Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2010, Blaðsíða 98

Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2010, Blaðsíða 98
George Miller Beard. Adolf Meyer. Thomas William Salmon. skriffinnsku og valdabaráttu, sem einkenndi starfsgreinina. Þessi ræða annars upphafsmanns taugalæknisfræðinnar í Bandaríkjunum fór illa í taugar geðlæknanna, sem ásökuðu Mitchell um vanþekkingu á starfi og fræðum alienista. En fleiri gerðu sér grein fyrir slæmu ástandi geðlæknisfræðinnar. Einn þeirra var Adolf Meyer, lærifaðir og vinur Stanley Cobbs. Hann var frá Sviss, en kom til Bandaríkjanna 26 ára gamall árið 1892. Hann hafði lært geðlæknisfræði og neuropathológíu hjá August Forel (1848-1931) og Constantin von Monakow (1853-1930) á Burghölzli geðsjúkrahúsinu fyrir utan Zurich. í Bandaríkjunum byrjaði hann sem meinafræðingur, en sneri sér síðan að geðlæknisfræði. Hann taldi breytingar nauðsynlegar, en trúði hvorki á breytingahugmyndir Griesingers eða Kraepelins í Evrópu. Það fyrsta, sem honum datt í hug að gera til að laga ástandið, var að breyta nafni greinarinnar úr alienism í psychiatry að evrópskri fyrirmynd og um leið að reyna að fella undir greinina fleiri vandamál en alvarlega geðveiki. Geðlæknar áttu að hafa sérkunnáttu í að hjálpa taugaveikluðu fólki, sem hingað til hafði helst leitað til prívat praktíserandi taugalækna eins og þeirra Mitchells, Beards, Möbius og Freuds. Líkt og nútímataugalæknisfræði varð til í Bandaríkjunum í borgarastríðinu, þá varð nútímageðlæknisfræði til í stríðsátökum fyrri heimsstyrjaldarinnar. Thomas William Salmon (1876-1927) hafði í starfi sínu sem heimilislæknir fengið áhuga á smitsjúkdómum. Hann varð smitsjúkdómalæknir fyrir geðsjúkrahús í New York og var síðan fenginn til að verða yfirmaður nefndar um andlegt heilbrigði, National Committee for Mental Hygiene. Eftir að hann hafði athugað andlegt ástand hermanna frá vígvöllunum, taldi hann, að hin skörpu skil á milli geðlækna og taugalækna væru óæskileg. Því var stofnuð taugageðdeild, Department of Neuropsychiatry, innan hersins, þar sem neurológum og alienistum var kennd hin nýja meyerska psykobíológía. Eftir stríðið hélt þessi þróun áfram. Smitsjúkdómalæknirinn Thomas Salmon varð prófessor í geðlæknisfræði við Columbia University, og seinna varð hann forseti bandarísku geðlæknasamtakanna. Þannig varð það, að alienistar breyttust í psykiatrista fyrir milligöngu neurológa.107 Lokaorð í sögu taugalæknisfræðinnar eins og hún hefur verið rakin hér kemur fram, að greinin á rætur í mörgum sviðum læknisfræðinnar, en einkum í lyflæknisfræði, taugalíffærameinafræði og taugalífeðlisfræði. í Frakklandi og Bretlandi varð taugalæknisfræði að sjálfstæðri sérgrein nokkuð átakalaust. Hins vegar var gangur mála erfiðari í Þýskalandi vegna ásetnings akademískra geðlækna þar að byggja geðlæknisfræði á taugameinafræðilegum grundvelli, Gehirnpatho- logie. Til að framfylgja þessari stefnu þurftu þeir sjúklinga með heilamein. Togstreita myndaðist milli geðlækna og taugalækna, bæði um sjúklinga og rannsóknaraðstöðu. Lausn þýskra geðlækna var að sameinast taugalæknum. Svipaðri stefnu var fylgt í Danmörku og Finnlandi, en geðlæknar komu lítið við sögu taugalækninga í Noregi og Svíþjóð. í Rússlandi voru þýsk áhrif töluverð, en taugalæknisfræði varð samt snemma sjálfstæð þar í landi, óháð lyflækningum og geðlæknisfræði. í Bandaríkjunum þróaðist taugalæknisfræðin innan lyflæknisfræðinnar, en vegna mikilvægis prívat praxis í Bandaríkjunum, urðu taugalæknar einnig sérfræðingar í meðhöndlun taugaveiklunar, það sem nú kallast „psýkíatría minor". Sama gilti 98 LÆKNAblaðið 2010/96 Fylgirit 64
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.