Bæjarins besta


Bæjarins besta - 04.01.2007, Qupperneq 7

Bæjarins besta - 04.01.2007, Qupperneq 7
FIMMTUDAGUR 4. JANÚAR 2007 7 Segir viðurkenninguna eina þá mikilvægustu sem hann hefur hlotið Bæjarlistamaður Pétur Tryggvi Hjálmarsson, gull- og silfursmiður, var á laugardag útnefndur bæjar- listamaður Ísafjarðarbæjar. Bættist hann þar í góðan hóp, en áður hafa hlotið nafnbótina þau Elfar Logi Hannesson leikari, Reynir Torfason mynd- listarmaður, Jón Sigurpálsson myndlistarmaður og safn- vörður, Harpa Jónsdóttir rit- höfundur og kennari, Vilberg Vilbergsson rakari og tónlist- armaður og Jónas Tómasson tónskáld. Pétur Tryggvi er fimmtugur Ísfirðingur sem yfirgaf sínar heimaslóðir á áttunda áratugn- um þegar hann hélt í nám í gull- og silfursmíði. Fyrir átta árum sneri hann aftur í heima- hagana eftir langa búsetu er- lendis og kom á fót verkstæði innarlega í Skutulsfirði. Bæj- arins besta spjallaði við Pétur í tilefni hinnar nýju nafnbótar, sem hann segir eina mikil- vægustu viðurkenningu sem hann hefur fengið. Og hefur hann fengið þær nokkrar. Duglegt klapp á bakið – Hvaða þýðingu hefur út- nefning sem þessi fyrir þig? „Þetta er náttúrlega mikill heiður fyrir mig, fyrst og fremst. Ég finn kannski ekki fyrir neinni sérstakri ábyrgð eða skyldum, heldur meira fyrir frelsi og hvatningu til að halda áfram því sem ég hef verið að gera hingað til, halda áfram þeirri stefnu og þeirri línu sem ég hef haldið mér á í minni listsköpun. Stundum er tilfinningin eins og maður sé sá eini sem trúir á það sem maður gerir og við- urkenning sem þessi er mikil lyftistöng. Þetta er duglegt klapp á bakið. Það skiptir líka miklu fyrir mig að þetta skuli vera í mín- um heimabæ. Það er mjög stórt og hefur mikið gildi fyrir mig að mínir sveitungar skuli hafa trú á því sem ég er að gera.“ Tugir sýninga um allan heim Pétur stundaði nám í gull- og silfursmíði í Reykjavík, en hélt síðar til Danmerkur þar sem hann lærði við Guld- smedelhøjskolen Institut for Ædelmetal á árunum 1981- 1983. Árið 1985 kom hann á fót eigin verkstæði ytra og árið 1996 varð hann félagi í Danske Sølvsmede. Pétur hefur haldið tugi sýn- inga í mörgum löndum, meðal annars í Danmörku, Svíþjóð, Finnlandi, Japan, Austurríki og Belgíu. Nokkur erlend söfn eiga verk eftir Pétur og finna má silfursmíði hans í fimm íslenskum kirkjum, þar á meðal Þingvallakirkju. Góður endir á góðu ári Síðan Pétur flutti aftur á heimaslóðir hefur hann haldið tvær sýningar á verkum sínum í bænum, aðra í Slunkaríki og hina í Edinborgarhúsinu í fé- lagi við ljóðskáldið Hlyn Þór Magnússon („Silfurljóð“). Starfssvæði Péturs nær þó langt út fyrir fjörðinn og sýnir hann og selur mikið af verkum sínum úr landi. Nú er til að mynda nýlokið sýningu í Krónborgarhöll í Danmörku. Að undanförnu hefur hann selt mikið þar í landi, en áður voru mörg af verkum hans keypt til Japans. – Heldurðu ekki að þú setjir upp svo sem eina sýningu á Ísafirði eða í nágrenni í tilefni af þessari nýju nafnbót þinni? „Það er bara alls ekkert ósennilegt. Þessi útnefning var góður endir á góðu ári hjá mér. Það hefur verið töluverð eftirspurn eftir stærri verkum frá mér og bæði einstaklingar og söfn verið að kaupa.“ Fyrsti iðnaðarmað- urinn í hópnum Á laugardag bættist Pétur eins og áður segir í hóp góðra manna sem gegnt hafa em- bætti bæjarlistamanns á undan honum. Þar hafa verið tón- skáld, myndlistarmenn, tón- listarmenn, rithöfundur og leikari. Þetta er þó í fyrsta sinn sem löggiltur iðnaðarmaður hlýtur þessa nafnbót. – Sérðu silfursmíðina sem iðn eða meira sem listform? „Það má segja að þetta sé listiðn. En maður getur líka spurt sig: Hvað er list? Sjálfur hef ég töluvert verið í mynd- verkum. Ég vinn þannig að mér er ekkert heilagt. Það er ekkert efni svo ófínt að mér finnist fyrir neðan mína virð- ingu að vinna með það og ég hef komið mjög víða við í efnisnotkun. Það eina sem skiptir máli er að maður nái ákveðinni harmoníu í hlut- ina.“ Með mikilvægustu viðurkenningum Pétur hefur hlotið margar viðurkenningar og verðlaun í gegnum tíðina. Árið 1979 fékk hann 1. verðlaun í sam- keppni Félags íslenskra gull- smiða og árið 1988 hlaut hann silfumedalíu Kunsthåndværk- erprisen. Árið 1999 hlaut hann 1. verðlaun í skartgripasam- keppni í Japan og ári síðar hlaut hann 2. verðlaun í Køb- enhavns Guldmedelaugs kon- kurrence. „Í fyrra var ég síðan valinn í bók danskra silfursmiða þar sem fjallað var um 20 bestu silfurverk 20. aldar. Það var eins og gefur að skilja mikill heiður, en þessi viðurkenning sem ég fékk núna á laugar- daginn skiptir mig síst minna máli. Hún er mér mjög dýr- mæt.“ Engin ástæða til að breyta um stefnu – Mun þessi viðurkenning breyta einhverju í þínu lífi og hafa áhrif á það sem þú hefur verið að gera? „Ég veit ekki hvort hún muni beinlínis hafa einhver áhrif til breytinga. Þetta er skrautfjöður í hattinn, og alls ekki sú lakasta. Þetta er aðal- lega gleðilegt fyrir mig per- sónulega, en ég breytist ekkert og ég ætla bara að halda áfram því sem ég er að gera. Enda lít ég líka svo á að hér séu mínir sveitungar að lýsa ánægju með mín verk og því er engin ástæða til að breyta um stefnu.“

x

Bæjarins besta

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.