Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2010, Blaðsíða 57

Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2010, Blaðsíða 57
3. grein. Félagsmenn. a. Innganga meðlima: Meðlimir í Taugalæknafélagi íslands geta þeir orðið sem viðurkenndir eru sérfræðingar í taugasjúkdómum á íslandi. Sá sem óskar eftir að gerast félagsmaður kemur undirritaðri inntökubeiðni sinni til stjómar félagsins. Komi upp vafi um hvort umsækjandi uppfylli inntökuskilyrði skal stjóm félagsins skera úr um það. Uni umsækjandi ekki þeim úrskurði skal honum heimilt að leggja málið fyrir félagsfund sem sker þá endanlega úr um málið. í inntökubeiðni skal koma fram að viðkomandi félagsmaður muni hlíta lögum og samþykktum félagsins og að hann feli félaginu umboð til samningagerðar fyrir sína hönd. b. Innganga aukameðlima: Aukameðlimir í Taugalæknafélagi íslands geta orðið læknar, sem áhuga hafa á taugasjúkdómum eða vinna við myndgreiningu miðtaugakerfis, tauga- lífeðlisfræði, taugalífefnafræði, taugameinafræði eða tauga- skurðlækningar. Hafi þeir áhuga á því, koma þeir undirritaðri inntökubeiðni sinni til stjómar félagsins. Greiða skal atkvæði um inngöngu þeirra á félagsfundi, en 2/3 hluta greiddra atkvæða þarf til að þeir fái inngöngu. Auka meðlimir hafa ekki atkvæðisrétt og greiða ekki félagsgjöld. c. Brottvísun: Félagsfundur getur vísað félaga úr félaginu, ef stjórn félagsins ber fram rökstudda tillögu þar um og 3A fundarmanna greiða tillögunni atkvæði. 4. grein. Félagsgjöld. Félagsmenn greiða félagsgjöld sem renna í félagssjóð. Félagssjóði er ætlað að standa straum af rekstri félagsins. Félagsgjald er ákvarðað á aðalfundi. Félagsmenn greiða ekki félagsgjöld eftir 70 ára aldur. Ef félagsmaður skuldar félagsgjald fyrir 1 ár eða fleiri má vísa honum úr félaginu sbr. 3. gr. lið c. 5. grein. Úrsagnir úr félaginu. Úrsögn skal vera skrifleg. Hún skal afhent formanni félagsins eða stjóm. Geri félagsmaður í eigin nafni eða annar fyrir hans hönd, samning um sérgreina læknishjálp glatar hann öllum félagsréttindum og telst ekki lengur í félaginu ef: a. Hann gerir samning um sérgreinalæknishjálp sem skerði atvinnumöguleika annarra félagsmanna, enda hafi hann ekki borið samninginn upp á félagsfundi, hann hafi ekki fengið umfjöllun né hafi verið samþykktur með 2/3 greiddra atkvæða á auglýstum félagsfundi. b. Með samningunum er hann að undirbjóða sérgreina læknishjálp taugalækna. Félagsmönnum er heimilt að gera samninga um aðra hluti en sérgreina læknishjálp án þess að bera það undir félagsfund, enda skerðir það ekki atvinnumöguleika annarra félagsmanna. 6. grein. Aðalfundur. Aðalfundur skal haldinn í lok apríl ár hvert og fer hann með æðsta vald í málefnum félagsins. Hann er lögmætur ef löglega er til hans boðað. Aðalfundur skal boðaður félagsmönnum með bréfi og/eða á rafrænan hátt með minnst Vi mánaðar fyrin'ara. a. Dagskrá. Á aðalfundi skulu eftirfarandi mál tekin fyrir: i. Skýrsla. Skýrsla stjómar félagsins fyrir liðið starfsár. ii. Reikningar. Fram skulu lagðir endurskoðaðir reikningar félagsins fyrir liðið reikningsár. Eftir umræðu skulu þeir bornir undir atkvæðagreiðslu. Reikningar teljast samþykktir með meirihluta greiddra atkvæða. iii. Kosning stjórnar. Kjósa skal formann, ritara og gjaldkera sérstaklega. Hlutkesti ræður ef atkvæði em jöfn. Kjósa skal 2 varamenn og ræðst kosning þeirra af afli atkvæða, en hlutkesti, ef atkvæðin eru jöfn. Stjórnin er skipuð til 3ja ára í senn. iv. Kosning samninganefndar. Kjósa skal formann samninganefndar. Hlutkesti ræður ef atkvæði eru jöfn. Kjósa skal 2 samninganefndarmenn í einu lagi og ræðst kosning þeirra af afli atkvæða, en hlutkesti, ef atkvæðin em jöfn. Samninganefnd er skipuð til 3ja ára í senn. v. Kosning skoðunarmanna reikninga. Kjósa skal 2 skoðunarmenn reikninga félagsins og ræðst kosning þeirra af afli atkvæða, en hlutkesti, ef atkvæðin eru jöfn. Skoðunarmenn eru skipaðir til 3ja ára í senn. vi. Fjárhagsáætlun. Leggja skal fram fjárhagsáætlun fyrir næsta ár. Eftir umræðu skal hún borin undir atkvæðagreiðslu. Fjárhagsáætlun telst samþykkt með 2/3 hluta greiddra atkvæða. vii. Lagabreytingar. Tillögur um lagabreytingar skulu berast minnst viku fyrir aðalfund. Lagabreytingar sem fram koma á aðalfundi skulu teknar til umræðu án afgreiðslu, enda leyfi aðalfundur það. viii. Önnur mál. 7. grein. Félagsfundir. Félagsfundir skulu haldnir þegar félagsstjóm álítur þörf eða minnst 25% fullgildra félagsmanna óska þess við stjóm félagsins enda tilgreini þeir fundarefni. Fundir skulu boðaðir með minnst tveggja sólarhringa fyrirvara. Þó má í sambandi við vinnudeilur boða fund með skemmri fyrirvara. Fundur er lögmætur ef löglega er til hans boðað. Fundum félagsins skal stjórnað eftir almennum fundarsköpum. Komi upp ágreiningsatriði um fundarsköp úrskurðar fundarstjóri hverju sinni með rökstuddum úrskurði. Óski félagsmaður eftir skriflegri atkvæðagreiðslu á félagsfundi er fundarstjóra skylt að verða við þeirri ósk. Heimilt er að boða fundi bréflega eða á rafrænan hátt. 8. grein. Skipun stjómar. Aðalstjóm félagsins skipa 3 menn, formann, ritara og gjaldkera og skulu þeir kosnir til 3 ára í senn. Til að tryggja samfeldni í störfum félagsins skal kjósa um formann fyrst, en ritara og gjaldkera ári síðar. Kjósa skal 2 varamenn í stjóm til þriggja ára í senn. Kosið er um annan með formannskjöri en um hinn þegar kosnir eru ritari og gjaldkeri. 9. grein. Starf stjómar. Formaður félagsins kveður til stjórnarfundar og stjórnar þeim. Formanni er skylt að halda stjómarfundi óski a.m.k. 2 stjómarmenn eftir því. Hann hefur eftirlit með starfsemi félagsins og eftirlit með því að lögum þess og samþykktum sé fylgt í öllum greinum. Varastjórnarmenn taka sæti í stjórn í forföllum aðalmanna og tilnefnir aðalmaður varamann í sinn stað. Ritari gegnir skyldu formanns í forföllum hans. 10. grein. Verksvið stjómar. Stjórnin hefur á hendi yfirstjórn allra félagsmála milli félagsfunda. Stjómin boðar til félagsfunda. Stjórnin hefur skrá yfir meðlimi, aukameðlimi og heiðursfélaga auk skrár yfir fulltrúa félagsins í erlendum samtökum. Stjórnin ber sameiginlega ábyrgð á eignum félagsins. Hún kemur fram fyrir hönd félagsmanna, veitir LÆKNAblaðiö 2010/96 Fylgirit 64 57
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.