Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2010, Blaðsíða 91

Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2010, Blaðsíða 91
Turners Lane Hospital í Filadelfiu. hersins skildu, að þessir særðu hermenn með heila- og taugaskaða þurftu sérmeðferð, og var því reist 400 rúma sjúkrahús fyrir þá í borginni Filadelfiu - Tumers Lane Hospital nefndist það. Þetta varð afdrifarík ákvörðun fyrir taugalæknisfræði í Bandaríkjunum, og hún er að miklu leyti að þakka lækninum William Alexander Hammond (1828-1900). Að loknu læknanámi 1848 hafði Hammond gengið í herinn, en hætt þar eftir nokkur ár vegna veikinda. Hann fór til Evrópu, kynnti sér hersjúkrahús, og eftir heimkomuna varð hann prófessor í líffæra- og lífeðlisfræði við læknaskólann í Maryland. í byrjun borgarastríðsins skráði hann sig í herinn á ný og tók að sér eftirlit með sjúkrahúsum hersins. Á árunum 1862 til 1864 var hann Surgeon General eða einskonar landlæknir Bandaríkjanna. Hammond fékk læknana Silas Weir Mitchell (1829-1914) og George R. Morehouse ( 1825-1905) til starfa á Turners Lane Hospital, en Hammond þekkti Mitchell, eftir að hafa leitað til hans sjálfur í veikindum sínum, þegar hann var í Filadelfiu. Urðu þeir góðir vinir, enda beindist áhugi beggja að hinu sama — lífeðlisfræðilegum tilraunum. Silas Weir Mitchell nam læknisfræði við Jefferson Medical College í Filadelfiu og lauk námi árið 1850. Hann fór til Parísar og hreifst af tilraunalífeðlisfræði Claude Bernards. Heim kominn byrjaði hann tilraunir með snákaeitur í þeim tilgangi að finna mótefni gegn því. Hammond tók þátt í þessum rannsóknum. Eftir að Mitchell hóf störf á Turners Lane Hospital beindist öll athygli hans að verkefnum, sem þar lágu fyrir. Hann ásamt Morehouse og lækninum William Williams Keen (1837-1932) unnu dag og nótt: „Keen, Morehouse, and I worked on at notetaking often as late as 12 or 1 at night, and when we got through walked home, talking over our cases ... The cases were of amazing interest. Here at one time were eighty epileptics, and every kind of nerve wound, palsies, choreas, stump disorders".92 Seinna sömdu þeir þrír bókina Gunshot Wounds and Other Injuries of Nerves. Eftir borgarastríðið sneri Morhouse sér að almennum stofurekstri í Filadelfiu, en Keen fór til Evrópu í framhaldsnám og varð seinna prófessor í handlækningum við Jefferson Medical College. Mitchell lýsti með mikilli nákvæmni þeim nístandi sársauka, sem úttaugaskaði getur valdið. Hann kallaði fyrirbærið „causalgia". Margir sjúklinganna höfðu misst útlimi, sem þeir fundu þó enn fyrir, þ. e. „phantom limb". Hann rannsakaði þetta fyrirbæri, og kallaði Hughlings Jackson niðurstöður hans „a magnificent work".93 Eftir borgarastríðið tók Mitchell þátt í uppbyggingu Philadelphia Orthopedic Hospital and Infirmary for Nervous Diseases. Þar starfaði hann, auk þess sem hann rak blómlegan prívat praxis. Á stofu sá hann mikið af taugaveikluðum sjúklingum, aðallega konum. Hann taldi, að besta leiðin til að lækna þessa sjúklinga, væri algjör hvíld eða svokölluð „rest cure". Meðferðin fólst í að taka sjúklingana úr sínu venjulega umhverfi, fá þá til að skrifa um lífsferil sinn, stunda léttar æfingar og gefa þeim rafmagnsmeðferð.94'96 Mitchell hélt áfram að skrifa bækur og greinar í taugalæknisfræði. Hann sótti um stöðu prófessors í lífeðlisfræði við Jefferson Medical College, en LÆKNAblaðið 2010/96 Fylgirit 64 91
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.