Bæjarins besta


Bæjarins besta - 04.01.2007, Síða 5

Bæjarins besta - 04.01.2007, Síða 5
FIMMTUDAGUR 4. JANÚAR 2007 5 Frítt fyrir börn á afmælisári Árbæjar? Baldur Smári Einarsson bæjarfulltrúi í Bolungarvík hefur lagt fram tillögu þess efnis að ókeypis verði fyrir börn í íþróttamiðstöðina Árbæ í Bolungarvík í ár í tilefni 30 ára afmæli Árbæjar. Tillaga Baldurs Smára er svohljóðandi: „Sundlaug Bolungarvíkur fagn- ar 30 ára afmæli á næsta ári. Af því tilefni vilja bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja til eftirfarandi breytingar á gjaldskrá Íþróttamiðstöðvarinnar Árbæjar. Börn yngri en 16 ára fái frían aðgang að Sundlaug Bolungarvíkur árið 2007.“ Samþykkt var í einu hljóði að vísa gjaldskrárumræðu 2007 til síðari umræðu með tillögu Baldurs innanborðs. Tvö banaslys á árinu 2006 Tvö banaslys urðu á Vestfjörðum á síðasta æari. Þetta kemur fram í samantekt Umferðarstofu sem birt er á vef stofnunarinnar. Í öðru slysinu lést ökumaður bifreiðar en í hinu var ekið á fótgangandi vegfarenda. Þá hafa orðið þrjú önnur alvarleg umferðarslys, eitt í Bolungarvík, annað á Ísafirði og það þriðja í botni Bitrufjarðar á Ströndum. Alls létust 30 í 27 slysum á Íslandi á árinu 2006. Þá slösuðust130 alvarlega í 112 slysum. Sýknaður af ákæru fyrir að koma fyrir gasbyssu á Breiðafjarðareyju Héraðsdómur Vestfjarða hefur sýknað mann af ákæru fyrir að koma fyrir gasbyssu á eyju á Breiðafirði og hleypa af henni í þeim tilgangi að fæla erni frá hreiðurstæði í hólmanum og hindra þá í að verpa þar. Taldi lögreglustjór- inn á Patreksfirði, að þetta bryti gegn lögum um vernd, friðun og veiðar á villtum fugl- um og villtum spendýrum. Dýravistfræðingur hjá Nátt- úrufræðistofnun Íslands kærði málið til lögreglu í apríl á síð- asta ári og var byssan fjarlægð úr eyjunni í kjölfarið. Um var að ræða gasbyssu, sem hægt var að stilla þannig að hún gæfu frá sér hljóð sem minntu á byssuskot og eru gjarnan notaðar til að fæla fugla. Dýra- vistfræðingurinn taldi einsýnt að byssunni hefði verið komið fyrir til þess að koma í veg fyrir að ernir gætu orpið í hólminum. Fram kom í kærunni að í eyjunni hefði þetta vor verið byggt upp arnarhreiður, en við eftirlitsflug Náttúrufræðistofn- unar Íslands umræddan dag hefði engan örn verið að sjá í hólminum. Einn örn hefði hins vegar sést á flugi á svæðinu. Eigandi byssunnar gaf skýr- slu hjá lögreglu þar sem hann sagðist eiga bæði byssuna og gaskútinn og hefði komið búnaðnum upp til að fæla burt svartbak og flökkuerni úr æðarvarplandi. Taldi maður- inn sig hafa verið í fullum rétti til að setja byssuna upp í hólminum og lýsti því yfir að honum væri ekki kunnugt um að örn hefði nokkru sinni orp- ið í eyjunni. Fyrir dómi sagðist maðurinn vera þess fullviss að örn hefði aldrei orpið í eyj- unni. Þar æri hins vegar set- staður arna, staður þar sem ernir sætu mikið á haustin og að vetrinum. Dómurinn segir í niður- stöðu sinni, að nokkrar líkur standi til þess að hreiðurstæði arnar hafi verið í eyjunni þegar gasbyssan var sett þar upp. Því fari hins vegar fjarri að þær líkur séu svo sterkar að talið verði sannað gegn neitun mannsins, svo hafið verði yfir skynsamlegan vafa. Maðurinn var því sýknaður af ákærunni. Körfuknattleiksfélag Ísafjarðar fékk nýjan leikmann um áramótin „KFÍ styrktist um ára- mótin þegar Robert M. Williams bættist á leik- mannalista okkar. Leikmaður þessi er fjölhæfur og getur spilað flest allar stöður á vellin- um“, segir í frétt á kfi.is. Robert tekur þátt í fyrsta leik ársins hjá KFÍ gegn Stjörnunni annað kvöld í íþróttahúsinu á Torfnesi. – thelma@bb.is Nýr leik- maður KFÍ 233 milljónir til Vestfjarða vegna lækkunar tekna af fasteignaskatti Ráðgjafanefnd Jöfnunar- sjóðs sveitarfélaga hefur skil- að inn tillögum að úthlutun á framlögum til sveitarfélaga til að jafna tekjutap sveitarfélaga vegna lækkunar tekna af fast- eignaskatti á árinu 2007. Rúm- lega 233 milljónir fara til sveit- arfélaga á Vestfjörðum byggt á ársáætlun á grundvelli for- senda ársins 2006. Þar af er Ísafjarðarbær með 112 millj- ónir og Bolungarvík fær rúm- lega 25 milljónir. Reykhóla- hreppur fær rúmar 10 milljónir og Tálknafjarðarhreppur fær 7 milljónir. Vesturbyggð fær 42 millj- ónir, Súðavíkurhreppur 12,5 milljónir, Árneshreppur fær út- hlutað 3,6 milljónum, Kaldr- ananeshreppur fær rúmar 3 milljónir, Bæjarhreppur fær 1,7 milljónir og Strandabyggð fær rúmlega 14 milljónir. Ákveðinn hluti framlaga Jöfn- unarsjóðs til sveitarfélaganna er hugsaður til að mæta tekju- tapi sveitarfélaga í kjölfar breytinga á álagningarstofni fasteignaskatts frá því 2001. Samþykkti nefndin tillögu að áætlun um úthlutun framlaga vegna lækkaðra fasteigna- skattstekna á árinu 2007 að fjárhæð 2.117 m.kr. Þá greiðir Jöfnunarsjóður sveitarfélögunum framlag fyrirfram sem nemur 60% af framlagi næstliðins árs. Greið- slan er innt af hendi með fimm jöfnum greiðslum mánuðina febrúar til júní. Þegar útreikn- ingur framlaga liggur fyrir greiðir sjóðurinn sveitarfélög- um endanlegt framlag ársins að frádreginni fyrirframgreið- slu. – thelma@bb.is Samkvæmt tillögu ráðgjafarnefndar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga fá sveitarfélög á Vest- fjörðum 233 milljónir í framlög vegna lækkunar tekna af fasteignaskatti á árinu 2007. Fyrri umræða fjárhagsáætl- unar fyrir árið 2007 fór fram á fundi bæjarstjórnar Bolung- arvíkur undir lok ársins. Stefnumótandi atriði nýrrar fjárhagsáætlunar eru eftirfar- andi: Ný starfsmannastefna, sem samþykkt var í haust í bæjarstjórn, sem mun skila sér í aukinni ábyrgð og frelsi for- stöðumanna stofnana bæjar- ins. Stefnt að því að kynna nýtt skipurit samhliða endur- skoðun á stofnunum bæjarins. Rekstur stofnana verður tek- inn út með það fyrir augum að hægt sé að tryggja íbúum áfram hátt þjónustustig. Sérstaklega er verið að skoða félagsþjónustu og fé- lagsstarf, markaðsmál auk tónlistarskóla. Að auki verður hækkun tekjuviðmið vegna heimaþjónustu í 150.000 kr. fyrir einstaklinga og 195.000 kr. fyrir hjón og sambúðar- afsláttarkort fyrir börn vegna íþrótta- og tómstundastarfs en stefnt er að því að afsláttar- kortin verði tekin í gagnið við upphaf skólaársins 2007-2008. Aukin áhersla á íbúalýð- ræði, gegnsæi stjórnsýslunnar og aðgang að þjónustu. Íbúa- þing vegna aðalskipulags- gerðar verður haldið 10. febr- úar 2007. Pésinn Upplýsingarit bæjarins gefinn út á 6 vikna fresti fram að sum- arfríum. Rafræn stjórnsýsla tekin upp á bæjarskrifstofu og stefnt að því að hægt verði að nálgast umsóknareyðublöð og upplýsingar rafrænt fyrir lok árs 2007. Sameining tæknideilda Bol- ungarvíkurkaupstaðar og Ísa- fjarðarbæjar með áherslu á eignarsjóð og staðbundna þjónustu við íbúa sveitarfé- lagsins. – thelma@bb.is fólk. Leitað verður eftir auknu samstarfi við heilbrigðisráðu- neytið um þátttöku ráðuneyt- isins í heimaþjónustu í sveitar- félaginu. Samkvæmt upplýs- ingum frá heilbrigðisráðu- neytinu er gert ráð fyrir aukn- ingu um 1.5 stöðugildi við Heilbrigðisstofnun Bolungar- víkur vegna flutnings á fram- kvæmdastjórastöðu. Fyrsti áfangi að gjaldfrjáls- um leikskóla fyrir 5 ára börn með 25% afslætti leikskóla- gjalda frá 1. ágúst 2007. Vinnu- hópur mun skila tillögum um Bolungarvík. Aukin áhersla lögð á íbúalýðræði í Bolungarvík

x

Bæjarins besta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.