjá sjúklingum með hjartasjúkdóma eða meltingarsjúkdóma né heldur annast meðferð þeirra nema í samráði við sérfræðinga í þessum greinum. Þá bentu þeir einnig á að sjúklingar ættu að eiga þess kost að komast til rannsóknar og meðferðar sem fyrst, hvort heldur á sjúkrahúsi eða utan þess, og höfðu sérstaklega í huga sjúklinga með höfuðverk sem yrðu að komast til rannsóknar hjá taugalækni, og hið sama gilti um sjúklinga með óskilgreind yfirliðaköst. Slíkir sjúklingar yrðu að vera skoðaðir af taugalækni, „ekki aðeins með tilliti til bráðameðferðar heldur og m.t.t. eftirmeðferðar og mats, er geta haft mikla þýðingu, ekki aðeins frá læknisfræðilegu heldur og samfélags og lögfræðilegu sjónarmiði" eins og það var orðað í greinargerðinni.25 í lok greinargerðarinnar fóru nefndarmenn fram á að rannsóknaraðstaða í taugalækningum yrði bætt á Landspítalanum. Fyrir hendi voru sérhæfðar röntgenrannsóknir, ísótóparannsóknir og heila-, vöðva- og taugaritun en þeir töldu æski- legt að bætt yrði við sérfræðingum í neurootology, neuroophthalmology og geð- og sálfræðiþjónustu. Rannsóknaraðstaðan yrði þó ekki bætt nema til kæmu nauðsynleg tæki og aukið húsrými ásamt sérþjálfuðu starfsfólki. Þá töldu þeir að aukin afköst rannsóknadeilda myndi fækka legudögum hjá stórum hópi sjúklinga og þannig væri hægt að fjölga sjúkrarúmum. Einnig skapaðist möguleiki fyrir rannsóknir á göngudeildarsjúklingum og það gæti komið í veg fyrir að þeir þyrftu að fara inn á sjúkrahús.25 Að lokum fóru nefndarmenn fram á að þeir yrðu allir fastráðnir sérfræðingar við sjúkra- hús borgarinnar því að þá gætu þeir annast læknaþjónustu við alla sjúklinga á sjúkrahúsunum sem væru með taugasjúkdóma og verið á bakvöktum fyrir sömu sjúklinga. Þá yrðu þeir einnig að fá að hafa sjúklinga í sinni umsjón á þessum sjúkrahúsum.25 Ari eftir að greinargerð Asgeirs, Johns og Sverris var send heilbrigðisyfirvöldum var ekkert farið að taka á þessum málum af hálfu yfirvalda. í júní 1973 kom fram á fundi í Taugalæknafélagi íslands að þrátt fyrir eftirgrennslan hefði ekkert heyrst frá heilbrigðisyfirvöldum né læknaráði sjúkrahúsa á Reykjavíkursvæðinu og lét einn fundarmanna þess getið að málið hefði verið svæft um sinn.25 Þjónusta fyrir sjúklinga með taugasjúkdóma átti eftir að batna þegar fram liðu stundir einkum eftir að endurhæfingardeild Borgarspítalans tók til starfa 1. janúar 1973. Þá fjölgaði sjúkrarúmum fyrir þessa sjúklinga verulega. Virtur taugalæknir heimsækir ísland Þekktur breskur taugalæknir, Denis John Williams (1908-1990) að nafni, kom hingað til lands sumarið 1972 í boði Háskóla Islands. Denis var sérfræðingur í taugalækningum á Institute of Neurology á Queen Square í Lundúnum sem „telst eins konar Mekka þessarar greinar" eins og sagði í einu dagblaðanna hér á landi.77-125 Sverrir Bergmann taugalæknir var vel kunnugur Denis Williams því að þegar hann hafði verið í sérnámi í Lundúnum hafði hann verið aðstoðarlæknir hans á Institute of Neurology á árunum 1966-1971.31 Á aðalfundi Taugalæknafélags íslands sem haldinn var 31. maí 1972 gerði Sverrir Bergmann grein fyrir væntanlegri heimsókn Denis Williams til Islands og gat þess að hann myndi halda fyrirlestra á Landspítalanum, í Háskóla íslands og sennilega einnig í Domus Medica á vegum Læknafélags Reykjavíkur. Félagsmenn í Taugalæknafélagi íslands lýstu ánægju með að heimsþekktum taugalækni væri boðið hingað til lands og myndu þeir „gera allt sem þeir gætu til þess að dvöl hans yrði sem ánægjulegust".1 Samþykkt var að félagið gæfi honum styttu eftir Ásmund Sveinsson myndhöggvara. Einnig var ákveðið að Denis Williams yrði sýnd taugalækningadeild Landspítalans og að því loknu yrði honum boðið í mat á spítalanum.1 Á blaðamannafundi sem haldinn var með 32 LÆKNAblaðið 2010/96 Fylgirit 64
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.