Bæjarins besta


Bæjarins besta - 04.01.2007, Page 10

Bæjarins besta - 04.01.2007, Page 10
FIMMTUDAGUR 4. JANÚAR 200710 STAKKUR SKRIFAR Bara bjart framundan? Stakkur hefur ritað vikulega pistla í Bæjarins besta í mörg ár. Skoðanir hans á mönnum og málefn- um hafa oft verið umdeildar og vakið umræður. Þær þurfa alls ekki að fara saman við skoðanir útgefenda blaðsins. Þrátt fyrir það bera ábyrgðarmenn blaðsins ábyrgð á skrifum Stakks á meðan hann notar dulnefni sitt. Áramótaannáll 2006 Árið 2006 gekk í garð, líkt og svo mörg önnur ár á undan því, með sprengingum og hamagangi. Elstu menn mundu vart annað eins og var mál manna að líklega hefðu aldrei í sögu Ísafjarðarbæjar verið sendir jafn margir flugeldar á vit puðrandi örlaga sinna í himinhvolfum þeim er tilheyra bæjarfé- laginu. Aðrar áramótahefðir voru flestar haldnar í heiðri. Vestfirðingar horfðu á skaupið með öðrum landsmönnum, vöktu fram á nýársmorgunn, fóru á brennu og höguðu sér almennt eins og til var ætlast. Í síðasta tölublaði birtist fyrri hluti fréttaannáls árs- ins 2006 og hér kemur sá síðari. Gleðilegt ár! Ný bensínstöð opnaði á Ísafirði í byrjun júlí. sögn Ævars Einarssonar yfir- mansavinar en félagið Mansa- vinir stendur að hátíðinni. „Sælan gekk alveg frábærlega vel og það var mikið af fólki og góð stemmning. Það rættist vel úr veðri í gær og eftir leið- indaveðrið á laugardag var ekki hægt að hugsa sér það betra á lokadeginum svo allir fóru heim með sól í hjarta að loknu sæluslútti.“ Hátíðin hófst með frumsýningu leik- félagsins Hallvarðar Súganda á leikritinu Himnaríki eftir Árna Ibsen í leikstjórn Rúnars Guðbrandssonar og tónleik- unum Skítarokk í skurðinum. Að vanda var í boði margt til skemmtunar á hátíðinni meðal annars kappróður um Vest- fjarðabikarinn, kassabílarallí, Sæluhátíð á Sjöstjörnu og að sjálfsögðu hin árlega mansa- keppni sem ávallt setur svip sinn á hátíðina. galdraseið sem hljómsveitin er þekkt fyrir, ljós, reykur, vídeósjó og að sjálfsögðu magnaður undirleikur Sigur Rósar, voru þeir klappaðir upp á svið ásamt öllum tónlistar- mönnunum og þökkuðu Ísf- irðingar Sigur Rós kærlega fyrir heimsóknina. Evrópumeistara- mótið í Mýrarbolta Evrópumeistaramótið í Mýr- arbolta fór fram í ágúst og var mál manna að vel hafi tekist til. Fyrsti leikurinn hófst kl. 10 um morguninn og var spil- að linnulaust til kl. 19 þegar úrslitaleik í karlaflokki lauk með sigri Englanna á Aðskiln- aðarsamtökum Vestfjarða. Þátttökumet var sett á mótinu en 28 lið tóku þátt og mörg býsna skrautleg, en sum liðin leggja mikið upp úr búningum og er hvatt til þess af móts- höldurum. Eindæma veður- blíða var á mótsdaginn og því mikið af fólki sem leit við inn í Tungudal til að fylgjast með herlegheitunum, en þó fór að rigna þegar leið á daginn sem gerði vellina bara enn betri. Í lokahófi um kvöldið voru Evr- ópumeistarar í karla- og kvenna- flokki krýndir auk þess sem ýmis aukaverðlaun voru veitt. Evrópumeistarar karla árið 2006 eru eins og áður segir Englarnir, kvennaflokk sigr- aði Gleðisveit Gaulverja- hrepps. Verðlaun fyrir bestu búningana í karlaflokki hlutu Gemlingarnir. Þeir skörtuðu svokölluðum „hotpants“ og magabolum og áttu betur heima á Hinsegin dögum að margra mati. Búningar Ýs- anna þóttu bera af í kvenna- flokki. Lið Langa manga þótti vera skemmtilegasta liðið, Vegafram- kvæmdum frestað Undir lok júní ákvað ríkis- stjórnin að fresta vegafram- kvæmdum til að slá á þenslu í þjóðfélaginu. Fimm verk í stærri kantinum voru á áætlun næstu eitt til tvö árin. Það er eins og margoft hefur komið fram framkvæmdir í Mjóafirði í Ísafjarðardjúpi, Arnkötludal en einnig í Hrútafjarðarbotni, Kollafirði í Gufudalssveit og lagning slitlags á Drangsnes- vegi. Starfsfólk Vegagerðar- innar er síður en svo ánægt með aðgerðir ríkistjórnarinnar sem sýnir sig í því að á Hólma- vík, Ísafirði og Patreksfirði flögguðu starfsmenn fána Vegagerðarinnar í hálfa stöng í mótmælaskyni. Stjórnmála- menn hér vestra hörmuðu þessar frestanir mikinn. Í stefnuræðu Geirs H. Haarde, forsætisráðherra í október, kom fram að aðgerðir til að slá á þenslu í landinu hefðu verið að skila árangri og ýmis merki væru um að þenslan væri á undanhaldi. Sökum þessa var felld úr gildi sú ákvörðun ríkisstjórnarinnar að setja ekki af stað um ótiltekinn tíma ný útboð á framkvæmd- um. Act Alone hátíðin vel sótt Einleikjahátíðin Act alone hófst þegar árið var um það bil hálfnað með einleiknum The Worst of Eric Bogosian, sem var afskaplega vel sótt enda er Eric þessi einhver merkasti einleikari síðustu ára. Aðrar uppákomur hátíðarinn- ar voru sömuleiðis vel sóttar en boðið var upp á tíu íslenska einleiki og þrjá erlenda gesta- leiki. Nýjung á Act alone 2006 var að einnig var boðið uppá leiklistarnámskeið. Ný bensínstöð opnuð Ný bensínstöð opnaði í byrjun júlí þrátt fyrir að ekki hafi náðst að klára ýmsa verk- þætti. Búið var að ákveða að mikil opnunarhátíð yrði í til- efni opnunarinnar en ekki varð af því. Mikill hraði var í fram- kvæmdunum við bensínstöð- ina og sögðu talsmenn Olíu- félagsins að þeir hefðu aldrei kynnst öðru eins. Vel heppnuð Sæluhelgi Sumarhátíðin Sæluhelgin á Suðureyri heppnaðist vel að Sigur Rós á Ísafirði Hljómsveitin Sigur Rós bauð Ísfirðingum til sannkall- aðrar tónlistarveislu í Edin- borgarhúsinu í júlí og var veislan ekki bara fyrir eyrun, því augun voru ekki undan- skilin í mögnuðu sjónarspili. Hljómsveitin var á tónleika- ferðalagi um Ísland. Tónleik- arnir stóðu í tæpa tvo tíma og lék Sigur Rós lög af öllum plötum sínum. Flestum að óvörum birtist Lúðrasveit Ísa- fjarðar á sviðið í fullum skrúða og ætlaði fagnaðarlátunum al- drei að linna. Blásarakvintett og strengjakvartett voru að venju með Sigur Rós í för og þegar lúðrasveitin bættist við voru á þriðja tug tónlistar- manna sem tóku þátt í galdr- inum. Að loknu stórkostlegu uppklappslagi, þar sem allt lagðist á eitt til að brugga þann Í upphafi árs þykir við hæfi að líta fram á veg og rýna í hina óræðu framtíð. Það er ekki létt verk. Sumt er auðveldara en annað. Kosið verður til Alþingis í sumar. Líklegt er að að núverandi flokkar haldi ekki áfram samstarfi sínu í óbreyttri mynd. Atkvæði ráða því. Ekki sýnast miklar líkur á því nú að Samfylkingin verði í ríkisstjórn og nánast engar að formaður Samfylkingar verði forsætisráðherra. Líkur eru á því að enn fækki íbúum Vestfjarða. Á móti kemur að miklar samgöngubætur eru að verða að veru- leika, vegir, brú og jarðgöng. Miklar hræringar verða í stjórnmálum al- mennt. Guðjón A. Kristjánsson og Kristinn H. Gunnarsson munu koma þar nokkuð við sögu með óvæntri niðurstöðu. Hvað sem allar völvur landsins láta sér detta í hug verður að segjast að þessi spá er ófrumleg, en afar líkleg. Ljósið í myrkrinu er, að frá áætlun Hagstofu 1. október 2006 til 1. desember sama ár fjölgaði íbúum Bolungar- víkur um 27, urðu 905. Því ber að fagna. Óupplýst er hvort Ástarvikan hefur átt þátt að máli. En líkt og fyrir ári er áhyggjuefni að þróunin sé stöðug fækkun. Kraftur íbúanna minnkar og óvíst að bættar samgöngur bæti úr. Þær létta líf og lund. Líkast til gengur breytt skipan umdæma lögreglustjóra snurðulaust. For- mælandi Vesturbyggðar fór mikinn og vildi færa breytingar á pesónulegan grunn. Nöfn einstakra manna munu ekki ráða því hvernig til tekst. Vilji til samstarfs, samskiptafærni, samstarf og kunnátta í löggæslustörfum ráða hvernig til tekst. Víðast hvar er nýjum íbúum fagnað. Breytingin er ein sú mesta á svið stjórnsýslu á Vestfjörðum í áratug og líkast til lengur. Hún er að sínu leytinu meiri en sameining sveitarfélaga í Ísafjarðarbæ. Einn lögreglustjóri er nú á öllum Vestfjörðum í stað fjögurra og eitt 21 manns lögreglulið tekur við af fjórum mislitlum. Þrír sýslumenn fara ekki lengur með lögreglustjórn. Ný verkefni eru falin Sýslumanninum á Hólmavík, að löggilda dómtúlka og skjlaþýðendur. Ekki er vitað hvort og þá hver ný verkefni verða falin sýslumönnum á Bolungarvík og Patreksfirði. Aftur að upphafinu. Svo gæti farið að Norðvesturkjördæmi ætti einn ráðherra í stað tveggja í næstu ríkisstjórn. Vonað er að áhrif þess í ríkis- stjórn minnki ekki. Oft er talað um stjórnvöld. Sveitarstjórnarmönnum er það tamt í munni, en eru þó stjórnvöld sjálfir. Ólíklegt er að miklar breyt- ingar verði á þeirri hlið stjónsýslunnar á Vestfjörðum, en þó sýnast þau eiga við fjárskort að stríða. Íbúar verða almennt farsælir í störfum og einkalífi, enda ráða þeir sjálfir nokkru þar um. Fíkniefnavandinn mun verða til óþurftar líkt og áður, en hugsanlega koma til sögunnar nýjar aðferðir í baráttunni. Loks er íbúum öllum óskað farsældar á árinu 2007.

x

Bæjarins besta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.