Bæjarins besta


Bæjarins besta - 04.01.2007, Síða 9

Bæjarins besta - 04.01.2007, Síða 9
FIMMTUDAGUR 4. JANÚAR 2007 9 ltaf í mér Hnífsdal“, segir Guðrún og hlær. – Hvernig kom það til að tveir Ísfirðingar kynntust út í Svíþjóð? „Það er nú saga að segja frá því. Torfi var úti ásamt konu sinni sem þurfti hjarta- og lungnaskipti. Þegar ég kom út var hún nýbúin að gangast undir þá aðgerð. Ég hafði fengið íbúð lánaða hjá Óper- unni af því ég hafði ekkert húsnæði og eitt kvöldið hringdi í mig maður að nafni Ísak Jónsson, sem var gamall Ís- firðingur en búinn að búa í Svíþjóð til margra ára. Enn þann dag í dag veit ég ekki hvernig hann vissi af mér í Gautaborg og hafði upp á mér. Hann átti víst einhverja vini í Óperunni og frétti að ég væri Ísfirðingur. Hann segir mér að Torfi sé einnig í borginni. Við Torfi höfum náttúrulega alltaf þekkst þar sem hann er líka fæddur og uppalinn á Ísa- firði. Ísak segir mér að ég verði að hafa samband við Torfa sem ég geri og það var hann sem bjargaði mér þarna úti. Því þegar ég missti íbúðina leigði hann mér herbergi. Það er skondið að líta til baka og sjá hvernig örlögin leiddu okkur saman. Eftir að konan hans Torfa lést flutti hann heim til Íslands og vinaböndin sem við bund- umst úti í Svíþjóð styrktust og við urðum miklir og góðir vinir. Sambandið okkar æxl- aðist svo smám saman í það sem það er í dag. Og við eigum saman tvö börn í dag. Ég er mjög ánægð og sátt með lífið. Það er svo margt skemmtilegt sem lífið hefur upp á að bjóða þó maður sé ekki í fremstu víglínu erlendis.“ Skapar tæki- færin sjálf „Eftir að ég kom aftur vestur stofnaði ég Kammerkórinn. Mig langaði sjálfri til þess að syngja í kór. Lengi vel söng ég ásamt því að stjórna kórn- um. En ég er svo heppin að það tókst að manna kórinn mjög vel og nú get ég einbeitt mér að því að stjórna. Það er svo margt sem hægt er að hafa fyrir stafni á Ísafirði að mér hvorki leiðist né sakna neins frá Ítalíu, Svíþjóð eða annars staðar frá. Maður skapar sér tækifærin sjálfur og stjórnar sjálfur hvað maður gerir.“ – Kammerkórinn hefur ný- verið gefið út disk sem hefur verið ofarlega á vinsældarlist- um verslana þessi jól. „Já, það er mjög spennandi og gaman. Ég sá einmitt í BT rétt fyrir jól að diskurinn var í fjórða sæti. Það var mjög óvænt ánægja. Diskurinn hef- ur fengið góðar viðtökur og við í kórnum erum afar ánægð með hann. Sérstaklega erum við Hulda Bragadóttir organ- isti alsælar með þetta. – Kyrrðarstund Kammer- kórsins er orðinn fastur sess í aðventunni á Ísafirði. Hvernig kom hún til? „Við byrjuðum strax í upp- hafi að halda kyrrðarstund fyr- ir jólin. Við vildum skapa af- slappað andrúmsloft með tón- list og mildri lýsingu með kertaljósum. Jólin eru komin hjá mér þegar kyrrðarstundin fer fram. Fólk virðist kunna þessu vel og það er sami kjarn- inn sem sækir kyrrðarstundina ár hvert, sem er mjög ánægju- legt. 23 félagar skipa kórinn og það er mjög breiður aldurs- hópur. Allt frá kornungum stelpum sem eru að læra söng til fullorðinna karla sem hafa gaman af því að syngja. Marg- ir hafa lært söng og eru kór- vanir. Þetta er mjög skemmti- legur og breiður hópur.“ – Maðurinn þinn er músík- alskur líka, ekki satt? „Jú, hann er áhugamaður fyrst og fremst en spilar bæði á básúnu og túbu. Hann hefur afskaplega góða rödd og getur sungið bæði tenór og bassa svo ég hendi honum fram og til baka í kórnum eftir því hvað vantar hverju sinni. Í dag syng- ur hann bassa. Ég held nú að í dag sé hann að mestu leiti í kórnum fyrir mig. Enda finn ég sjálf hvað ég er orðin væru- kærari með aldrinum og ég er orðin pínulítið löt við að syngja sjálf. Kannski stafar það líka af því að ég er mikið að stúss- ast með börnunum mínum og finnst mjög gott að vera bara heima og hlusta á tónlist. Sá söngur sem mér þykir vænst um í dag er jarðarfararsöngur. Það gefur mér svo ofboðslega mikið þótt það sé auðvitað líka erfitt og sorglegt. Kirkju- leg tónlist yfir höfuð höfðar mikið til mín. Hún á best við mig í dag.“ – Er ekki erfitt að syngja í jarðarförum í svona nánu sam- félagi eins og á Ísafirði, eða er það kostur? „Það má segja að í Svíþjóð hafi ég kynnst alvöru lífi. Ég kynntist fólki sem átti við mikil veikindi að stríða og jafnvel féll frá á því tímabili sem ég var úti. Þá sá mað- ur að lífið var ekki bara leikhús, heldur var svo margt annað sem lífið hafði upp á að bjóða.“ „Ég held það hafi bæði kosti og galla. Ég hugsa samt að það sé mikill kostur að hafa þessi nánu tengsl fólks. Það þorir frekar að tjá tilfinningar sínar heldur en t.d. í Reykja- vík. Ég söng einmitt í jarðar- förum þar til margra ára. Mér fannst oft eins og það vantaði að þeir sem voru að syngja sýndu fólki tilfinningar. Þetta var orðin svo mikil rútína. Hér á Ísafirði þekkir maður í flest- um tilfellum þann sem verið er að jarðsyngja eða aðstand- endur og því kemur sjálfkrafa sú virðing sem maður þarf að sýna.“ Svanasöng- urinn á sviðinu – Þú tókst þátt í Söngaseiðs- ævintýrinu en það leikrit sló rækilega í gegn þegar Litli leikklúbburinn og Tónlistar- skóli Ísafjarðar setti það upp. Grunaði þig að þetta yrði svona viðamikið sem raun varð? „Nei, aldrei nokkurn tímann og sem betur fer því annars hefði ég örugglega aldrei gert þetta. Ég var í fullri kennslu með og þetta var alveg rosaleg vinna. En ég gaf mig alla í það. Ég var alltaf með það bak við eyrað að þetta yrði svanasöngur minn á sviði. Ég ætlaði að klára dæmið, gera það vel og kveðja fyrir fullt og allt. Þetta var þvílík vinna og ég tók einhvern tímann að gamni mínu saman hversu mörgum klukkustundum ég eyddi með Þórhildi Þorleifsdóttur, leik- stjóranum, á æfingatímabilinu og það voru yfir tvö hundruð klukkutímar. Þessu fylgdi grátur, reiði og gleði og bara allur tilfinningaskalinn“, segir Guðrún og hlær að minning- unni. „ Ég hefði aldrei klárað þetta dæmi ef Torfi minn hefði ekki tekið nánast að sér öll heimil- isstörfin auk þess að vera al- gerlega til staðar fyrir mig og börnin. Það var samt alveg æðislegt að taka þátt í þessu og hversu vel þetta gekk. Því- lík dirfska að fara út í þetta en enginn hugsaði út í það heldur bara framkvæmdu. Toppurinn var að Söngva- seiður var valin besta sýningin að mati dómnefndar frá Þjóð- leikhúsinu og fyrir vikið feng- um við að sýna þar. Þetta var mjög skemmtileg reynsla og allir sem tóku þátt geta verið stoltir af þessu afreki. Eftir Söngvaseið ákvað ég að taka mér frí frá kennslu og það er nú skondið hvernig for- lögin grípa inn í því það kom sér afar vel síðar meir að ég skildi gera það. Það var eins og mér hafi verið beint á rétta braut því í byrjun febrúar á árinu sem var að líða, greindist dóttir mín með sykursýki. Hún varð mjög veik og ég hefði aldrei getað unnið frá henni. Það er mikil vinna að fylgjast með sykursjúkum börnum. Fyrstu mánuðina þorði ég varla að sofa og var alltaf að tjékka á blóðsykrinum og slíkt. Ég var einfaldlega ekki tilbúin að fara vinna frá henni og Sigríður Ragnarsdóttir [skólastjóri TÍ] var svo yndis- leg að bjóða mér áfram launa- laust leyfi. Svo að ég er heima- vinnandi húsmóðir eins og er. Reyndar er ég með einn nem- anda í stundakennslu við skól- ann svo þau eru ekki alveg laus við mig. Ég hefði ekki trúað því hversu vel það á við mig að vera bara heima hjá börnunum mínum og vera til staðar þegar þau koma úr skól- anum. Við Torfi erum svo sem engin unglömb og ég var 38 ára þegar ég eignaðist stelpuna mína og fertug þegar ég eign- aðist strákinn. Það er svolítið gaman að segja frá því að maðurinn minn var 48 þegar hann eignaðist sitt fyrsta barn og enn nú merkilegra að börn- in okkar eiga 102 ára ömmu. Það var ekkert inn í myndinni hjá mér fyrr að eignast börn því að ég var upptekin af söng- ferlinum. Það er oft mikið fjör á heim- ilinu og mikið af börnum í heimsókn. Ég veit stundum ekki hver var að fara eða koma“, Guðrún skellir upp úr. „Það er alveg dásamlegt að geta verið heima og þetta er tími sem kemur ekki aftur í lífi barnanna. Það mun svo bara koma í ljós hvað ég geri næsta vetur. Ég tek bara einn dag í einu. Nú þegar börnin eru komin í heiminn er ég afar fegin að vera flutt aftur vestur. Það er nú samt skondið að segja frá því að þegar ég var lítil stelpa vorkenndi ég alltaf krökkum sem áttu heima í Hnífsdal. Mér fannst það alveg af síðustu sort að búa hér. En nú get ég ekki hugsað mér að búa annars staðar. Það er svo yndisleg þorpsstemmning í Hnífsdal. Börnin eru svo frjáls og leika sér öll saman. Það er ekkert kynslóðabil hjá börnunum heldur leika þau sér saman alveg sama á hvaða aldri þau eru. Ég held að það sé ekki hægt að ala upp börnin á betri stað en í svona litlu samfé- lagi“, segir Guðrún Jónsdóttir, söngkonan sem hélt út í heim í leit að frægð og frama en endaði sátt og sæl við sitt með sitt bú í Hnífsdal. – thelma@bb.is

x

Bæjarins besta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.