Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2010, Blaðsíða 73

Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2010, Blaðsíða 73
og aðra í taugalæknisfræði, en ábendingum hans var ekki sinnt. Baráttan hélt áfram eftir daga Oppenheims 1919 og Erbs 1921. Árið 1931 var haldið fyrsta alþjóðaþing taugalækna í Bern. Þýskir taugalæknar ítrekuðu þar kröfur sínar um sjálfstæði greinarinnar. Árið 1935 voru samtök geðlækna, Deutscher Verein fiir Psychiatrie, og samtök taugalækna, Gesellschaft Deutscher Nervenárzte, sameinuð með ákvörðun nýrra pólitískra yfirvalda. Nýju samtökin hétu Gesellschaft Deutscher Neurologen und Psychiater, en formaður þeirra var tauga- og geðlæknirinn Ernst Riidin (1874-1952), einn helsti talsmaður mannkynbóta og erfða í geðsjúkdómum. Árið 1950 endurreistu þýskir taugalæknar sitt gamla félag og kölluðu það Deutsche Gesellschaft fur Neurologie. Tauga- og geðlæknar, geðlæknar og psychotherapistar stofnuðu seinna félagið Deutsche Gesellschaft fur Psychiatrie, Psycho- therapie und Nervenheilkunde. Saga taugalæknisfræði í Austurríki varð svipuð og í Þýskalandi. Taugasjúkdómafræði og geðsjúkdómafræði voru undir sama hatti á háskólasjúkrahúsum í Austurríki þar til 1970. Þá skiptist taugageðdeildin í Vín í sjálfstæða taugadeild og geðdeild. Samskonar skipting varð í Innsbruck 1975 og í Graz 1998. Árið 2000 skiptist Österreichische Gesellschaft fur Neurologie und Psychiatrie í félögin Österreichische Gesell- schaft fur Psychiatrie und Psychotherapie og Österreichische Gesellschaft fúr Neurologie.41-42 Danmörk — Frá Letigarði til rektorsins rauða43 Kaupmannahöfn byggðist á bökkum sunds, sem skilur eyjuna Amager frá Sjálandi. Árið 1167 lét Kaupmannahöfn árið 1587. Ladegárden árið 1840. Absalon erkibiskup reisa virki við bæinn Höfn, Sjálandsmegin við sundið. Höfn dafnaði, og árið 1443 var hún gerð að höfuðborg Danmerkur í stað Hróarskeldu áður. Borgir draga að sér auð og völd, en einnig eymd og fátækt. Utan borgarmúra Kaupmannahafnar miðaldanna var holdsveikrahæli, kennt við heilagan Jörgen og hét Sankt Jorgensgárd. Innan borgarmúranna var Klaustur heilags anda, þar sinntu munkar reglu heilags Ágústínusar fátækum og sjúkum. Á 16. öld voru fleiri fátækra- og sjúkraheimili stofnuð í Kaupmannahöfn. Loks voru þau sameinuð ásamt heimili heilags Jörgens í Fátækrastofnun heilags anda, sem fékk til umráða byggingar Fransiskusmunka í Kaupmannahöfn. Munkarnir voru nefndir grábræður eftir lit kuflsins, sem þeir báru. Klaustur þeirra var við Heilagsandakirkju í miðri höfuðborginni.44 Eftir siðaskiptin efldust stofnanir ríkisvaldsins. Veraldleg yfirvöld gleyptu mestallar eigur kirkjunnar og tóku nú í ríkara mæli við fátækrahjálp og komu á fót fátækrastofnunum og sjúkrahúsum. í valdatíð Kristjáns IV. (1588-1648) var nýr búgarður reistur fyrir hirðina ekki langt frá þeim stað, þar sem holdsveikrahælið Sankt Jorgensgárd hafði áður staðið. Þetta býli kallaðist „Ladegárden", en það varð síðar hersjúkrahús. Þegar skæðar farsóttir geisuðu, voru pesthús reist fyrir sjúka. Síðan voru þau ýmist strax rifin eða notuð sem skýli og vinnuhæli. Stórt pesthús hafði verið reist árið 1522 á Vesterfælled, ekki langt frá Vesterport niður við Kalvebostrand. Hér var fjölda veikra fátæklinga og annarra utangarðsmanna komið fyrir. Árið 1749 fékk þetta hæli ríkulega peningagjöf frá sterkefnuðum frönskum kaupmanni, sem flust hafði til Danmerkur. Kaupmaðurinn hét Claudi Rosset (1687-1767), og var hælið nú kallað Sankt Hans Hospital og Claudi Rossets Stiftelse. Árið 1768 LÆKNAblaðið 2010/96 Fylgirit 64 73
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.