Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2010, Blaðsíða 97

Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2010, Blaðsíða 97
Abraham Flexner Harold G. Wolff. Derek Ernest Norman Gesclnvind. Denny-Brown. Nýtt lyf fyrir flogaveika var fundið. Eftirmaður Putnams á BCH var Nýsjálendingurinn Derek Ernest Denny-Brown. Hann kom frá National Hospital í London. Eftir læknapróf á Nýja-Sjálandi fór Denny-Brown til Charles Scott Sherrington (1857-1952) í Oxford á Englandi. Þar lýsti hann fyrstur rafeiginleikum hreyfieiningar vöðva, sem Sherrington hafði skilgreint. Síðan fékk hann þjálfun í taugalæknisfræði á National Hospital í London. Norman Geschwind (1926-1984) tók við af Denny-Brown 1969. Geschwind hafði sérstaklega áhuga á vitrænum breytingum eftir heilaskaða og endurvakti hugtak Wernickes, Liepmanns og Lichtheims um „Leitungsstörungen", sem hann nefndi „dysconnection syndromes" eins og áður hefur komið fram. Ahrif hans á nútímataugavísindi eru mikil, en skóli hans kennir sig við „behavioral neurology". Bandaríska taugalæknafélagið, The American Neurological Association, var stofnað 1875. Helsti hvatamaður þess var William Alexander Hammond. í byrjun var félagafjöldimt 35, og á fyrsta fundinn mættu 18. Þar kynnti Hammond sjúkratilfelli, mann með athetosis (hægfettur), en orðið var nýtt þá og frá honum komið. Nýr umsækjandi um inngöngu í félagið var samþykktur. Þetta var George Miller Beard (1839-1883). Hann hafði þá nýlega lýst sjúkdómi, sem hann kallaði „neurasthenia".103 Sjúkdómurinn einkenndist af þreytu, kvíða, höfuðverk, getuleysi, taugaverkjum og þunglyndi. Beard þótti líklegt, að þetta orsakaðist af streitu nútímaborgarlífs og taldi sjúkdóminn sérstaklega algengan í Ameríku. Samkvæmt Beard voru raflækningar kjörmeðferðin, en Silas Weir Mitchell mælti með „rest cure". Charcot las bók Beards frá 1880 - A Practical Treatise on Nervous Exhaustion (Neurasthenia), og lýsing einkenna þar kom vel heim við kvartanir margra sjúklinga, sem hann sá á stofu.104 Neurasthenia er í flokki taugaveiklunarraskana samkvæmt alþjóðlegum flokkunaraðferðum lækna. Sjúklingar með taugaveiklun leita nú til dags yfirleitt til geðlækna frekar en til taugalækna. Þetta má rekja til breytinga, sem urðu á geðlæknisfræði í og eftir fyrri heimsstyrjöld. Geðlæknisfræðin varð til, þegar læknar tóku að sjá um þá ólánsömu einstaklinga, sem þurftu að leggjast inn á geðveikrahæli. Hlutverk geðlæknisins á MGH, áður en Cobb setti upp sína deild þar, var að ákveða, hverjir þyrftu að fara á hæli. Geðveikrahæli voru fá í Bandaríkjunum fyrir 1800. Árið 1861 voru þau 48 og flest rekin fyrir opinbert fé. Fjöldi sjúklinga á þessum hælum var þá um 8500 eða um einn af hverjum 3000 íbúum Bandaríkjanna.105 Árið 1904 var sjúklingafjöldinn kominn upp í 150000 eða einn af hverjum 500 íbúum í landinu.106 Geðlæknarnir, sem unnu á þessum geðveikrahælum, kölluðust „alienistar". Orðið kemur frá Frakklandi, en fyrir tilstuðlan Pinels var um aldamótin 1800 farið að kalla geðveiki þar „aliénation mental" í stað „folie". „Aliénation" hefur verið þýtt sem „firring", og merkir því „aliénation mental" nokkurn veginn það sama og „vitfirring". Félag bandarískra geðlækna, The Association of Medical Superintendents of American Institutions, var stofnað 1844. Nafninu var breytt árið 1892 í American Medico-Psychological Association, og 1921 fékk það heitið American Psychiatric Association. Árið 1894 var Silas Weir Mitchell boðið að ávarpa American Medico-Psychological Association á 50 ára afmæli samtakanna. Mitchell gagnrýndi geðlækna harðlega fyrir stöðnun, einangrun frá öðrum sérgreinum læknisfræðinnar, skort á aðstoðarlæknum og þær vondu venjur, LÆKNAblaðið 2010/96 Fylgirit 64 97
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.