Bæjarins besta


Bæjarins besta - 04.01.2007, Qupperneq 11

Bæjarins besta - 04.01.2007, Qupperneq 11
FIMMTUDAGUR 4. JANÚAR 2007 11 síðari hluti búningar þeirra hressandi og allt fas og umgjörð eins og best verður á kosið. Fornminjar í Hringsdal Talið er að þær fornminjar sem fundist hafa í Hringsdal í Arnarfirði sumar séu einn merkastu fornleifafundur síð- ustu ára, en kumlið er nær óraskað. Í gröfinni fundust bein af hávöxnum ungum manni ásamt spjóti, verði og skildi. Víða voru kuml rænd, en svo hefur ekki verið í þessu tilviki enda allt haugfé enn til staðar. Sjá má leifar af timbri í slíðri sverðsins, og járnið í spjótsoddi og skjaldarbólu er ótrúlega heilt. Adolf Friðriks- son fornleifafræðingur lét hafa eftir sér að líklegt sé að kumlið sé frá 10. öld og beinagrindin sé af manni sem látist hafi í bardaga. Kennitölulausum börnum vísað úr skóla Að minnsta kosti átta börn á Ísafirði, ættuð frá Póllandi, fengu ekki leyfi til að ganga í grunnskóla í byrjun skólaárs þar sem þau höfðu ekki enn fengið kennitölu. Löng og mikil bið var eftir kennitölum í sumar, en án kennitölu er ekki hægt að skrá sig í sveitar- félag og þar af leiðandi geta skólayfirvöld ekki hleypt börnunum í skólann án þess að brjóta landslög. Víða var viðkvæðið að betra væri að brjóta landslög en barnasátt- mála Sameinuðu þjóðanna í þessum málum. Að lokum var ákveðið að börnin fengju und- anþágu til að ganga í skóla væri hægt að sýna fram að þau hefðu sótt um kennitölu. Ísfirsk fegurðardís Ásdís Svava Hallgrímsdótt- ir, 19 ára Ísfirðingur, varð í öðru sæti í keppninni um Feg- urðardrottningu Íslands sem fram fór á Broadway fyrripart árs, auk þess sem hún var kjör- in O´Neil stúlkan. Ásdís var þá fulltrúi Íslands í keppninni Ungfrú Heimur, sem fram fór í Póllandi, og í Ungfrú Evrópa, sem fram fór í Úkraínu. Henni var spáð góðu gengi enda stór- glæsileg stúlka þar á ferð, en komst þó ekki í úrslit í áður- nefndum keppnum. Ásdís Svava er dóttir Hallgríms Magnúsar Sigurjónssonar og Jóhönnu Einarsdóttur á Ísa- firði en sjálf er hún búsett í Kópavogi. Ósátt með upp- sagnir á Bolafjalli Bæjarráð Bolungarvíkur áður en lengra verður haldið.“ Mugison vinnur Edduna „Mugison vann Edduna“, heyrðist kallað yfir sal Ísa- fjarðarbíós undir lok október rétt eftir að sýning á kvikmynd Baltasars Kormáks, Mýrinni, hófst. Út brutust mikil fagnað- arlæti og klapp, en meðal gesta í salnum var fólk sem lagt hafði hönd á plóg við gerð tónlistarinnar fyrir myndina og hafði af þeim sökum verið boðið á sýninguna. Edduverð- launin voru veitt í Reykjavík í gær og var Mugison sjálfur fjarverandi, og sat í bíói hér vestra ásamt aðstoðarmönn- um sínum og horfði á myndina fullkláraða í fyrsta skipti. Verð- launin voru veitt fyrir tónlist í Mýrinni og í Little Trip to Heaven, en þá mynd gerði Balt- asar Kormákur einnig, og stát- aði hún af titillagi eftir Tom Waits sem náði nokkrum vin- sældum í flutningi Mugisons fyrir fáeinum mánuðum síðan. Mýrin kom, sá og sigraði á Edduverðlaununum, og halaði inn flest verðlaun, meðal ann- ars fyrir mynd ársins, leik- stjóra ársins, leikara í aðal- hlutverki og leikara í aukahlut- verki. Rekstur skíða- svæðis í járnum Rekstur skíðasvæðis Ísfirð- inga var í járnum við upphaf skíðatímabilsins og ekkert út- lit fyrir að það myndi opna fyrr en eftir áramót sökum ónógs fjármagns. Talsverður snjór var kominn í Skutulsfjörð, en ekki var hægt að opna. Óþreyju- fullt skíðafólk fékk ósk sína síðan uppfyllta þegar lyfturnar í Tungudal á Ísafirði voru ræstar í fyrsta sinn í vetur í byrjun desember. Mikill snjór var í dalnum, líklega sá mesti í nokkuð mörg ár og virðist sem snjógirðingar sem settar voru upp í sumar hafi sannað sig. Málið var leyst með sam- eiginlegu átaki bæjaryfirvalda og Skíðafélags Ísfirðinga. Vestfirðingar gæða sér á skötu Ilmurinn af kæstri skötu lagðist yfir Ísafirði á Þorláks- messu, og sótti fjöldi manns skötuveislur í hádeginu, ýmist fjölmennar samkomur á veg- um fyrirtækja, félagasamtaka og á veitingahúsum eða í heimahúsum meðal fjölskyldu og vina. Þá bauð Björgunar- félag Ísfirðinga í skötuveislu til að sýna bæjarbúum þakk- læti sitt fyrir veittan stuðning á árinu auk þess að þakka fé- lagsmönnum og velunnurum vel unnin störf. Matreiðslu- meistarar SKG-veitinga buðu upp á danskt smurbrauð með skötunni ásamt ýmsu öðru góðgæti en haldin hefur verið skötuveisla á Hótel Ísafirði í árafjöld. Auk þess verður boðið upp á saltfisk en undan- farin ár hefur tíðkast að bera hann fram með skötunni fyrir þá sem enn hafa ekki náð að þroska bragðlaukana fyrir því sérstæða hnossgæti sem skat- an er. Þorláksmessa er kennd við eina íslenska dýrlinginn, Þorlák Þórhallsson. Sjór yfir eyrina á Ísafirði Aftakaveður geysaði á Vest- fjörðum á Þorláksmessu. Á Ísafirði fór meðal vindhraðinn upp í 32 m/s og 43,4 m/s í hviðum og á Þverfjalli mæld- ist meðal vindhraðinn 42,5 m/ s. Þar mældist mesta vind- hviðan 56,4 m/s. Nokkuð var um fokskemmdir, bæði á hús- eignum og bifreiðum. Sjór gekk yfir eyrina á Ísafirði og flæddi inn í fjölmarga kjallara auk þess sem sjór komst inn í Sjóminjasafnið í Neðstakaup- stað. Á háflæðinu var miðhluti eyrarinnar eins og hafsjór á að líta. Sjór var í kringum versl- unarmiðstöðina Neista og bensínstöðina þar sem allar dælur eru óvirkar vegna raf- magnsskemmda. Slökkviliðs- menn og bæjarstarfsmenn vinna enn að því að dæla vatni upp úr kjöllurum tíu húsa um miðbik eyrarinnar. Nokkrar skemmdir urðu á Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði þar sem klæðning hússins gaf sig og þar munu einnig hafa brotnað rúður. Þá fuku þak- plötur af nokkrum húsum auk smærri skemmda. Bifreið sem skilin hafði verið eftir í gær á Óshlíð, nálægt Skarfaskeri, fauk af veginum og hafnaði niður í fjöru. Bifreiðin mun vera mikið skemmd. Rafmagn fór af snemma um morguninn og var rafmagn óstöðugt fram eftir morgni. Útsláttur varð á Mjólkárlínu 1 (Vesturlínu) í Geiradal, líklega vegna ofsa- veðurs. Línan komst í eðlileg- an rekstur kl. 11:05 þegar veðrið var farið að ganga nið- ur. Skæður vargur í Súgandafirði Helga Guðný Kristjánsdótt- ir og Björn Birkisson, bændur að Botni í Súgandafirði, komu að ær sinni illa útleikinni á annan í jólum og svo virðist sem tófa hafi verið þar að verki. Aðeins framparturinn var eftir af skepnunni svo ætla má að rebbi hafi fengið þar góða jólasteik. Tófan hefur líklega byrjað að éta kindina aftan frá og var búin með lær- ið, búin með lundirnar og komin upp að rifjum. Að sögn Helgu að mikið sé af tófu á svæðinu sem valdi miklum skaða. Þá sé hún orðin svo skæð að hún hún gangi nærri mófuglinum og þegar hún kemst í varp er eins og spren- gju hafi verið varpað þar svo mikill er skaðinn. Sveitarfé- lögin þurfa að leggja meira fé í að útrýma varginum því það er ekki bara fé bænda og fugla- lífinu sem hún veldur skaða heldur lífríkinu í heild. Þá er einnig mikið að mink hér sem er ekki síður skaðlegur. lýsti yfir miklum vonbrigðum með þá ákvörðun Ratsjár- stofnunar að segja upp starfs- fólki ratsjárstöðvarinnar á Bolafjalli og flytja hluta starfa þess til höfuðborgarsvæðis- ins. Sagði ráðið Ratsjárstofn- un heyra undir stjórnvöld og ákvarðanir hennar því á ábyrgð ríkisstjórnarinnar, og að að- gerðin væri til þess fallin að stuðla að óöryggi og erfið- leikum fyrir fjölda einstakl- inga og fjölskyldna á svæðinu. „Það er óskiljanlegt með öllu að hluti þessara starfa skuli fluttur á höfuðborgarsvæðið í ljósi atvinnuþróunar í landinu öllu. Í þéttbýliskjörnum höf- uðborgarsvæðisins hefur þen- sla verið ríkjandi og skortur á vinnuafli fremur en hitt. Vest- fjarðasvæðið hefur ekki notið þessarar þenslu nema síður væri og því með öllu óskiljan- legt að stjórnvöld sjái sig nú knúin til þess að flytja störf af svæðinu. Bæjarráð lýsir fullri ábyrgð á hendur stjórnvöldum þegar teknar eru ákvarðanir af þessu tagi og þær slitnar úr samhengi við byggðastefnu eða stöðu mála í fjórðungun- um.“ Bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar kosinn formaður SÍS Halldór Halldórsson, bæj- arstjóri Ísafjarðarbæjar, var kosinn nýr formaður á lands- þingi Sambands íslenskra sveitarfélaga í september. Halldór vann nauman sigur á Smára Geirssyni, með 68 at- kvæðum á móti 64. Eitt at- kvæði var ógilt. Er þetta í fyrsta sinn í rúmlega 60 ára sögu sambandsins sem for- maðurinn kemur ekki af höf- uðborgarsvæðinu. Kjörtíma- bil formanns Sambands ís- lenskra sveitarfélaga er fjögur ár, og tók Halldór við af Vil- hjálmi Þ. Vilhjálmssyni, borg- arstjóra Reykjavíkur, sem gegndi starfinu undanfarin 16 ár. Að sögn Halldórs er for- mennskustarfið fyrst og fremst stefnumótandi hlutverk, þar sem formaður kemur fram í ákveðnum málum fyrir hönd sveitarfélaganna í landinu. Fyrsta hrefnan veidd Síðasta dag október veiddu skipverjar á Halldóri Sigurðs- syni ÍS-14 fyrstu hrefnuna frá því að hvalveiðar í atvinnu- skyni voru leyfðar að nýju. Halldór Sigurðsson ÍS var á landleið til að ná í ís þegar að blaðamaður heyrði í Konráði Eggertssyni skipstjóra. Hann sagði vel hafi gengið að landa hrefnunni en hún var nokkuð stór. „Við klárum að vinna þetta dýr og sjáum hvað setur í framhaldinu,“ sagði Konráð þegar hann var inntur eftir því hvort frekari veiðar tækju við. „Þetta er leiðinda árstíð til að vera á veiðum, mikið myrkur og kuldi, við ætlum líka að sjá hvernig gengur að selja kjötið Ísfirðingurinn Ásdís Svava Hallgrímsdóttir keppti fyrir hönd Íslands í keppninni um Ungfrú heimur. Mýrarboltinn sló í gegn.

x

Bæjarins besta

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.