Bæjarins besta


Bæjarins besta - 04.01.2007, Blaðsíða 6

Bæjarins besta - 04.01.2007, Blaðsíða 6
FIMMTUDAGUR 4. JANÚAR 20076 Útgefandi: H-prent ehf., kt. 600690-1169, Sólgötu 9, 400 Ísafjörður, sími 456 4560, fax 456 4564 · Ritstjóri: Sigurjón J. Sigurðsson, sími 892 5362, bb@bb.is · Blaðamenn: Eiríkur Örn Norðdahl, símar 456 4694 og 845 2685 eirikur@bb.is – Thelma Hjaltadóttir, símar 456 4693 og 849 8699, thelma@bb.is – Anna Sigríður Ólafs- dóttir, símar 456 4680 og 860 6062, annska@bb.is · Ritstjóri netútgáfu bb.is: Sigurjón J. Sigurðsson · Ljósmyndari: Halldór Sveinbjörnsson, sími 894 6125, halldor@bb.is · Ábyrgðarmenn: Sigurjón J. Sigurðsson og Halldór Sveinbjörnsson · Lausasöluverð er kr. 300 eintakið með vsk. Veittur er afsláttur til elli- og örorkulíf- eyrisþega. Einnig sé greitt með greiðslukorti. · Önnur útgáfa: Ferðablaðið Á ferð um Vestfirði. · ISSN 1670 - 021X Litið um öxl Ritstjórnargrein Togaraútgerðin stöðvast vegna hallarekstrar Á þessum degi fyrir 49 árum Ástandið í útvegsmálum er um þessar mundir hið alvarleg- asta. Í mörgum stærstu verstöðvunum hefur samkomulag LÍÚ við sjávarútvegsmálaráðherra ekki ennþá verið samþykkt og í sumum hefur því beinlínis verið hafnað, að því er kauptrygg- ingu sjómanna. Hjá togaraútgerðinni ríkir fullkomið vandræða- ástand. Hélt Félag íslenskra botnvörpuskipaeiganda fund í fyrradag til þess að ræða þessi mál og var þar samþykkt að skýra sjávarútvegsmálaráðherra frá því að það væri eindregin skoðun fundarins að togaraflotinn myndi stöðvast mjög fljót- lega ef ekki fengist stórlega bættur rekstrargrundvöllur skipanna frá því sem var á sl. ári. Ennfremur samþykkti fundurinn að engar líkur væru til þess að útgerðin gæti haldið áfram nema sérstök aðgerð yrði veitt vegna hallarekstrar sl. árs. Þessi tillaga mun hafa verið samþykkt með samhljóða atkvæði allra þeirra félaga í Félagi íslenskra botnvörpuskipa- eigenda sem til hefur náðst. Til ritstjóra Bæjarins besta, Sigurjóns J. Sigurðssonar Sólgötu 9, 400 Ísafjörður Var að lesa opnuviðtalið við Kristján Frey Halldórsson í 52. tbl. 23. árgangs Bæjarins besta. Ég verð að segja eins og er að mér brá þegar ég las eftirfarandi: „Tillögur meiri- hlutans stíluðu inn á það sem mér fannst vera keypt niður- staða frá VST um að grunn- skólinn ætti heima í Norður- tangahúsinu.“ Þarna er farið algjörlega með rangt mál og vísum þess- um fullyrðingum til föðurhús- anna. VST var alls ekki beðið um neina skýrslu um þetta tiltekna mál. VST tók enga afstöðu í þessu máli og átti engan þátt í því á nokkurn hátt. Var ekki beðin um það né óskaði eftir því. Að halda svona löguðu fram um fyrirtæki í þeim geira sem VST starfar í, er í raun heimsku- legt af þeim sem það gerir og þarf varla að skýra það nánar. Hver vill skipta við verk- fræðistofu sem vinnur svona? Er líklegt að þeir sem óska eftir fyrirfram gefinni niður- stöðu treysti viðkomandi verk- fræðistofu? Ég mundi ekki gera það og ég reikna ekki með að Kristján Freyr Hall- dórsson mundi gera það. Hvaða verkfræðistofa mundi kasta trausti viðkiptavina sinna frá sér með því að taka þátt í svona athæfi? Engin. Að halda þessu fram er alvarleg aðdróttun um að ekki sé heiðarlega staðið að verk- um hjá stofunni. Það þykir okkur leitt og lítum mjög alvarlegum augum. Þess er krafist að ábyrgða- maður Bæjarins besta birti á áberandi stað í næsta tölublaði blaðsins, yfirlýsingu um að þarna var farið alrangt með, hvort sem það er vegna mis- mælis, misritunar, annarlegra ástæðna eða einhvers annars. Árni Traustason, útibús- stjóri Verkfræðistofu Sigurð- ar Thoroddsen hf (VST). Athugasemd vegna viðtals við Kristján Frey Halldórsson Styrkja rekstur miðstöðvar Súðavíkurhreppur styrkir á næsta ári rekstur miðstövar á Vestfjörðum fyrir fólk sem býr við skert lífsgæði. Var þetta ákveðið á fundi sveitarstjórnar í síðustu viku. Samkvæmt beiðni frá forsvarsmönnum miðstöðvarinnar var farið fram á 15 þúsund króna framlag á mánuði næsta ár, samtals 180 þúsund krónur. Samþykkti sveitarstjórn að veita verkefninu styrk að fjárhæð 72 þúsund krónur á næsta ári. Magnús Reynir ráðinn framkvæmdastjóri Magnús Reynir Guðmundsson, bæjarfulltrúi Frjálslynda flokksins í Ísafjarðarbæ, hefur tímabundið verið ráðinn framkvæmdastjóri flokksins, en eins og sagt hefur verið frá er Margrét Sverrisdóttir komin í launað leyfi sem framkvæmdastjóri án vinnuskyldu. Gerðist það í kjölfar deilna í flokknum vegna stefnu í innflytjendamálum. Magnús Reynir hefur verið ráðinn fram yfir landsfund sem haldinn verður 27. janúar næstkomandi, en þá stendur til að endurmeta stöðuna. Sveitarstjórn Súðavíkur- hrepps hefur samþykkt að gera ekki athugasemdir við fyrir- hugaða sölu fasteigna Frosta hf. til Hraðfrystihússins – Gunnvarar. Fyrir liggur tilboð í fasteignirnar sem liggja við Njarðarbraut 1, 3 og 5 í Súða- vík. Þá er sveitarstjórn kunn- ugt um áhuga nokkurra ein- staklinga til að eignast ofan- greindar fasteignir, en telur sig ekki hafa forsendur til að taka afstöðu gagnvart öðrum tilboðum en því sem fyrir ligg- ur. Eins og sagt var frá á sínum tíma var Frosti hf. stofnaður um rækjuveiðar og –vinnslu sem áttu þá mjög undir högg að sækja alls staðar á landinu vegna aflabrests. Veiðar og vinnsla á rækju lögðust síðar af í Súðavík. „Í framhaldi af því fóru í gang viðræður við lánadrottna og er verið að leysa úr þeim málum eins vel og hægt er. Eitt af þeim verkum sem ráðist var í og samkomulag var um, var að taka húsið sérstaklega út úr rekstrinum og gera það sjálfbært með leigutekjum“, segir Ómar Már Jónsson, sveitarstjóri í Súðavík. Tillaga um að gera ekki athugasemdir við söluna var samþykkt með fjórum at- kvæðum sveitarstjórnarmanna, en einn sat hjá. – hbh Gerir ekki athugasemdir við sölu fasteigna Frosta til HG Skæður vargur í Súgandafirði Helga Guðný Kristjánsdótt- ir og Björn Birkisson, bændur að Botni í Súgandafirði, komu að ær sinni illa útleikinni eftir tófu rétt fyrir áramótin. Aðeins framparturinn var eftir af skepnunni svo ætla má að rebbi hafi fengið þar góða jóla- steik. „Tófan hefur byrjað að éta kindina aftan frá og var búin með lærið, búin með lundirnar og komin upp að rifjum. Þetta var lamb síðan í vor“, segir Helga Guðný. Hún segir að mikið sé af tófu á svæðinu sem valdi mikl- um skaða. „Tófan er orðin svo skæð að hún er nærrum búin að útrýma mófuglinum og þegar hún kemst í varp er eins og sprengju hafi verið varpað þar svo mikill er skaðinn. Sveitarfélögin þurfa að leggja meira fé í að útrýma varginum því það er ekki bara fé bænda og fuglalífinu sem hún veldur skaða heldur lífríkinu í heild. Þá er einnig mikið að mink hér sem er ekki síður skaðleg- ur.“ Þá rakst heimilisfólkið á Botni á tvær veturgamlar kindur og varð önnur þeirra svo hrædd við hund að hún tók á sprett og stökk fram af klettunum út í sjó. „Stundum verða kindurnar svo hræddar að þær stökkva út í sjó og synda þar til þær drukkna. Við vorum nú svo heppin að þessi ær áttaði sig og kom í land þar sem við gátum ná henni.“ – thelma@bb.is Það var ljót sjón sem beið heimilisfólksins á Botni. Mynd: Jón Víðir Njálsson. Eftir fremur rysjótt tíðarfar það sem af er vetri kvaddi árið með hefðbundnu gamlárskvöldsveðri sem og gerði lands- mönnum kleift að bæta fyrra met í fírverkinu um fimmtung. Var þó síður en svo við litla viðmiðun að ræða. Enn eitt heimsmetið sem Íslendingar eiga var bætt. En fátt er svo með öllu illt að ei boði gott. Áramótin á Íslandi eru orðin söluvara. Með hverju árinu fjölgar útlend- ingum sem leggja leið sína til landsins til að sjá þetta brjálæði, eins og þeir munu hafa orðað það, sem hvergi fyrirfinnst á nokkru öðru byggu bóli. Árviss þáttur áramótanna eru hugleiðingar stjórnmálafor- ingjanna þar sem gamla árið er gert upp um leið og loforðalínur eru lagðar í von um afla á kosningavetri, eins og nú er fram undan. Í þeim efnum sýnist sitt hverjum formanninum á hvaða mið skal róa. Alla jafnan eru þessar játningar lítt spennandi lestrarefni þótt auðvitað sé þar munur á. Í einu eiga foringjarnir þó samleið að þessu sinni: Að biðla til kjósenda í kosningunum á komandi vori. BB hefur ekki legið á gagnrýni sinni á bruðlinu í utanríkis- þjónustunni þar sem ótrúlegur ofvöxtur hefur átt sér stað; þar sem vinafólki og uppgjafa stórnmálamönnum (nú orðið allra flokka, að því er best verður séð) sem annað tveggja töldu orðið vonlaust að berjast fyrir áframhaldandi þingsetu eða þurfti að losna við til að leysa innri flokksmál, var úthlutað sendiherraembættum eins og hverjum öðru gjafabréfi í stór- mörkuðum. Litið til fortíðar stingur yfirlýsing núverandi utanríkisráðherra um að sendiráðin séu of mörg og að sendi- herrum verði ekki fjölgað frá því sem nú er því skemmtilega í stúf við afrekaskrá forvera hennar í embættinu. Þótt fækkun sendiráða hafi ekki verið lofað er þetta fyrsta skref ráðherrans jákvætt. Frekari lofsöngur yfir framtakinu verður þó látinn bíða síðari tíma þar sem eftir á að koma í ljós hvort orð ráð- herrans halda eða hvort –svona gerir maður ekki- (í garð vina og kollega) ber fyrirætlanir ráðherrans ofurliði. Fullyrða má að fólk hafi horft agndofa á aftöku Saddams Hussein, enda hefur hún verið fordæmd víðast hvar þótt forseti Bandaríkjanna hafi séð ástæðu til að fagna, enda vart við öðru að búast úr þeirri átt. Hvað sem öllum grimmdarverk- um þessa illræmda einræðisherra líður er næsta víst að afleið- ingar aftökunnar munu hafa þveröfug áhrif á við það sem til var ætlast. Með henni var líka komið í veg fyrir að réttað yrði með eðlilegum hætti í fjölda óhæfuverka sem einræðisherrann er sagður bera ábyrgð á. Sambúðarvandamál þjóða verða ekki leyst með afstöðunni sem felst í auga fyrir auga og tönn fyrir tönn. Það er skelfileg tilhugsun að valdamestu menn heims skuli vera blindir fyrir þessum einfalda sannleika. Og ekki bætir um þegar þeir telja sér trú um að þeir gangi helveginn í nafni almættisins. s.h.

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.