Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2010, Blaðsíða 67

Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2010, Blaðsíða 67
Læknaliðið á National Hospital við Queen Square árið 1887. Aftari röðfrá vinstri: Horstey, Beevor, Cumberbatch, Buz- zard, Carter, Ormerod, Adams. Fremri röð: Marcus Gunn, Bastian, Hughlings jackson, Ramskill, Radcliffe, Gowers, Semon, Ferrier. að hærri lög væru þróunarfræðilega yngri en þau lægri og hefðu hemjandi áhrif á þau. Hann innleiddi hugtökin pósitíf og negatíf einkenni. Þegar heilavefur skaddast, losna lægri lög undan hemjandi áhrifum hærri laga, sem hafa skaddast, og fram koma ný einkenni - pósitíf einkenni. Samtímis hverfur sú starfsemi, sem hið skaddaða lag á að framkvæma, þ.e. negatíf einkenni. Hughlings Jackson var áhugasamur um flogaveiki og lýsti flogavirkni í heila sem „sudden, excessive, temporary discharge of nervous tissue", svo að notuð séu hans eigin orð. Hér notar hann mál raffræðinnar ekki ósvipað og Todd. Hann lýsti einnig, hvernig staðflog byrjar oft í þumli, andliti eða stóru tá og getur síðan breiðst út til nærliggjandi hluta líkamans og orðið alflog. Hann hélt því fram, að heilinn væri ekki einungis lagskiptur, heldur hefði hann einnig somatotopiska uppbyggingu, og að flog byrjuðu gjarnan á því líkamssvæði, sem hefði stóra somatotopiska samsvörun í heila. Á þessa hugmynd lét hann reyna ásamt David Ferrier, kollega sínum á National Hospital. Þeir fengu rannsóknaraðstöðu til dýratilrauna á geðveikrahælinu West Riding Lunatic Asylum í Yorkshire. Þar staðfestu þeir kenningar Hughlings Jacksons og ruddu þannig braut skurðaðgerðum á heila, sem krefjast nákvæmrar staðsetningar meinsins, áður en ráðist er í aðgerð. Yfirmaður hælisins, James Crichton-Browne (1840-1938), var frjálslyndur maður. Um helgar var heldra fólki boðið á hælið. Þar þáði það góðar veitingar og steig léttan dans með sjúklingunum. Haft er eftir Crichton-Browne, að enginn hafi skrifað neitt af viti nema undir léttum áhrifum áfengis. Vafalaust William Gowers. hefur hann þurft að fá sér einn laufléttan, áður en hann henti sér út í að gefa út tímaritið The West Riding Lunatic Asylum Medical Reports, þar sem Hughlings Jackson og Ferrier birtu niðurstöður sínar. Árið 1876 var útgáfu tímaritsins hætt, en 1878 hóf Crichton-Browne að gefa út tímaritið Brain ásamt Ferrier, Hughlings Jackson og Myndir iir bók Gowers teiknaðar afhonum. Drehgur með Duchennes muscular dystrophy. Hvernig hann notar hand- leggi til að hjálpa sér að rísa á fætur kallast Goivers teikn. LÆKNAblaðið 2010/96 Fylgirit 64 67
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.