Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2010, Blaðsíða 40

Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2010, Blaðsíða 40
Háskóli íslands. Árið 1974 var prófessorsembætti í ta ugasjúkdómafræði stofnað við læknadeild Háskóla íslands. !Trn'iinm bæri sérnám í taugalækningum, þ.e. að bjóða þeim læknum sem hefðu áhuga á geðlækningum, augnlækningum og heimilislækningum að vera með og yrði kennsluprógrammið þrír til sex mánuðir. Þá kom fram á fundinum að skipa þyrfti ákveðinn umsjónaraðila fyrir hvern og einn lækni sem færi í gegnum námið. í framhaldi var skipuð nefnd á fundinum sem í sátu þrír læknar en svo virðist sem málið hafi ekki náð formlega fram að ganga.25 Staða lektors í taugasjúkdómafræði var stofnuð við læknadeild 1959 og gegndi Kjartan fyrstur því embætti. Arið 1962 varð hann dósent og þegar embætti prófessors í taugasjúkdómafræði var stofnað árið 1974 varð Kjartan fyrstur til að gegna því embætti. ^76-77 Arið 1996 var ekki hægt að sjá læknum fyrir framhaldsmenntun sem hluta af sérnámi í taugalækningum eins og gert hafði verið þau 30 ár sem taugalækningadeild hafi starfað. Kom það til vegna fækkunar á legurúmum deildarinnar og einnig að aðstoðarlæknar voru aðeins á deildinni frá einni viku og upp í einn mánuð. Áfram gátu læknar sem voru í sérnámi í öðrum greinum læknisfræði, svo sem geðsjúkdómafræði, augnlækningum og heilaskurðlækningum, tekið hluta af sérnáminu við taugalækningadeild. Þetta ástand var aðeins tímabundið á Landspítalanum og unglæknar sem voru á deildinni fengu tímann sinn þar almennt viðurkenndan til framhaldsmenntunar. Það sama gilti um Grensásdeild. Aðstoðarlæknar þar á taugalækningadeild fengu tímann sinn viðurkertndan annars vegar til sérfræðináms í taugalækningum og hins vegar til sérfræðináms í öðrum greinum, til dæmis geðsjúkdómafræði, þegar slíks var krafist. Grétar Guðmundsson var til dæmis fyrsti unglæknirinn á Grensásdeild sem fékk tíma sinn þar viðurkenndan sem hluta af námi í taugalækningum. Sama gilti á Grensásdeild varðandi endurhæfingarhlutann.130'145 Á síðustu árum hafa talsverðar umræður verið á meðal lækna um að efla sérnám í læknisfræði á Islandi eins og grein Ólafs Baldurssonar lungnalæknis ber vitni um. í grein Ólafs kemur fram að undirrót umræðunnar um eflingu sérnáms hérlendis sé einkum tilkomin vegna þess að erfiðlega hefur gengið fyrir lækna að komast í sérnám til hinna Norðurlandanna og til Bandaríkjanna. Um ástæðu þess segir Ólafur: „Ráðningarbönn í Skandinavíu í sparnaðarskyni og fjölgun prófa ásamt banni við aukavinnu í Bandaríkjunum eru dæmi um þætti sem gera unglæknum erfiðara fyrir."152 Þá bendir Ólafur jafnframt á að breyttar aðstæður hér sem og erlendis kalli á nýjar hugmyndir um skipulag sérnáms lækna og til að tryggja læknum aðgang að slíku námi yrði „farsælt að fyrri hluti sérnáms í völdum greinum færi fram á íslandi en seinni hluti þess verði við erlendar stofnanir".152 Sérfræðinám í læknisfræði hefur farið fram á Islandi í nokkrum greinum hennar. Til að mynda er boðið upp á sérnám í heimilislækningum og geðlækningum og tveggja til þriggja ára sémám í lyflækningum.153 Steinn Jónsson lyflæknir sem stýrir framhaldsnámi í lyflækningum við læknadeild Háskóla íslands bendir á að flestir læknar velji sér undirgrein innan lyflækninga að loknu sérnámi í almennum lyflækningum og halda þá til útlanda í frekara nám.154 Ekkert skipulag hefur verið á sérnámi í taugalækningum hérlendis. Einn læknir hefur fengið sérfræðileyfi nýlega eftir áframhaldandi sérnám á taugalækningadeild Landspítala í Fossvogi en hafði áður stundað sérnám í taugalæknisfræði í Berlín.45'51 40 LÆKNAblaðið 2010/96 Fylgirit 64
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.