Bæjarins besta


Bæjarins besta - 04.01.2007, Qupperneq 14

Bæjarins besta - 04.01.2007, Qupperneq 14
FIMMTUDAGUR 4. JANÚAR 200714 Ábendingar um efni sendist til Thelmu Hjaltadóttur, thelma@bb.is – sími 849 8699 Mannlífið Netspurningin er birt vikulega á bb.is og þar geta lesendur látið skoðun sína í ljós. Niðurstöðurnar eru síðan birtar hér. Vefsíðan http://hhowser.blogspot.com „Þegar Biblían er eina GPS-ið manns er ekki nema von að maður villist stundum af leið. En þegar menn eru orðnir svo gjörsamlega áttavilltir í trú sinni að þeir taka engum rökum er hreinlega spurning hvort þeir eiga að ganga lausir! Nema þeir hinir sömu séu svo algjörlega í umsjá Guðs almáttugs að þeir muni aldre nokkurm tíma þurfa á aðstoð annarra að halda. Við skulum vona að hreindýraskyttan mikla pústi ekki alveg út og endi áttavilltur á sínum vegi.“ Smáauglýsingar Valgarður Einarsson miðill verð- ur á Ísafirði frá 8. janúar. Upp- lýsingar og tímapantanir eru í síma 867 7808. Til sölu eru sex íbúðir í fjölbýl- ishúsi við Hjallaveg 9 á Flateyri. Tvær íbúðir eru 112m² og fjórar íbúðir eru 58m² hver. Seljast allar saman en hver og ein sér. Tilboð óskast. Uppl. gefur Sig- urður Hafberg í síma 456 7762. Kajkaútgerð Grænhöfða á Flat- eyri er til sölu. Búnaður saman- stendur af 16 bátum og kajak- kerrum og öðrum tilheyrandi búnaði. Uppl. gefur Sigurður J Hafberg í síma 456 7762. Matthildur Helgadóttir framkvæmdastjóri Snerpu „Annars er þetta bara miðnætti á sunnudegi“ – Strengir þú áramóta- heit í ár? „Mér hefur ekki dottið neitt í hug til að strengja ennþá.“ – Hver heldur þú að sé ástæðan fyrir því að fólk strengi heit í upphafi árs? „Bara þessi almenna hjarð- hugsun.“ – Heldur þú að fólk almennt strengi áramóta- heit og standi við þau? „Ég hef heyrt í umræð- unni að fólk strengi gjarnan heit en standi sjaldnar við þau. Ég hef reyndar ekki stúderað þetta vísindalega, en þetta væri kannski efni í ágætis BA- ritgerð. Annars er þetta bara miðnætti á sunnudegi.“ – Hvaða áramótaheit telur þú vera algengustu sem fólk strengir? „Er það ekki bara öll flór- an, þau hljóta í það minnsta að eiga að vera til einhverra bóta. Miðað við þjóðarsálina þá hlýtur það að vera í megrun og borða lífrænt ræktaðan mat eða græða ógeðslega mikið af pening- um því það er líka voða mikið inn. Einn og einn furðufugl vill kannski eyða meiri tíma með börnunum sínum. Annars gæti það kannski bara verið að fara meira á pöbbinn og eyða meira í vitleysu.“ – Strengdir þú í fyrra og ef svo er stóðstu við það? „Ég man ekki til þess að ég hafi hreinlega nokkurn tíman strengt áramótaheit.“ Átt þú einhver eftir- minnileg heit sem þú hefur strengt í kringum nýárið? „Einu sinni einsetti ég mér að hætta að reykja og stóð við það en það var einhvern tíman í febrúar – eitthvað annað miðnætti.“ Úlfar Ágústsson á Ísafirði – Strengir þú áramóta- heit? „Nei ekki í þetta sinn“ – Hvers vegna ekki? „Það er ekkert mikilvægt í farvatninu.“ – Hver heldur þú að sé ástæðan fyrir því að fólk strengi heit í upphafi árs? „Ég tel það helst vera gamla siði.“ – Heldur þú að almennt strengi og standi fólk við áramótaheit sín? „Ég held að fólk strengi yfirleitt ekki áramótaheit.“ – Hvaða áramótaheit telur þú vera algengustu sem fólk strengir? „Að hætta að reykja.“ – Strengdir þú áramóta- heit í fyrra og ef svo er stóðstu við það? „Það gerði ég ekki og „Flestir ætla að hætta að reykja“ þurfti því ekki að standa við það.“ – Átt þú einhver eftir- minnileg heit sem þú hefur strengt í kringum nýárið? „Það er svo skrýtið að ég minnist þess ekki að hafa yfirleitt strengt áramótaheit. Ein áramótin ákváðum við frúin að hætta að drekka í tiltekinn tíma og stóðum bæði við það.“ Eru áramótaheit enn strengd? Áramótaheit fylgja áramótum rétt eins og flugeldar og stjörnublys. Eða hvað? Er fólk að strengja áramótaheit nú í dag eða er sá siður dottinn upp fyrir? Bæjarins besta fór á stúfana til að grennslast fyrir um áramótaheit sem bæði eru brostin og efnd. Birgir Þór Halldórsson – Bloggari.is Stefnir að því að standa við 45% af áramótaheitunum Strengir þú áramótaheit í ár og ef svo er hvað er það? „Ekki beint heit, því ég vil ekki lofa neinu heldur er þetta meira bara markmið sem ég set mér með engum lofum um að markmiðin verði að fullu kláruð fyrir lok ársins. En markmiðin eru að klára tvær stórar hugmyndir sem ég er með í hausnum, ferðast minna en í fyrra, en ég var 4 mánuðir erlendis og vera enn barnlaus í lok ársins. Svo langar mig að læra eitthvað nytsamlegt þannig að það er á ToDo list- anum fyrir næsta ár.“ – Hver heldur þú að sé ástæðan fyrir því að fólk strengi heit í upphafi árs? „Ætli það sé ekki bara til að afsaka sig fyrir að hafa ekki gert það á liðnu ári.“ – Heldur þú að almennt nema 3,5 kg.“ – Hvaða áramótaheit tel- ur þú vera algengustu sem fólk strengir? – „Bætt mataræði og betri heilsa. Auðvitað er líka heitið um að vera meira með fjöl- skyldunni sígilt, eins að ferð- ast meira innanlands.“ – Heldurðu að þú munir standa við áramótaheitið í ár? „Ég stefni að því að standa við 45% af þeim og vera því 10% yfir landsmeðaltalinu.“ – Strengdir þú í fyrra og ef svo er stóðstu við það? „Nei strengdi ekkert í fyrra enda var ég á fullu á ferðalög- um og þurfti ekki að setja mér nein markmið því ég var að lifa drauminn. En er þó sáttur með það sem ég gerði á liðnu ári.“ strengi og standi fólk við áramótaheit sín? „Ég held að fólk standi við sirka 35% af heitunum sínum, þ.e. þeir sem ætla að léttast um 10 kíló léttast því ekki um Spurning vikunnar Stengir þú áramótheit? Alls svöruðu 483. Já sögðu 154 eða 32% Nei sögðu 329 eða 68% 52 börn fæddust á síðasta ári Árið 2006 fæddust 52 börn hjá Heilbrigðisstofnun Ísa- fjarðarbæjar, það er einu færra en árið 2005 en þá voru börnin 53. Nokkuð jafnt hlutfall var á milli drengja og stúlkna en 25 stúlkubörn fæddust og 27 drengir. Fyrsta barn ársins er enn ófætt, en að sögn Ásthild- ar Gestsdóttur ljósmóður á fæðingadeild HSÍ ætti ekki að vera langt að bíða þar til það lítur heiminn fyrst augum. Eins og margir muna eflaust þá fæddist fyrsta barn Íslands árið 2005 á Heilbrigðisstofn- un Ísafjarðarbæjar á nýársnótt í fyrra. Aðspurð um horfur næsta árs segir Ásthildur líkur benda til þess að fæðingatíðni verði svipuð á þessu ári og undan- farin tvö ár, þó segir hún að erfitt sé að fullyrða um slíkt þar sem aðeins liggi fyrir tölur fram að miðju ári eða svo.

x

Bæjarins besta

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.