Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2010, Blaðsíða 95

Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2010, Blaðsíða 95
Jnmes jackson Putnnm. Samuel Gilbert Webber. Stanley Cobb. Professorship of Neuropathology). Eftirmaður Putnams á MGH var Edward Wyllys Taylor (1866-1932). Hann tók við stöðunni 1912, en eftir 1920 var staðan nefnd eftir Putnam (James Jackson Putnam Professorship of Neurology). Eins og Putnam hafði Taylor dvalið í Evrópu, þar sem hann varð fyrir miklum áhrifum frá Oppenheim í Berlín, og þar stundaði hann neuropathológískar rannsóknir. Eftir heimkomuna tók hann til starfa í neurológískum privat praxis, en byrjaði einnig fljótlega að byggja upp neuropathológíu við Harvard Medical School með hjálp Putnams og Bullards. Þegar hann settist í kennslustólinn í taugalæknisfræði, tók Elmer Ernest Southard (1876-1920) við neuropathológíudeildinni, og árið 1909 varð Southard fyrsti Bullard prófessorinn í neuropathológíu. Eftirmaður Taylors var James Bourne Ayer (1882-1963). Hann varð James Jackson Putnam prófessor í taugalæknisfræði 1926. Ayer hafði smitast af áhuga Southards og byrjaði á því að sérhæfa sig í meinafræði, áður en hann varð taugalæknir. Hann rannsakaði mænuvökva og lýsti ásamt öðrum, hvernig hægt er með ástungu að ná mænuvökva frá cisterna magna. Boston City Hospital (BCH) var opnaður árið 1864 við Massachusetts Avenue, á milli Albany Street og Harrison Avenue. Þetta var fyrsta borgarsjúkrahúsið í Bandaríkjunum og var ætlað láglauna verkafólki, en því hafði fjölgað mjög í Boston á þessum tíma. Sjúkrahúsið varð fljótlega kennsluspítali þriggja læknaskóla borgarinnar, þ.e. Harvard, Tufts og Boston University. Fyrsti vísirinn að taugalæknisfræði á BCH hófst með lækninum Samuel Gilbert Webber (1838-1926), en hann var eins og J. J. Putnam kallaður „electrician" vegna raflækninga sinna.99 Þegar læknaskólinn við Tufts University byrjaði í Boston árið 1893, varð Webber prófessor í taugalækningum á Tufts. Á BCH sáu Webber og Robert Edes (1838-1923) um taugalækningadeild með 21 rúmi og taugagöngudeild. Edes varð síðan Jackson prófessor í lyflæknisfræði við Harvard Medical School. Árið 1923 kom til álita á Harvard að stofna nýja prófessorsstöðu í taugalæknisfræði og hafa það fyrirkomulag á, að prófessorinn helgaði sig starfinu, þ.e. að vera yfirmaður deildarinnar, sjá um kennslu og rannsóknir. Nú voru góð ráð dýr, og peninga vantaði. Fínustu ættir í Boston voru Jacksonættin og Putnamættin, og til þeirra fínu taldist einnig Cobbættin. Stanley Cobb (1887- 1968) lærði læknisfræði í Harvard, en faðir hans var vinur David Linn Edsall, sem þá var Jackson prófessor í lyflæknisfræði.100 Edsall var árið 1923 einnig forseti læknaskólans, og það kom í hans hlut að finna lausn á málinu. Eftir að hafa lokið námi í læknisfræði við Harvard 1914 var Cobb eitt ár aðstoðarlæknir í taugaskurðlækningum hjá Harvey Cushing á Peter Bent Brigham sjúkrahúsinu í Boston. Hann fór síðan til Johns Hopkins háskólans í Baltimore og var þar í þrjú ár. Þar lagði hann stund á taugalífeðlisfræði, en var einnig aðstoðarlæknir hjá Adolf Meyer (1866-1950) á Henry Phipps geðdeildinni, sem var opnuð 1913 og var fyrsta geðdeildin í Bandaríkjunum á almennum spítala. Meyer vildi líta heildrænt á geðvandamál, hann kallaði stefnu sína „psychobiology". Með Cobb og Meyer tókst góð vinátta. Eftir að Cobb kom til Boston á ný 1919, gerðist hann leiðbeinandi í lífeðlisfræði, taugameinafræði og taugalæknisfræði við Har- vard Medical School. Þegar Southard dó 1920, varð Cobb lektor í neuropathológíu, síðan dósent, og árið 1923 var hann skipaður Bullard prófessor í neuropathológíu. Eins og svo margir var Cobb einnig í prívat rekstri. Hann hafði haft til LÆKNAblaðið 2010/96 Fylgirit 64 95
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.