Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2010, Blaðsíða 85

Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2010, Blaðsíða 85
]arl Alarik Hagelstam. Erkki Kivalo. Urho Kekkonen. Viðurkenningarorða þeirra, sem hlutu Alþjóðlegu Lenín verðlaunin jyrir að efla frið meðal þjóða. hefði veitt fjóra stóra laxa, en í raun mun hann lítið sem ekkert hafa getað tekið þátt í veiðunum vegna heilsunnar. Myndir, sem birtust af honum, þegar samferðamenn hjálpa honum upp í flugvélina á leið heim frá íslandi, vöktu grunsemdir. Astandinu var ekki lengur haldið leyndu, og í október 1981 sagði Kekkonen af sér af heilsufarsástæðum. I læknisfræðilegu áliti, undirrituðu af Pentti Halonen (1914-1983), prófessor í lyflæknisfræði við Háskólann í Helsinki og Erkki Kivalo, var ástæða afsagnarinnar sögð vera vaxandi einkenni almennrar æðakölkunar (arteriosclerosis universalis).74 Líklegt er, að vitræn skerðing hafi stafað af mörgum litlum heilaslögum vegna kölkunar heilaæða - vascular dementia. Tveimur árum áður en Kekkonen sagði af sér, voru honum veitt alþjóðleg friðarverðlaun Leníns. Banamein Vladímír Leníns hafði verið það sama og Kekkonens, en sjúkdómurinn kom fyrr fram hjá Lenín og gekk hraðar fyrir sig. Lenín var aðeins 53 ára gamall, þegar hann lést. Rússland og Sovétríkin — Framtíð mannkyns var svo björt75 76 Vladímír Iljítsj Úljanov (B;ia/uiMiip Mjiiai'i YjibHHOB 1870-1924),77 öðru nafni Lenín, fæddist í bænum Símbírsk í Rússlandi árið 1870.78 Foreldrar hans, Ilja Níkholajevítsj Úljanov (LIjii,h HnKOJiacmm y.ibHHOB 1831-1886) og Maríja Aleksandrovna Blank (Mapna A.neKcanApoBiia Bjiuhk 1835-1916), voru vel menntaðir og sæmilega efnum búnir. Þau hjón áttu fimm böm, og var Vladímír þriðja bam þeirra. Ættarsaga Leníns er flókin. Rætur föðurættarinnar lágu í Nízhníj Novgorod við Volgubakka (borgin kallaðist seinna Gorkíj). Þar kom saman fólk af margvíslegu þjóðerni. Föðurafi Leníns var af rússneskum ættum, en föðuramma hans var líklega Kalmyki eða Kírgízi. Föðurafinn lést um fimmtugt, líklegast úr heilaslagi, og faðir Leníns dó 55 ára einnig úr slagi. Móðurfaðir Leníns var læknir af gyðingaættum, en hann hafði kynnst eiginkonu sinni, þegar hann var við læknisfræðinám í St. Pétursborg. í hennar æðum rann þýskt blóð og sænskt. Aleksandr, bróðir Leníns, var fjórum árum eldri en hann. Aleksandr var tekinn af lífi vorið 1887, 21 árs gamall, vegna þátttöku í samsæri gegn keisaranum, en hann var þá við líffræðinám í St. Pétursborg. Þessi atburður hafði djúp áhrif á fjölskylduna. Haustið 1887 hóf Lenín nám í lögfræði við háskólann í Kazan, en hann var rekinn úr skólanum strax í árslok. Ekki er vitað til þess, að Lenín hafi brotið af sér, líklegra er, að skólayfirvöldum hafi ekki litist á að hafa bróður nýlíflátins samsærismanns í skólanum. Lenín lauk lögfræðiprófi utanskóla frá háskólanum í St. Pétursborg 22 ára gamall. Á háskólaárunum vaknaði áhugi hans á að umbylta LÆKNAblaðið 2010/96 Fylgirit 64 85
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.