Bæjarins besta


Bæjarins besta - 04.01.2007, Qupperneq 12

Bæjarins besta - 04.01.2007, Qupperneq 12
FIMMTUDAGUR 4. JANÚAR 200712 dr. Ólína Þorvarðardóttir, fyrrv. skólameistari Menntaskólans á Ísafirði skrifar Ljós í vetrarmyrkri Þann 20. desember s.l. var listaverkið „Ljósið“ eftir Hrein Friðfinnsson afhjúpað á skóla- torgi Menntaskólans á Ísafirði, að viðstöddum velunnurum og aðstandendum skólans. Var þar saman kominn nokkur hópur fólks við látlausa en virðulega athöfn í tilefni þessa viðburðar, sem hefur átt sér nokkurn aðdraganda. Þetta listaverk, sem lýsir upp skólatorgið og veggi skól- ans í vetrarmyrkrinu, er sett upp í minningu Jóns Sigurðs- sonar, forseta – Vestfirðings- ins og þjóðhetjunnar sem helg- aði líf sitt framförum þjóðar sinnar og barðist fyrir sjálf- stæði okkar með mátt orðsins einan að vopni. Því vopni beitti hann fimlega af rök- hugsun og þekkingu þess sem hefur menntast í besta skiln- ingi þess orðs. Jón Sigurðsson hefur verið sagður lærðasti stjórnmála- maður okkar Íslendinga. Í frægri ritgerð sem hann skrif- aði í Ný félagsrit og nefnist „Um skóla á Íslandi“ segir hann að skólinn eigi að tendra hið andlega ljós og hið and- lega afl og veita alla þá þekk- ingu sem geri menn hæfa til framkvæmda. Fer vel á því að reisa listaverkið „Ljós“ í minningu þess merka frum- kvöðuls og menntamanns sem þannig talaði. Frumkvæði Marí- asar og Málfríðar Aðdragandi þess að Ljósinu hefur nú verið komið fyrir á lóð skólans er sá, að fyrir nokkrum árum stofnuðu hjón- in Marías Þ. Guðmundsson og Málfríður Finnsdóttir Minn- isvarðasjóð Jóns Sigurðsson- ar. Lögðu þau í sjóðinn eina milljón króna til þess að koma upp listaverki í minningu Jóns Sigurðssonar forseta á lóð Menntaskólans á Ísafirði. Sjóðinn afhentu þau skólanum til varðveislu og fólu undirrit- aðri forgöngu málsins ásamt fjórum valinkunnum mönn- um, þeim Gunnlaugi Jónas- syni bóksala, Jóni Páli Hall- dórssyni fv. forstjóra, Konráði Jakobssyni fv. framkvæmda- stjóra og Gunnari Jónssyni fv. umboðsmanni. Sótt var um viðbótarstyrki og fjármagn til ýmissa aðila með þeim árangri að Listskreytingasjóður ríkis- ins veitti 1,5 milljón krónur til verksins og skömmu síðar samþykkti bæjarstjórn Ísa- fjarðarbæjar að styrkja fram- takið um 1 milljón króna að auki. Auk þessara aðila eiga Fast- eignir Ríkissjóðs þakkir skilið fyrir jarðvegsframkvæmdir og undirbúning að uppsetningu verksins hér á skólatorginu – og sömuleiðis Menntaskólinn sjálfur fyrir að leggja fram fjármuni og starfskrafta. Listskreytingasjóður skip- aði valnefnd sem efndi til lok- aðrar samkeppni um listaverk- ið. Nefndina skipuðu auk und- irritaðrar, myndlistarmennirn- ir Finnur Arnar Arnarsson og Ragnhildur Stefánsdóttir sem veitti nefndinni formennsku. Þessi nefnd leitaði til þriggja listamanna um tillögur að verki, en það voru þau Sara Björnsdóttir, Hreinn Friðfinns- son og Ólafur Sveinn Gísla- son. Galdur og sjónlist Verk Hreins Friðfinnssonar „Ljós“, náði fljótlega tökum á okkur nefndarmönnum. Meg- in uppistaða þess eru flúrper- ur, svonefnt skærljós, sem hef- ur heilsufræðilega eiginleika, eins og fram kom í fyrstu til- lögudrögum höfundar. Í vetr- armyrkri er það staðgengill dagsbirtu og vinnur gegn dep- urð og þunglyndi. Listaverkið er þessvegna tvennt í senn, galdur og sjónlist. Og þar sem það nú stendur á skólatorgi menntaskólans lýsir það eins og lítil sól og varpar birtu á sitt nánasta umhverfi. Í bjarm- anum frá skini þess glampar á einkunnarorðin sem Íslend- ingar völdu óskabarni sínu, Jóni Sigurðssyni, að leiðar- lokum: Sómi, sverð og skjöld- ur. Ég á þá von að Ljósið verði nemendum Menntaskólans á Ísafirði táknrænn vegvísir á menntabrautinni og hvatning til dáða. Megi það standa sem réttnefndur minnisvarði um hugrekki, visku og dug – vitn- isburður um fordæmi manns sem beitti rökum og hugviti í stað aflsmunar, manns sem hafði hugsjón og tendraði hugsjónaeld með öðrum. – Ólína Þorvarðardóttir. Ólína Þorvarðardóttir. Björgunarsveitin Kofri fær nýjan bíl Björgunarsveitin Kofri í Súðavík fékk fyrir áramótin afhenta nýja bifreið. Bíllinn er af gerðinni Land Rover Defender og er breyttur fyrir 38” dekk. „Það hefur staðið til nokkuð lengi að sveitin festi kaup á nýjum bíl þar sem að eldri bíll sveitarinnar var orðinn gamall og óáreiðanlegur. Björgunarsveitin vill koma á framfæri þökkum til allra sem hafa styrkt okkur í gegnum tíðina og þar með gert kaup á þessum bíl möguleg“, segir í tilkynningu frá björgunarsveitinni. Ísafjarðarbær fær 11,7 millj- ónir króna í framlög vegna sérþarfa fatlaðra nemenda fjár- hagsárið 2007, samkvæmt til- lögu ráðgjafanefndar Jöfnunar- sjóðs sveitarfélaga. Bolung- arvíkurkaupstaður fær 980 þús- und krónur, Reykhólahreppur fær tæpar 2 milljónir, Vestur- byggð fær 1,9 milljónir og Súðavíkurhreppur fær 980 þúsund krónur. Nefndin samþykkti að leggja til að fyrsta tillaga að úthlutun framlaga vegna sérþarfa fatl- aðra nemenda á árinu 2007 næmi allt að 1.118,6 m. króna. Annars vegar er um að ræða áætlað framlag til Reykjavík- urborgar að fjárhæð 571,0 m. kr. á grundvelli samnings vegna reksturs sérskóla/sér- deilda, sem áður voru rekin af ríkinu en hins vegar áætlað framlag að fjárhæð 547,6 m.kr. vegna sérþarfa fatlaðra nemenda á grunnskólaaldri. – thelma@bb.is Tæpar 12 milljónir til Ísafjarðarbæj- ar vegna sérþarfa fatlaðra nemenda Grunnskólinn á Ísafirði er stærsti grunnskóli Ísafjarðarbæjar.

x

Bæjarins besta

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.