Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2010, Blaðsíða 48

Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2010, Blaðsíða 48
félags íslands hefur látið útbúa barmnælur og merkispjöld með merki félagsins fyrir félagsmenn. Þá hafa bréfsefni og umslög verið prentuð með merkinu.25 Erlend taugalæknafélög sem Taugalæknafélag íslands á aðild að WFN í fundargerðabók Taugalæknafélags íslands segir að strax eftir stofnun félagsins hafi formleg tilkynning „um þennan merka atburð" verið send til alþjóðasamtaka taugalæknafélaga, World Federation of Neurology (WFN) og um leið var sótt um inngöngu félagsins í samtökin. Það hafði einmitt verið eitt af markmiðum með stofnun Taugalæknafélagsins að efla samskipti við erlenda taugalækna og félagið stefndi að því að sjá til þess að sendir yrðu einn eða fleiri fulltrúar á helstu alþjóðaráðstefnur taugalækna.25 I staðfestingu sem barst Taugalæknafélagi Islands 1. maí 1961 og undirrituð er af fyrsta forseta WFN, Ludo van Bogaert, og aðalritara samtakanna, Pearce Bailey, kemur fram að Taugalæknafélag íslands (Neurological Society of Iceland, síðar Icelandic Neurological Association) hafi fengið inngöngu í WFN.25 WFN samtökin voru stofnuð 1957 á alþjóðlegri ráðstefnu, International Congress of Neurological Science sem haldin var í Brussel í Belgíu daganna 21. til 28. júlí. Belgískur taugalæknir og taugameinafræðingur, Ludo van Bogaert, átti frumkvæði að stofnun samtakanna og varð fyrsti forseti þeirra. Um 26 þátttakendur frá 21 landi voru viðstaddir þegar WFN var stofnað.162163 Samtökin halda alþjóðlegar ráðstefnur á tveggja ára fresti og á vegum þeirra er gefið út tímaritið, Jouriml of the Neurologicnl Sciences.162 Gunnar Guðmundsson ritari og gjaldkeri í Taugalæknafélagi íslands, var fyrsti fulltrúi Taugalæknafélags íslands í WFN. Þegar hann lést 1999 tók Sigurlaug Sveinbjörnsdóttir við og var fulltrúi félagsins. Frá 2002 hefur Albert Páll Sigurðsson verið fulltrúi Taugalæknafélagsins í samtökunum.25 Heimasíða WFN er www. wfneurology.org/ Nordisk Neurologisk Forening Árið 1960 gerðist Taugalæknafélag Islands aðili að norrænum samtökum taugalæknafélaga - Nordisk Neurologisk Forening (Nordic Neurological Association) eins og þau eru nefnd. Þessi samtök hafa starfað frá 1922 og starfa enn.25-116 I Nordisk Neurologisk Forening eru tauga- læknafélög Danmerkur, Noregs, Svíþjóðar, Finnlands og íslands. Elsta norræna tauga- læknafélagið er danska taugalæknafélagið, Dansk Neurologisk Selskab stofnað árið 1900. Félagið var stofnað löngu áður en taugalækningar urðu að sérgrein í læknisfræði í Danmörku. Því næst var norska taugalæknafélagið, Norsk Neurologisk Forening stofnað 1920. Síðan kom sænska taugalæknafélagið, Svenska Neurologsállskapet, sem stofnað var 1938. Árið 1913 var finnska geðlæknafélagið stofnað (Finnish Psychiatric Association) og 1948 var skipt um nafn á félaginu og það kallað Finnish Psychiatric- Neurological Association eða finnska geð- og taugalæknafélagið. Aftur var breytt um nafn á félaginu 1961 þegar félagið var kallað finnska taugalæknafélagið (Suomen Neurologinen Yhdistys ry).164 Taugalæknafélags Islands rak svo lestina og var stofnað 1960. Tilgangur með stofnun Nordisk Neurologisk Forening var frá upphafi að halda ráðstefnur annað hvert ár með það í huga að efla tengsl norrænna taugalækna í faglegu tilliti.116 Helgi Tómasson tauga- og geðlæknir sótti þing norræna samtaka taugalæknafélaga 1938 og var þess getið í Morgunblaðinu að hann hefði farið á þingið sem haldið var í Stokkhólmi. Þar voru samankomnir 150 læknar frá Norðurlöndum. Þá kom fram að Helgi hefði verið kjörinn til þess að gegna varaforsetastörfum í samtökunum.165 Eftir það lágu ráðstefnur á vegum Nordisk Neurologisk Forening niðri til ársins 1948 vegna heimsstyrjaldarinnar síðari.116 Sverrir Bergmann er fyrsti íslenski tauga- læknirinn sem gegndi formennsku í Nordisk Neurologisk Forening. Árið 1978 varð hann formaður samtakanna.28'166 Á þessum tíma var sú skipan að það land sem gegndi formennsku í samtökunum sá um að halda þingið. Nú í ár, 2010, eru 30 ár liðin frá því að fyrsta þing á vegum samtakanna var haldið hér á landi. Dagana 11.-14. júní 1980 var fyrsta þing norrænna taugalækna haldið hér á landi. Þingið var haldið í Reykjavík og var til umfjöllunar í dagblöðum borgarinnar og í Morgunblaðinu kom fram að þátttakendur hefðu verið hátt á þriðja hundrað, langflestir frá 48 LÆKNAblaðið 2010/96 Fylgirit 64
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.