Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2010, Blaðsíða 71

Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2010, Blaðsíða 71
Wilhelm Erb. og neuropathológíu. Einn af upphafsmönnum nútíma geðlæknisfræði og stofnandi Deutsche Forschungsanstalt fur Psychiatrie í Munchen, Emil Kraepelin (1856-1926), trúði heldur ekki á aðferðafræði Griesingers við að skapa hagnýtan þekkingargrunn í geðlæknisfræði. Ahugavert er, að hann og síðar eftirmaður hans í Múnchen, Oswald Conrad Eduard Bumke (1877-1950), ásamt mörgum hælisgeðlæknum, studdu að- skilnað geðlæknisfræði og taugalæknisfræði. Geðlæknirinn og heimspekingurinn Karl Jaspers (1883-1969) í Heidelberg kallaði áðumefnda aðferðafræði Griesingers „Gehirnmythologie". Heidelberg varð miðstöð baráttunnar fyrir sjálfstæði taugalæknisfræði í Þýskalandi. Þar var öflug deild í lyflæknisfræði, og þar starfaði prófessor Nicolaus Friedreich (1825-1882), sem var áhugamaður um taugalæknisfræði. Hann smitaði lærisvein sinn Wilhelm Erb (1840-1921) af þeim áhuga, og Erb gerðist mesti baráttumaður í Þýskalandi fyrir sjálfstæði greinarinnar og aðskilnaði hennar frá geðlæknisfræði og lyflæknisfræði. Eftir að hafa unnið um tíma í Leipzig, sneri Erb á ný til Heidelberg árið 1883 og tók við prófessorsstöðu Friedreichs. Erb beitti raflækningum eins og Duchenne og setti saman mikla bók um efnið, Handbuch der Elektrotherapie und Elektrodiagnostik. Hann stundaði rannsóknir á mörgum sviðum taugalækninga. Erb sýndi fram á sterk tengsl milli sýfilis og tabes dorsalis, og hann ásamt Westphal lýstu hnéviðbragðinu fyrstir manna og á sama tíma, en hvor í sínu lagi.36- 37 Sagt er, að Erb sé einn af þeim fyrstu, sem gengu með reflexhamar í vasanum. Johann Hoffmann (1857-1919) var samstarfsmaður Erbs í Heidelberg og var virtur electrotherapisti. Hann lýsti svokallaðri H-bylgju (H fyrir Hoffmann) vöðvasvars, sem fæst við raförvun vissra hreyfitauga. Þá er reflex kenndur við hann, þ.e. þegar distal kjúka vísifingurs sjúklings er kreppt (flexeruð) gegn viðnáminu, og viðnámi er síðan skyndilega sleppt, þá kreppast (flexerast) stundum aðrir fingur sömu handar hjá sjúklingum með pyramidalbrautaskaða. Ekki er að undra, þótt Hoffmann yrði prófessor í „Nervenpathologie und Elektrotherapie" 1907, en orðið „Nervenpathologie" hafði í þessari nafngift sömu merkingu og taugasjúkdómafræði hefur nú á tímum.38 Með góðum stuðningi kollega sinna hrundu þessir tveir menn áhlaupum á taugapóliklíníkina, sem tauga- og geðlæknar Griesingersskólans við Universitats-Irrenklinik í Heidelberg stóðu fyrir. Þegar Kraepelin kom til Heidelberg 1891, hættu átökin, en Kraepelin var fyrrum lærisveinn Erbs. Erb og Hoffmann voru prófessorar innan lyflæknisfræðinnar, svo ekki er hægt að segja, að taugalæknisfræðin hafi öðlast sjálfstæði í Heidelberg á þessum tíma. Baráttan varð að halda áfram, og því þurfti að byggja upp fleiri öflugar taugadeildir og stofna samtök taugalækna. Lyflæknirinn Adolf Strumpell (1853-1925) kynntist Erb í Leipzig og tók við tauga-póli- klíníkinni í Leipzig, þegar Erb hélt á ný til Heidelberg. Hann varð síðan prófessor í lyf- læknisfræði í Erlangen og eftir það í Leipzig. Strumpell var trúr stuðningsmaður Erbs í sjálf- stæðisbaráttunni. Hann skrifaði tveggja binda kennslubók í lyflæknisfræði, og fjallaði síðara bindið einungis um taugasjúkdóma. Paul Julius Möbius (1853-1907) lærði taugalæknisfræði hjá Hnévið- bragð athugað. Myndina teiknaði Gowers, og er hún úr kennslubók hans. LÆKNAblaðið 2010/96 Fylgirit 64 71
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.