Bæjarins besta


Bæjarins besta - 04.01.2007, Blaðsíða 2

Bæjarins besta - 04.01.2007, Blaðsíða 2
FIMMTUDAGUR 4. JANÚAR 20072 Þennan dag árið1914 voru lög um notkun bifreiða stað- fest. Enginn mátti stýra bifreið nema hann væri „fullra 21 árs að aldri“. Í þéttbýli mátti ökuhraði aldrei vera meira en 15 km á klukkustund en 35 km utan þéttbýlis. Dagurinn í dag 4. janúar 2007 – 4. dagur ársins Fjórði elsti íbúi landsins Tíu Íslendingar á lífi eru á aldrinum 101-104 ára en þar af er einn Ísfirð- ingur, Torfhildur Torfa- dóttir, sem er fjórði elsti Íslendingurinn og fædd 24. maí 1904, og því ríf- lega 102 og hálfs árs gömul. Elsti Íslendingur- inn er Kristín Guðmunds- dóttir í Hafnarfirði, sem fædd er 11. maí 1902 og er því 104 ára. Næst elstur er Freysteinn Jónsson, og þá Þuríður Samúelsdóttir. Þetta kemur fram á lang- lífisvefnum. Í lok ársins 2006 eru alls 33 Íslendingar á aldr- inum 100-104 ára og mun þetta með meira móti. Fram kemur að óvenju lítil nýliðun verði í þessum hópi á næstunni enda séu einungis 15 manns á lífi 99 ára. „Hins vegar hafa aldrei verið fleiri 98 ára á lífi eða 44. Þess má geta að fyrir aldarfjórðungi voru þrettán Íslendingar á lífi sem höfðu náð hundr- að ára aldri. Fyrir hálfri öld voru þeir fimm“, segir á langlífisvefnum. – eirikur@bb.is Reksturinn lítið eitt neikvæður Rekstur Súðavíkurhrepps og stofnana hans án fjár- magnsliða og afskrifta verður lítið eitt neikvæður á þessu ári, gangi áætlanir eftir. Tekjur samstæðu- reiknings A og B hluta eru áætlaðar tæplega 137 m.kr. og útgjöld litlu meiri, eða ríflega 137,5 m.kr. Sé tekið tillit til fjármuna- tekna, fjármagnsgjalda og afskrifta verður rekstrar- niðurstaða hreppsins aftur á móti jákvæð um 9,2 m.kr., gangi áætlanir eftir. Fjárhagsáætlunin var tekin til seinni umræðu á fundi sveitarstjórnar fyrir áramót og var hún sam- þykkt samhljóða. Áætlað er að framkvæma fyrir ríflega 10 milljónir króna á næsta ári. Sex námsmeyjar fengu styrk úr Minningarsjóði Gyðu Maríasdóttur Sex vestfirskar konur fengu 200.000 króna styrk úr Minn- ingarsjóði Gyðu Maríasdóttur á föstudag. Þær eru þær Judith Amalía Jóhannsdóttir sem stundar hönnunarnám í Iðn- skólanum í Reykjavík en stefnir á gullsmíðanám, Dag- ný Þrastardóttir sem stundar nám í hönnun með áherslu á föt og búninga í Iðnskólanum í Reykjavík, Sif Huld Alberts- dóttir sem stundar nám í Iðn- skólanum í Hafnarfirði á hönnunar- og listnámsbraut, Hafdís Pálsdóttir sem er við nám í tónlistardeild Lista- háskóla Íslands, Þórunn Arna Kristjánsdóttir sem er á leik- arabraut í Listaháskólanum, Magdalena Sigurðardóttir sem stundar nám í hönnun og arkitektúr við Århus Arki- tekteskole í Danmörku og Friðgerður Guðmundsdóttir sem nemur vöruhönnun í hönn- unardeild Listaháskólanum. Í ár bárust stjórn sjóðsins sjö umsóknir en einni var hafnað. Afhendingin fór fram í Edinborgarhúsinu á Ísafirði. Gyða Maríasdóttir veitti Húsmæðraskólanum Ósk á Ísafirði forstöðu frá 1924 og til dauðadags árið 1936. Gamlir nemendur Gyðu stofn- uðu sjóð til minningar um hana á fimmtíu ára afmæli skólans árið 1962. Í fyrstu var hlutverk sjóðsins að styrkja stúlkur frá Ísafirði eða nær- sveitum til náms í heimilis- fræðum eða skyldum greinum en nú er markmið hans að veita vestfirskum konum náms- styrki og styrkja starfsemi á sviði menningar og lista. Á árinu 2006 hafa alls 34 konur hlotið styrk úr sjóðunum og sumar oftar en einu sinni. Formaður sjóðsstjórnar er Sigrún Guðmundsdóttir, kenn- ari á Ísafirði, tilnefnd af Kven- félaginu Ósk, en aðrir í stjórn eru Inga Á. Karlsdóttir, Lands- bankastjóri á Ísafirði, og Ingi- björg Guðmundsdóttir, skóla- meistari Menntaskólans á Ísa- firði. – thelma@bb.is Fjórar af sex námsmeyjum taka við styrknum. 17,3% fækkun íbúa í Bolungarvík á níu árum Íbúum Ísafjarðarbæjar hef- ur fækkað um 297 frá árinu 1997, eða úr 4.395 í 4.098. Telst þetta fækkun upp á 6,8%. Á sama tímabili hefur Bol- víkingum fækkað úr 1.094 í 905, eða um 189 manns. Það er fækkun upp á 17,3%. Íbú- um í Reykhólahreppi hefur fækkað úr 335 í 251, um 84 manns eða um 25,8%. Íbúum í Tálknafjarðarhreppi hefur fækkað úr 327 í 292, um 35 manns eða 10,8%. Íbúum Vesturbyggðar hefur fækkað um 311 manns, úr 1.248 í 937, eða um 25% á tímabilinu. Íbúum Súðavíkurhrepps hefur fækkað úr 277 árið 1997, í 229 í ár, um 48 manns eða um 17,3%. Íbúum Árnes- hrepps hefur fækkað úr 74 í 50, íbúum Kaldrananeshrepps úr 142 í 101 og íbúafjöldi Bæj- arhrepps stendur í stað í 100. Árið 1997 var Strandabyggð tvö bæjarfélög, Hólmavíkur- hreppur og Broddaneshrepp- ur, og töldu þeir samanlagt 593 íbúa. Í ár telur sameinuð Strandabyggð 507 íbúa, og hefur því fækkað á svæðinu um 86 manns. – eirikur@bb.is Íbúum Bolungarvíkur hefur fækkað um 189 manns á níu árum. Miklar framkvæmdir fyrirhugað- ar í Súðavíkurhreppi á næsta ári Miklar framkvæmdir eru fyrirhugaðar í endurbyggingu og endurbótum á sjóvörnum í Súðavíkurhreppi á næsta ári. Samkvæmt framkvæmda- áætlun er á árinu 2007 gert ráð fyrir endurbyggingu grjót- varnar innan á svokölluðum Suðurgarði á um 100 metra kafla, endurbótum á sjóvörn í Vigur og gerð sjóvarna við Langeyrartjörn, auk þess sem grjótvörn norðan Súðavíkur- hafnar við enda Njarðarbraut- ar verður kláruð. Aðspurður um fjármögnun þessara framkvæmda segir Ómar Már Jónsson, sveitar- stjóri í Súðavík, að endur- bygging á Suðurgarði sé að 75% greidd af ríkinu, en aðrar framkvæmdir að 88%. Framkvæmdaáætlunin var tekin fyrir á fundi sveitar- stjórnar í síðustu viku. Fund- armenn sáu ástæðu til að fagna þeim framkvæmdum sem fyr- irhugaðar eru á árinu, en töldu einnig mikilvægt að gerð flot- bryggju við Suðurgarð sem áætluð er árið 2009 verði flýtt til ársins 2007. Að öðru leyti var áætlunin samþykkt sam- hljóða. – hbh Álfabrenna í Bolungarvík Álfabrenna verður haldin í Bolungarvík næstkomandi laugardagskvöld og hefst hún klukkan 20. Álfabrennur hafa verið til skiptis á Ísafirði og í Bolungarvík undanfarin ár og að þessu sinni er hún í höndum Bolvíkinga. Brennan fer fram á gamla malar- vellinum við Hreggnasa. Mikið verður um dýrðir og munu Jólasveinarnir og foreldrar þeirra, þau Grýla og Leppalúði, heilsa upp á gesti. Eins og nafn brennunnar ber með sér verða álfar einnig á svæðinu og púkarnir frændur þeirra verða eflaust ekki langt undan. Tónlist skipar stórann sess í dagskránni og stiginn verður dans.

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.