Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2010, Blaðsíða 42

Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2010, Blaðsíða 42
einhver atriði sem benda til skerðingar er óhjákvæmilegt að fara kerfisbundið í gegnum ólíka þætti þessarar skoðunar m.t.t. þess að staðsetja einkenni í ákveðnum stöðum heilans. Við marga sjúkdóma sem slík einkenni koma fram við er ekki hægt að fá neinar upplýsingar þó gerðar séu aðrar rannsóknir svo sem tölvusneiðmynd af höfði, heilalínurit eða annað. Sé farið kerfisbundið í gegnum heilann á þennan máta er leitað eftir atriðum sem staðsetja sjúkdóm í hægra eða vinstra heilahveli og þá ýmist í frontal heila, parietal heila, occipital heila eða temporal heila. Við skoðun á frontal heila er leitað eftir svokallaðri perseveration, sem er ósjálfráð endurtekning ákveðinna atriða og getur verið ýmist í hreyfingu, tali eða skrift. Það eru því gerð ákveðin skriftarpróf og síðan leitað eftir þessum atriðum í samtali og við hreyfiprófanir. Hreyfiprófanirnar felast í prófun víxlhreyfinga og í taktslætti. Við skoðun á frontal lobe þarf einnig að leita eftir getu til að yfirfæra merkingu og er það prófað t.d. með málsháttum. Minnisprófanir þarf að framkvæma. Jafnframt þarf að framkvæma talprófanir. Auk þess er reynt að gera sér grein fyrir breytingum á hegðun og persónuleikabreytingu, innsæi sjúklings og framtakssemi. Við það verður oft að styðjast við samtöl ættingja. Við prófun á parietal hluta heilans eru lögð fyrir sjúkling ýmis próf. Þau geta verið misjafnlega samansett eftir einstaklingum en felast í teiknigetu þar sem sjúklingar eru látnir teikna t.d. kassamyndir og aðrar flatarmyndir eftir forskrift og einnig sjálfstætt svo sem að teikna klukkur, hús eða annað. Jafnframt er sjúklingur látinn lýsa leiðum frá einum stað til annars til að reyna áttun hans á umhverfinu. Jafnframt er reynt að gera sér grein fyrir getu sjúklings til að klæðast. Framannefndar prófanir eru prófanir á hægra parietal heila. Við prófun á vinstri parietal heila er farið í gegnum reikningsdæmi, getu sjúklings til að framkvæma það sem hann er beðinn um (apraxiu próf) stundum skriftarpróf og lestrarpróf, talpróf svo sem hlutanefningarpróf og 10-orða-próf. Við prófun á occipital lobe er stuðst fyrst og fremst við nákvæma sjónsviðsathugun ásamt minnisprófunum. Auk ofannefndra atriða eru skoðuð einkenni sem er ekki hægt að staðsetja með vissu en benda eindregið á heilaskemmd svo sem áttun sjúklings á eigin persónu, umhverfi sínu og tíma, hversu vel hann getur gert sér grein fyrir því sem gerist í þjóðfélaginu og umhverfi hans sjálfs og irvnsæi hans í eigin sjúkdóm og hirðusemi um sjálfan sig og framkomu alla.25 Heilataugar: Heilataugar eru 12. Sú 1., þ.e. lyktarskyn er prófuð sérstaklega sé tilefni til eftir samtal við sjúkling en að jafnaði ekki að öðrum kosti. Við augnskoðun er skoðuð heilataug nr. 2, sjóntaugin. Er það gert með sjónsviðsskoðunum og sjónskerpu. Nákvæm sjónsviðsskoðun er einnig af verulegri þýðingu við skoðun á sjúkdómum í temporal hluta heilans og í occipital hluta heilans. Auk þess eru skoðaðir augnbotnar í leit að hækkuðum þrýstingi í höfði eða öðrum augnbotnabreytingum. 3., 4. og 6. heilataug eru skoðaðar með prófun augnhreyfinga og komi þar fram lamanir þarf að fara út í nákvæmar prófanir til að staðsetja lömunina. Auk þess eru viðbrögð sjáaldurs skoðuð bæði við ljósi og tilfærslu sjónpunktar. Við skoðun 5. heilataugar þarf að skoða skyn í andliti, bæði snertiskyn og stunguskyn og auk þess skyn á hornhimnu augans sé grunur um skert skyn í andliti. Auk þess eru prófaðar ákveðnar vöðvafunctionir. Við prófun á 7. heilataug er skoðuð hreyfigeta í andliti þ.e. svipbrigði og sé tilefni til er bragðskyn á tungu skoðað. Við skoðun á 8. heilataug er farið í gegnum heyrnarprófanir og jafnvægi. Við skoðun á 9. heilataug er skoðað skyn í koki og kokreflex sem einnig fæst fram við skoðun á 10. heilataug og þar að auki reynt að gera sér grein fyrir starfshæfni raddbanda. Við skoðun á 11. heilataug eru ákveðnir vöðvahópar skoðaðir í hálsi og öxlum. Við skoðun á 12. heilataug er skoðuð tunga m.t.t. ósjálfráðra hreyfinga, rýrnana og styrks í tunguvöðvum ásamt hreyfigetu og talgetu.25 Hreyfikerfi: Við skoðun á hreyfikerfi er leitað eftir rýrnunum í öllum útlimum og á búk. Leitað er eftir ósjálfráðum vöðvasamdrætti í vöðvum (fasciculationum). Jafnframt er styrkleiki einstakra vöðvahópa skoðaður og krafturinn þá graderaður. Gefist tilefni til þarf oft að fara út í nákvæmari prófanir á einstökum vöðvum m.t.t. mögulegra skemmda í taugum sem til vöðvanna liggja. Auk þess er prófaður tónus í öllum útlimum.25 Skynkerfi: Við prófun á skynkerfi líkamans er farið yfir skyn á öllum útlimum og búk. Prófa þarf skynjunina með 42 LÆKNAblaðið 2010/96 Fylgirit 64
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.