Bæjarins besta


Bæjarins besta - 04.01.2007, Blaðsíða 15

Bæjarins besta - 04.01.2007, Blaðsíða 15
FIMMTUDAGUR 4. JANÚAR 2007 15 Horfur á föstudag: Suðvestlæg eða breytileg átt, 10-15 m/s við suðurströndina, en annars hægari. Él víða um land. Horfur á laugardag: Norðaustan 13-18 m/s og snjókoma norðvestan- lands, en annars hægari og él. Horfur á sunnudag: Norðanátt og snjókoma eða él, en bjart suðvestan til. Horfur á mánudag: Norðanátt og snjókoma eða él, en bjart suðvestan til. Helgarveðrið Bloggið… Mikil fjölgun hefur orðið á svokölluðum bloggurum á meðal Vestfirðinga undan- farin ár. Bloggvæðingin hefur ekki aðeins náð til fólks undir þrítugu, heldur teygir hún sig upp í teygir sig upp í gegnum aldurshópana og ræðst af töl- vulæsi frekar en aldri. Orðið blog er dregið af enska orðinu weblog sem mætti útleggja á íslensku sem vefskrá. Orðið var síðan brotið upp í orðið we blog. Blogg eru jafn ólík og ein- staklingarnir sem skrifa þau. Bæjarins besta fór á stúfana til að forvitnast um hvað fólk er að blogga um og fann þenn- an pistil á vefsíðu Gríms Atla- sonar, bæjarstjóra Bolungar- víkur á slóðinni grimuratla son.blogspot.com/. Fall jólanna Jóladagur var athyglisverð- ur í lífi mínu. Fyrir utan að hafa bætt hressilega utan á mig með stjórnlausu áti á Þorláksmessu, aðfangadag og jóladag (hélt áfram á 2. í jólum) - lenti ég í miklu ævintýri. Við læstum okk- ur úti þegar við gengum út á leiðinni í jóladagsmessu. Þegar heim var komið ákvað hús- bóndinn að hífa sig upp á skyggnið fyrir ofan innganginn og reyna að losa glugga. Það vildi ekki betur til en svo að ég hrapaði aftur fyrir mig og lenti í miðj- um garðinum. Þar sem ég var að falla sá ég líf mitt renna hægt fyrir augunum á mér og var ég viss um að mínir dagar væru senn taldir. Ég lenti með miklu brambolti á handriði og þaðan út í garð. Handriðið breyttist í duft en einhverra hluta vegna stóð ég upp eftir byltuna alveg óskaddaður. Ég lifi! Ég hugsa nú að nágrannar mínir sem dvelja og vinna í Skýlinu hafi frá ýmsu að segja eftir að hafa haft Grím Atlason og fjölskyldu fyrir augunum í nokkra mánuði. Það er t.d. alveg ósögð sagan af því þegar frú Grímur fór til N.Y. og önn- ur kona fór í bað á Vitastíg 8....... Nú eftir hátíðarnar er ekki úr vegi að bjóða upp á eitthvað örlítið léttara en reykt kjöt og rjóma- sósur. Sælkerar vikunnar ætla reyndar ekki að bjóða upp á forrétt enda segjast þau vera afskaplega lítið forréttafólk. „Við ætlum hins vegar að gefa uppskrift að hvít- lauksosti sem var árangur mikilla tilrauna og langra vökunátta fé- laga okkar sem langaði í franskan Boursin-hvítlauksost en hann fékkst ekki hér á landi í þá daga. Þetta hafði hann upp úr krafsinu:“ ½ dl rjómi 400 g rjómaostur Steinselja Hvítlaukur Hitið rjómann að suðu í litlum potti, brytjið rjómaostinn niður í heitan rjómann, merjið hvítlauk eftir smekk hvers og eins (meira en hálfur hvítlaukur er ekki hlið- hollur meltingarfærum skv. fyrr- nefndum félaga). Söxuð stein- selja, hálft búnt ætti að duga. Maukið öllu saman, hitið vel og hellt aftur í formið undan rjómaostinum og kælt. Afspyrnu ágætt sem lystauki með rauðvíni og/eða bjór. Að þessu loknu er prýðilegt að bjóða upp á saltfisk. Þessi er með sultuðum lauk og papriku og bragðast betur en á horfist við eldun. Allur sá saltfiskur sem ætlunin er að hesthúsa, skorinn í hæfilega bita og velt upp úr hveiti. Steikið hann síðan upp úr olíu en smjör er alltaf betra og þá spörum við það ekki. Haldið heitum eða verið forsjál og eldið fiskinn síðast. Þá er það „sultan“. Í hana fer: 1 stk rauð paprika 1 stk græn paprika 2 stk rauðlaukar ½ dl hindberja- eða rauðvíns- edik 2 dl sykur Hreinsið, afhýðið eða flysjið allt sem þarf slíka meðhöndlun, brytjið síðan allt niður, smátt, stórt eða einhvern veginn. Setjið í pott ásamt lauknum og paprikunni og látið malla í 20-30 mínútur. Sósan með þessu er aðeins öðru- vísi. Í hana skal setja: 1 dl balsamedik 4 dl ólífuolíu a.m.k. 1 msk rúsínur a.m.k. 1 msk sólþurrkaða tómata a.m.k. 2 msk rauðlauk, smátt saxaðan a.m.k. 1 hvítlauksgeira, smátt saxaðan. Mýkið rauðlaukinn og hvít- laukinn í smá olíu, brúnið ekki. Bætið balsamediki út í, látið suð- una koma upp og látið malla í nokkrar mínútur. Hellið þá rest- inni af olíunni út í og hitið upp og bætið þá sólþurrkuðum tómötum og rúsínum út í. Hægt er að bera þetta fram í skálum hvert og eitt eða fiskinn ofan á sultunni í formi. Það er ekkert galið að bera fram hrísgrjón með þessum rétti. Þá er það eftirrétturinn og er hann það þyngsta í þessum pakka, verðlaunaréttur runninn undan rifjum fyrrnefnds félaga okkar. Í hann þarf: 400 g rjómaost 2 egg 8-10 msk flórsykur 1-2 tsk vanilludropa 200 g suðusúkkulaði ½ l rjóma 10-12 plötur After Eight- súkkulaði Hrærið rjómaostinn vel eða þar til hann er kekkjalaus. Þeytið eggin þá rækilega ásamt flórsykri og vanilludropum og blandið því saman við ostahrær- una. Bræðið súkkulaðiplöturnar og hellið þeim smátt og smátt út í. Kælið um stund. 10-12 plötur Aft- er Eight kældar um stund í frysti og síðan brytjaðar nokkuð smátt og settar saman við. Rjóminn stífþeyttur og blandað varlega með skeið/sleif saman við allt hitt. Sett í skál og kælt vel. Borið fram í eftirréttaskálum. Einni plötu af After Eight stungið á hornið ofan í. Svolítil sletta af þeyttum rjóma og/eða smákúlur af vanilluís til skrauts og bragðbætis. Gott með góðu kaffi. Um leið og við vonum að þetta bragðist sæmilega skorum við á Guðrúnu Magnúsdóttur listakokk og Einar Jónatansson yfirsmakk- ara í Bolungarvík að koma með krassandi matargerðartillögur. Heimatilbúinn hvítlauks- ostur og saltfiskréttur Sælkerar vikunnar eru Hildur Elísabet Pétursdóttir og Svavar Þór Guðmundsson á Ísafirði Friðsæl áramót á Ísafirði Hjá lögreglunni á Ísafirði var nokkuð rólegt yfir áramótin. Talsverð drykkja var þó á gamlárskvöld í miðbæ Ísafjarðar og gistu þrír fangageymslur vegna ölvunar og óspekta á almanna- færi. Ekki bárust neinar tilkynningar vegna slysa á fólki. Hjá Heilbrigðisstofnun Ísafjarðarbæjar komu engin meiðsli eða óhöpp inn á borð og var þar allt á friðsælum nótum yfir áramótin að sögn Þorsteins Jóhannessonar yfirlæknis. Fyrsta jólaballið í Haukadal Jólaball var haldið í fyrsta sinn í gamla félags- heimilinu í Haukadal í Dýrafirði á laugardag. Heimilisleg stemmning sveif yfir vötnum og boðið var upp á rjúkandi heitt og kaffiveitingar sem gestirn- ir komu sjálfir með að heiman. Bræðurnir Stúfur og Hurðaskellir létu sig ekki vanta á fögnuðinn og ullu miklu fjaðrafoki með tilheyrandi hlátrasköllum þegar þeir sneru börnum á hvolf til að athuga hvort þau hefði stækkað frá því um síðustu jól. Einnig ætluðu þeir að hafa einn gestanna, sem svo vildi til að var Hemmi Gunn, með sér heim í hell- inn og reyndu árangurs- laust að troða honum í pokann hjá sér, en höfðu þeir allir þrír mikið gaman af. Að sjálfsögðu kættu jólasveinarnir einnig börn- in með góðgæti úr pokan- um góða og dansi í kring- um jólatréð. Þótti jólaball- ið heppnast svo vel að stefnt er að það verði ár- legur viðburður héðan í frá. Bræðurnir Stúfur og Hurðaskellir voru hrókar alls fagnaðar á jólaballinu. Hemmi Gunn var meðal gesta en hann dvelur jafnan í Haukadal yfir áramót.

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.