Bæjarins besta


Bæjarins besta - 04.10.2007, Blaðsíða 1

Bæjarins besta - 04.10.2007, Blaðsíða 1
Ekki jafnt gefið milli lands- hluta Stofnað 14. nóvember 1984 · Sími 456 4560 · Veffang: www.bb.is · Verð kr. 300 m/vsk Fimmtudagur 4. október 2007 · 40. tbl. · 24. árg. Tæplega 54 látast að meðaltali á ári á Vest- fjörðum en fæðingar eru tæplega 115 að meðaltali. Á árunum 1996-2006 lét- ust 593 á Vestfjörðum. 70 létust í Bolungarvík, 281 á Ísafirði, 34 í Reyk- hólahreppi, 11 í Tálkna- fjarðarhreppi, 100 í Vest- urbyggð, 18 í Súðavíkur- hreppi, níu í Árneshreppi, sjö í Kaldrananeshreppi, 10 í Bæjarhreppi og 53 í Strandabyggð. Flestir lét- ust árið 1998 eða 65 manns en á síðasta ári létust 50 manns. Fæðingar voru ríf- lega tvöfalt fleiri eða 1260. 143 fæddust í Bolung- arvík á árunum 1996- 2006, 681 á Ísafirði, 36 í Reykhólahreppi, 64 í Tálknafjarðarhreppi, 160 í Vesturbyggð, 49 í Súða- víkurhreppi, þrír í Árnes- hreppi, 25 í Kaldrananes- hreppi, 22 í Bæjarhreppi og 77 í Strandabyggð. Fæðingum hefur fækkað tilfinnanlega, sem dæmi um það er að árið 1996 fæddust 88 börn á Ísafirði en þeim hefur farið fækk- andi síðan og voru 58 á síðasta ári og ekki nema 47 árið 2005. Fæðingar í fjórðungnum voru 152 árið 1996 en 91 árið 2006. Fleiri fæðingar en andlát – sjá viðtal í miðopnu við Elías Oddsson, fyrrum framkvæmdastjóra rækjuverksmiðju Miðfells hf., á Ísafirði og núverandi framkvæmdastjóra Vesturferða Meirihluti fiskvinnslufólks á Vestfjörðum telur að missi það vinnuna, verði erfitt að fá starf í heimabyggð. Þetta leiðir ný rannsókn Fjölmenningar- seturs og Háskóla Íslands í ljós. Fjórðungi vestfirsks fisk- vinnslufólks hefur verið sagt upp störfum og fimmtungur óttast uppsögn. Fjölmenning- arsetrið á Ísafriði vann könn- unina í júlí í samvinnu við félagsvísindadeild Háskóla Ís- lands. Hún tók til fiskvinnslu- fólks á Suðureyri, Bolungar- vík, Hnífsdal, Þingeyri, Flat- eyri og Súðavík. Markmiðið var að fá fram viðhorf svar- enda til atvinnuöryggis. Könnunin var bæði lögð fyrir Íslendinga og innflytj- endur, alls 220 manns, tæp 70% svöruðu. Meirihluti þátt- takenda í könnuninni, eða 2/ 3, eru Pólverjar. Þriðjungur svarenda hafði einungis lokið grunnskólanámi. Fleiri Pól- verjar en Íslendingar höfðu lokið framhaldskólanámi eða starfsnámi. Þriðjungur erlends fisk- vinnslufólks hafði búið hér á landi í skemur en þrjú ár og fæstir höfðu búið annars stað- ar á landinu en á Vestfjörðum. Langflestir komu til Íslands í leit að vinnu. Rétt tæpur helm- ingur innflytjenda gat ekki talað annað en móðurmálið sitt. Rúmur helmingur taldi sig öruggan um starf sitt. Fjórðungi hafði verið sagt upp störfum og tæpur fimmtungur óttaðist uppsögn. Pólverjarnir töldu atvinnumöguleika sína hafa batnað síðastliðið ár en Íslendingar töldu þá verri. Elsa Arnardóttir, fram- kvæmdastjóri Fjölmenningar- seturs, segir það hafa vakið mesta athygli sína við niður- stöður rannsóknarinnar, hve margir óttuðust að fá ekki vinnu í heimabyggð yrði þeim sagt upp störfum. – gunnaratli@bb.is Vestfirskt fisk- vinnslufólk í mikilli óvissu Vestfirskt fiskvinnslufólk er í mikilli óvissu.

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.