Bæjarins besta


Bæjarins besta - 04.01.2007, Page 8

Bæjarins besta - 04.01.2007, Page 8
FIMMTUDAGUR 4. JANÚAR 20078 Söngurinn blundaði allta Guðrún Jónsdóttir er fædd og uppalin á Ísafirði. Eftir menntaskólaárin lagði hún söng fyrir sig og reyndi fyrir sér á erlendri grundu. Hún komst þó að því að lífið hafði upp á annað að bjóða en frægð og frama. Nú býr hún í Hnífs- dal ásamt manni sínum og tveimur börnum, þeim Sig- rúnu Lísu 8 ára og Einari Torfa 6 ára. Og hún nýtur þess að vera komin aftur heim vestur á firði. Bæjarins besta kíkti í kaffi til Guðrúnar og forvitn- aðist um söngævintýrið henn- ar. Guðrún tók á móti blaða- manni með bros á vör. Glað- lyndið og hlýjan sem stafa af henni einkenna heimilið henn- ar líka. Húsið var fullt af glað- værum röddum barna sem voru gestkomendur hjá börn- um Guðrúnar og þegar viðtal- ið hófst ómuðu undir róandi tónar nýja geisladisksins sem Kammerkórinn gaf út fyrir jól, en Guðrún er einmitt stjórn- andi kórsins. – Hefurðu alltaf haft áhuga á söng? „Já ég hugsa það. Ég byrjaði á því að læra á fiðlu í um tólf ár, en mér leið aldrei fullkom- lega vel með fiðluna. Söngur- inn blundaði alltaf í mér. Það var þó ekki fyrr en eftir stúd- entspróf að ég byrjaði að læra söng í Söngskólanum í Reyk- javík og ég útskrifaðist þaðan árið 1989 úr söngkennara- deild. Þá hélt ég til Ítalíu var þar við nám í þrjú ár.“ – Er Ítalía ekki besti staður- inn til að læra söng? „Það eru nú skiptar skoðanir um það eins og svo margt annað, en fyrir mig var það draumur sem rættist að fara til Ítalíu. Margir aðrir staðir draga þó fólk til sín nám, eins og til að mynda Þýskaland og Bandaríkin. En Ítalía er Mekka óperunnar og það var yndis- legt að geta búið þar í þessi þrjú ár. Að námi loknu fór ég til Akureyrar og söng þar í óper- unni Leðurblökunni en flutti síðan til Reykjavíkur. Á þess- um tíma ferðaðist ég mikið um í leit að atvinnu. Ég fór víða í prufusöng, t.d. í Þýska- landi og Norðurlöndunum. Ég fékk svo vinnu við Óperuna í Gautaborg og vann þar einn vetur. Ef til vill var þetta starf það besta sem gat komið fyrir mig því ég uppgötvaði að þetta var ekki endilega það sem mig langaði til þess að gera við líf mitt. Leikhúsið átti ekki eins vel við mig og ég hafði haldið. Vinnutíminn er að mörgu leiti erfiður og launin lág. Mér fannst líka ákveðin niðurlæg- ing fylgja þessu. Maður þurfti oft að syngja aftur og aftur til að sanna sig og fá hlutverk þrátt fyrir að vera í vinnu á staðnum. Jafnvel sátu kollegar mínir meðal annarra í dómara- sætinu. Þetta átti ekki við mig. Ég var líka orðin þreytt á öll- um ferðalögunum og á því að búa í ferðatösku. Það gerðist eitthvað á þessu augnabliki sem gerði mér það ljóst að mín biði eitthvað annað.“ Lífið ekki bara leikhús „Þegar ég flutti til Svíþjóðar ætlaði ég nú kannski ekki að flytja fyrir fullt og allt, en alla- vega var ætlun mín að dvelja þar í langan tíma. Ég hélt að ég ætti þann draum að búa og starfa erlendis, á þeim tíma hélt ég að það væri það besta og skemmtilegasta. Það má segja að í Svíþjóð hafi ég kynnst alvöru lífi. Ég kynntist fólki sem átti við mikil veik- indi að stríða og jafnvel féll frá á því tímabili sem ég var úti. Þá sá maður að lífið var ekki bara leikhús, heldur var svo margt annað sem lífið hafði upp á að bjóða. Ég upplifði líka svo mikinn einmanaleika, leikhúsið er jú bara leikur og allt er svo óraunverulegt. Stundum fór ég með félögunum eftir sýn- ingar á pöbbinn en þá varð ég enn meira einmana, sérstak- lega að koma heim. Það hefði auðvitað verið öðruvísi ef ein- hver hefði beðið eftir manni heima en maðurinn minn fyrr- verandi var heima á Íslandi, hann var þar í góðri vinnu í Íslensku óperunni og hafði einnig tekið að sér verkefni fyrir Þjóðleikhúsið. En hann er ljósahönnuður, og það var því ekki eftir miklu að sækjast í Svíþjóð. Reyndar vorum við í frekar óvenjulegu hjóna- bandi, vorum gift í sjö ár en bjuggum í sitt hvoru landinu í tæp fimm ár. Þetta var svona vináttuhjónaband enda skild- um við í afskaplega góðu og erum enn góðir vinir, en hjóna- band krefst auðvitað meira en bara vináttu. Eftir ársdvöl í Gautaborg ákvað ég að segja upp samn- ingnum mínum. Kollegar mínir og aðrir aðstandendur Óperunnar urðu mjög hissa á ákvörðun minni. Þeir sögðu við mig: Þú ert útlendingur og veistu hvað það eru margir Svíar sem bíða fyrir utan dyrn- ar og vilja komast inn? En það var enginn efi í mín- um huga og ég hef aldrei séð eftir þessari ákvörðun minni.“ Örlögin grípa í taumana í Gautaborg „Þegar ég kom aftur til Íslands fluttist ég til Reykja- víkur. Ég hafði kynnst manni mínum, Torfa Einarssyni, úti í Svíþjóð. Hann eiginlega plat- aði mig til að flytja vestur aftur en það var aldrei ætlun mín. En svona æxlast hlutirnir og nú get ég ekki hugsað mér annað en að verða gömul kona í Hnífsdal. Sem betur fer veit maður ekki lífshlaup sitt fyrir- fram. Ég hefði aldrei trúað því að ég ætti eftir að giftast Torfa löggu og setjast að í „Leikhúsið átti ekki eins vel við mig og ég hafði haldið. Vinnutíminn er að mörgu leiti erfiður og launin lág. Mér fannst líka ákveðin niðurlæging fylgja þessu. Maður þurfti oft að syngja aftur og aftur til að sanna sig og fá hlutverk þrátt fyrir að vera í vinnu á staðnum.“

x

Bæjarins besta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.