Bæjarins besta


Bæjarins besta - 04.10.2007, Blaðsíða 2

Bæjarins besta - 04.10.2007, Blaðsíða 2
FIMMTUDAGUR 4. OKTÓBER 20072 Þennan dag árið1939 sakaði Þjóðviljinn ráðherra landsins um að hafa dregið að sér eldivið á skömmtunartímum. Ráðherrarnir voru hreinsaðir af þessum áburði og ritstjór- ar blaðsins dæmdir fyrir meiðyrði. Dagurinn í dag 4. október 2007 –277. dagur ársins Ekki fyrirhugað að hafa sérsveitarmenn á Ísafirði Verkefni hjá sérsveit Ríkislögreglustjóra hafa aukist mikið undanfarin ár. Í framhaldi af því hafa vaknað upp spurningar þess efnis hvort ekki þurfi að hafa sérsveitarmenn til staðar á Ísafirði. Önundur Jónsson, yfirlög- regluþjónn á Vestfjörðum, segir að mikill fengur væri að fá sérþjálfaða sérsveitarmenn vestur, en ekki sé til fjármagn fyrir því. „Það væri mikill fengur að vera með sérþjálfaða menn, en við fáum ekki fjármagn til rekst- urs slíkra manna og þá annað að slíkir menn eru ekki inni í skipulagi sérsveitarinnar. Þeir eru aðeins á höfuð- borgarsvæðinu og Akureyri. En liðið mitt er vel þjálfað og ég treysti þeim til allra almennra lögreglustarfa og þá að geta haldið „kyrru ástandi við“ þar til liðsauki berst sbr. skotmálið í Hnífsdal snemmsumar.“ Reksturinn skoðaður Samningur við verk- taka þann sem sá um rekstur félagsstarfs aldr- aðra í húsnæði Félagsbæj- ar á Flateyri er fallinn úr gildi. Á fundi félagsmála- nefndar Ísafjarðarbæjar á dögunum var óskað eftir áliti samstarfsaðila um hvernig rekstri miðstöðv- arinnar skuli háttað og hvort taka beri fleiri rekstr- arþætti inn í samning um reksturinn. Senn líður að því að hauststarfið hefjist í Fé- lagsbæ og hefur verið ósk- að eftir að fá álit og til- lögur samstarfsaðila um starfsemina svo félags- málanefnd geti unnið úr þeim sem fyrst. Óskilamun- ir vandamál Þrátt fyrir að aðeins mán- uður sé liðinn af skóla- árinu eru óskilamunir farnir að safnast upp í Grunnskólanum á Ísa- firði, en það hefur verið mikið vandamál í gegnum tíðina. „Bæði strætó og Sund- höllin koma með óskila- muni til okkar og við höfum ekkert pláss fyrir þá alla. Við óskum eftir því að foreldrar geri sér ferð í skólann og kíki á snagana við kennslustof- urnar og gluggana í aðal- anddyrinu sem er gegnt sundhöllinni“, segir Guð- björg Halla Magnadóttir, kennari við skólann. Sjötta bocc- iamót Ívars Íþróttafélagið Ívar held- ur sitt árlega fyrirtækja- mót í boccia í íþróttahús- inu á Torfnesi á sunnudag. Þetta verður í sjötta sinn á jafn mörgum árum sem fyrirtækjamótið er haldið. Mótið er í raun opið og eru einu skilyrðin fyrir þátttöku þau að liðsfélagar séu tveir og geta þeir verið vinnufélagar, vinir eða fjölskyldumeðlimir. Veittur verður bikar fyrir efsta sætið en þar að auki verða veitt ýmis aukaverðlaun, t.d. fyrir bestu liðsheild, bestu hittni, besta búning og besta stuðningsliðið. Skráning fer fram í síma 865-4756 og á netfanginu gg@visir.is. Dýrafjörður er einn af fjór- um möguleikum fyrir stað- setningu alþjóðlegrar umskip- unarhafnar á Íslandi fyrir ís- hafssiglingar að því er fram kemur í skýrslu sem Háskól- inn á Akureyri hefur unnið. Þá koma Hvalfjörður, Eyja- fjörður og Reyðarfjörður einn- ig til greina. Settir eru fram tveir kostir á staðsetningu um- skipunarhafnar í Dýrafirði; að Mýrum og á Sveinseyri. Í skýrslunni kemur fram að sem áhrifavaldur á byggðaþróun er umskipunarhöfn líklega mikilvægust fyrir Dýrafjörð og Vestfirði en minnst mikil- væg fyrir Hvalfjörð og Suð- vesturhornið. „Miðað við þróun síðustu ára má gera ráð fyrir að um- skipunarhöfn í Dýrafirði myndi verða þess valdandi að Ísa- fjarðarsvæðið missti ekki fólk frá sér í eins miklum mæli og verið hefur. Jafnvel gæti höfn- in komið á jafnvægi eða hugs- anlega gert það að verkum að aðstreymi fólks verði heldur meira en frástreymi. Höfnin myndi því styðja við áfram- haldandi byggð og grósku- mikið mannlíf á Vestfjörðum en ýmsir hafa lýst yfir áhyggj- um af því að byggð á Vest- fjörðum kunni að vera í hættu á næstu áratugum“, segir í skýrslunni. Þá er tekið fram í skýrslunni að samgöngur milli norðan- verðra og sunnanverðra Vest- fjarða eru slæmar en frá fjórð- unginum er þokkalegt vega- samband til annarra landshluta og verður það bætt verulega á næstu árum. Það verði þó ekki hjá því komist að vegalengdir verða alltaf miklar frá Vest- fjörðum til annarra landshluta. „Aðgengi að flugsamgöngum til útlanda er verst frá Dýra- firði og felst það einkum í færri flugferðum til Reykja- víkur, verri aðstæðum til flugs og engu beinu utanlandsflugi. Tækifæri Dýrfirðinga liggur þó í flugbrautinni við Þing- eyri, með umskipunarhöfn á Sveinseyri er flugvöllur í ein- ungis 4 km fjarlægð og getur enginn staður státað af slíkri nálægð“. Ákaflega líklegt er að Norð- ur-Íshafið opnist fyrir sérhæfð- um siglingum á komandi ára- tugum. Margar siglingaleiðir á milli Austur-Asíu og Norð- ur-Evrópu eru mun styttri um Íshafið svo munar jafnvel 7.000km. Miklir flutningar eru á milli þessara svæða sem nemur þúsundum gáma á dag í aðra áttina og eykst hratt. Margt bendir til að hagkvæm- ast sé að sigla með mjög stór- um skipum, risaskipum um Íshafið sem einungis komi við í tveimur höfnum, annarri Atl- antshafsmegin og hinni Kyrra- hafsmegin. Umskipunarhöfn fyrir Íshafssiglingar gæti verið staðsett á Íslandi. Skýrslan var unnin fyrir styrk frá utanrík- isráðuneytinu.– thelma@bb.is Alþjóðleg umskipunarhöfn fyrir ís- hafssiglingar sett upp í Dýrafirði? Skipulagsstofnun telur að áhrif fyrirhugaðra snjóflóða- varna á öryggi íbúa, sem við núverandi aðstæður búa við snjóflóðahættu og rýmingar, verði jákvæð og að góðar líkur séu á því að tryggð verði ásætt- anleg staðaráhætta innan byggðarinnar í Bolungarvík. Þetta kemur fram í skýrslu Skipulagsstofnunar um hættu- mat fyrir Bolungarvíkurkaup- stað. Þar kemur fram að varn- arvirkin séu líkleg til að veita þeim sem óttast snjóflóð til- finningalegt öryggi. Að sama skapi munu varnirnar hafa rask í för með sér. Sú röskun sem bygging varnarvirkjanna hefur á bæj- armyndina mun leiða til þess að rót kemst á umræðuna um ofanflóðahættu sem er um- deild á meðal bæjarbúa. Sú staðreynd að langflestir eru á þeirri skoðun að bregðast eigi við vandanum á einhvern hátt leiðir engu að síður til þess að með byggingu varnanna er verið að leiða málið til lykta. Með varnargarðinum verði staðaráhætta byggðarinnar aldrei meiri en 1,0 af 10.000 fyrir utan fjögur hús í Traðar- landi en þau verða á hættu- svæði B (1,0-3,0 af 10.000) og tvö hús við Völusteins- stræti sem verði á hættusvæði C (3,0 eða meira af 10.000) en áætlað sé að ljúka öllum vörnum í Bolungarvík fyrir árið 2010. Þangað til fram- kvæmdum verði lokið verði farið eftir rýmingaráætlunum Veðurstofu Íslands. Skipulagsstofnun telur að áhrif fyrirhugaðra snjóflóða- varnamannvirkja á landnotk- un verði talvert neikvæð þar sem rífa þarf sex hús við eina götu til að koma mannvirkj- unum fyrir. Stofnunin telur að áhrif varnarvirkjanna á úti- vist verði ekki veruleg. Ljóst er þó að í stað náttúrulegs úti- vistarsvæðis s.s. í nágrenni Bólanna kemur manngert svæði og því verði útivist að einhverju leyti með öðrum hætti á svæðinu en verið hefur. Að mati stofnunarinnar þarf að tryggja vel öryggi þeirra sem um garðinn fara þar sem um verði að ræða hátt mann- virki. – thelma@bb.is Varnargarðurinn mun veita íbúum Bolungarvíkur tilfinningalegt öryggi Golfklúbbur Ísafjarðar lagði um helgina gras á nýjan nýjan púttvöll við Dvalarheimilið Hlíf á Ísafirði. Tryggvi Sigtryggsson, formaður klúbbsins segir verkið hafa gengið mjög vel og að allt gras sé komið á völlinn. „Það er smá frágangur hjá okkur en annars er allt gras komið á völlinn. Næsta verk er að setja girðingu í kringum hann, en ekki er víst hvort það verði gert fyrir veturinn.“ Það er Héraðssamband Vestfirðinga sem hefur umsjón með gerð vallarins en að honum standa, auk HSV, Ísafjarðarbær, Golfklúbbur Ísafjarðar og Félag eldri borgara í Ísafjarðarbæ. Meðfylgjandi mynd var tekin af klúbbfélögum við vinnuna. Allt gras komið á nýjan púttvöll á Torfnesi

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.