Bæjarins besta


Bæjarins besta - 04.10.2007, Blaðsíða 4

Bæjarins besta - 04.10.2007, Blaðsíða 4
FIMMTUDAGUR 4. OKTÓBER 20074 Vegur verknáms við Mennta- skólann á Ísafirði hefur verið að aukast jafnt og þétt síðustu misserin og nú er svo komið að 32% dagskólanema við skólann eru í verknámi, alls 95 talsins, og hafa þeir aldrei verið fleiri. Við skólann er boðið er upp á nám í vélstjórn, húsasmíði og stálsmíði til sveinsprófs og grunnnám í rafiðngreinum, hár- og snyrti- greinum, málmiðngreinum, bíliðna og bygginga- og mann- virkjagreinum. Enn sem kom- ið er eru einhverjar greinar háðar því að lágmarksþátttaka náist, en flestar eru kenndar í vetur. Rík áhersla er lögð á að verknámið sé í samstarfi við fyrirtæki á Ísafirði og sem dæmi um það má nefna samn- ing milli MÍ og 3X Techno- logy ehf. sem var undirritaður nýlega. Samningurinn gerir nemendum í málmiðngrein- um kleift að ljúka sveinsprófi í stálsmíði í heimabyggð eftir þriggja ára nám í skóla og starfsþjálfun á vinnustað. Tryggvi Sigtryggson, sviðs- stjóri málmiðngreina, og Guð- mundur Einarsson, sviðsstjóri vélstjórnar, hafa verið innstu koppar í búri í verknámskenn- slu MÍ síðustu árin. Þeir eru sammála um að –Hvaða verknám sjáið þið um við Menntaskólann? Tryggvi: „Það sem snýr að mér er málmdeildin, fyrsta og annað ár sem er grunnnámið, og svo er það nýjungin sem við bjóðum upp á í vetur, en hægt er að ljúka námi í stál- smíði frá skólanum núna, taka þriðja árið hérna, og taka sveinspróf að lokinni starfs- þjálfun.“ –Og starfsþjálfunina geta nemendurnir fengið hér á Ísafirði þá? Tryggvi: „Já, bæði hjá 3X Technology og á öðrum vinnu- stöðum, til dæmis vélsmiðj- unni Þristi. Þetta er þessi nýj- ung sem við bjóðum upp á í málmkennslunni og með henni er komið framhaldsnám í málm- og tréiðnaði sem er mjög gott.“ – Hvað ert þú með á þinni könnu Guðmundur? Guðmundur: „Ég sé um vél- stjórana. Nýlega var gerð sú skipulagsbreyting við skól- ann, sem við höfum lengi ósk- að eftir, að settur var yfirmað- ur yfir hverri deild verknáms. Þetta eru svo sérhæfðar grein- ar að það var þörf á því. Við bjóðum upp á fyrstu tvö stigin í vélstjórn hér við skólann og það tekur tvo vetur að klára þau. Vélstjóra námið er sam- tals fjögur stig og þriðja og fjórða stigið hafa nemendur vélstjórnar þurft að klára ann- ars staðar, annað hvort á Ak- ureyri eða í Reykjavík. Nú eru breytingar í bígerð og til stendur að stokka vél- stjóranámið upp á landsvísu. Í staðinn fyrir að hafa fjögur stig yrði náminu skipt í A, B, C og D hluta, það sem núna er fyrsta stig dettur út. Menn byrja þá bara strax á öðru stigi og eru tvö ár að taka það, eins og verið hefur ef fyrsta stig er talið með. Ég sé það fyrir mér að eftir að þessar breytingar taka gildi ættum við að geta ráðið við tvö af þessum nýju stigum og námslok eru þá sambærileg við þriðja stig í dag. Ýmsir áfangar sem nú eru í þriðja stiginu eru færðir yfir á C hluta. Þá geta vél- stjóranemar verið lengur við nám í MÍ, eða þrjú ár. Nú eru nemendur sem klára annað stigið með 750 kW réttindi en eftir breytingar geta þeir aflað sér 1500 kW réttinda hér á Ísafirði. Það eru yfir 2000 hestöfl og það eru orðin nokk- uð stór skip. Til dæmis er gamla Framnesið, sem nú heitir Gunnbjörn, innan þeirra marka. Ekki er þetta frágeng- ið, en við hér í skólanum stefn- um að þessu og ætlum okkur að framkvæma þetta.“ – Þetta væri mjög jákvæð þróun ekki satt? Guðmundur: „Jú, virkilega og ég get ekki séð annað en að þetta sé hægt.“ Tryggvi: „Það má nefna það að núna erum við að samkenna að hluta málm og vélstjórn. Þetta er gert í hagræðingar- skyni, en margir áfangar í þessum tveimur greinum eru líkir þannig að námið skarast.“ – Hvernig gengur það? Tryggvi: „Það gengur ágæt- lega ennþá.“ Guðmundur: „Þarna eru saman vélstjórnarnemar og tilvonandi járnsmiðir og til- vonandi bifvélavirkjar. Þeir læra allir sömu rafmagnsfræði og þurfa allir að fara í sama grunn um vélar. Við ákváðum því að steypa þessum brautum saman í fáeina áfanga, stokk- uðum þá upp og bjuggum eig- inlega til nýja áfanga þar sem nemendurnir geta tekið þenn- an grunn, án þess að það skipti máli á hvaða braut þeir eru. Ég tel að með þessu fái þeir góða undirstöðu og jafnvel betri en í öðrum skólum, þar sem þeir sem halda áfram í aðrar greinar en vélstjórn klára einnig fyrsta stigið, eins og fyrirkomulagið er núna. Þeir þurfa að taka aðeins meira um vélar en fá réttindin í bónus, fyrir utan að þeir hafa bara gott af þessu.“ – Eru nemendurnir sáttir við þetta fyrirkomulag? Guðmundur: „Já, þeir eru mjög ánægðir með það.“ Tryggvi: „Þetta er ákveðinn kostur, en fer nokkuð eftir fjölda nemenda í verklegum greinum hverju sinni. Það er ár og tíð síðan við útskrifuðum síðast iðnnema eftir gamla kerfinu, meistara- kerfinu, þar sem framhalds- námið fór aðallega fram úti í atvinnulífinu. Þeir sem eru í stálsmíðinni eru búnir með 2. ára grunnnám og hafa lokið við kjarnafögin og eiga bara eftir sérgreinar stálsmíðinnar. Þannig er staðan með stál- smíðabekkinn núna. Það er því nýjung að stálsmíðanemar og trésmiðir geti klárað sveins- prófið hér.“ – Er ásókn í verknám jöfn eða er hún að aukast? Tryggvi: „Mér finnst hún nokkuð jöfn, nema nú bætast stálsmíðanemarnir auðvitað við.“ Guðmundur: „Ég var hissa að heyra það í ræðu skóla- meistara við setningu skólans á dögunum hversu stór prós- enta nemenda skólans eru í verknámi. Mér finnst það mjög jákvætt. Við þurfum að ýta undir verknám vegna þess að verknám í dag á að vera álitlegur kostur til að stunda sína vinnu og líka til að byggja frekara framhaldsnám á, fyrir þá sem vilja fara í háskóla. Verknám er til dæmis alveg kjörið fyrir þá sem eru að fara í verkfræði, að ég tali ekki um vélaverkfræði, tæknifræði og slíkt. Það er mikill munur á því háskólafólki sem er í þessum greinum sem hafa tekið grunn á gólfinu og því sem hefur ekki gert það. Það fólk veit um hvað málið snýst.“ Tryggvi: „Tæknimennirnir eiga að vita um hvað málið snýst. Hér áður fyrr var maður tæknimaður ef maður var með sveinspróf í einhverju, en núna getur maður verið tækni- maður án þess að hafa unnið handtak í neinu.“ Guðmundur: „Þeir hjá 3X segja til dæmis að það sé gíf- urlegur munur á tæknimönn- um eftir því hvaðan þeir koma, hvort þeir hafa einhverja reyn- slu af verknámi í tæknigrein- um.“ – Hefur MÍ lagt aukna áherslu á verknám undanfarin misseri? Tryggvi: „Það er vissulega bryddað upp á nýjungum, til dæmis hár- og snyrtibrautin og stálsmíðin, en aukningu nemenda í verknámi má að miklu leyti rekja til þessara nýju greina. En ég held að umræðan um verknámið hafi aukist innan skólans og að hann sé jákvæðari í garð verk- námsins, ef hægt er að orða það þannig. Það á greinilega að leggja aukna áherslu á verk- nám.“ Guðmundur: „Númer eitt í að auka veg verknáms er að hugsa um væntanlega nem- endur, kúnnana. Þetta er svip- að og að reka fyrirtæki. Ef við höfum viðskiptavini reynum við allt sem við getum til að veita þeim sem besta þjónustu. Svo við tökum stálsmiðina sem dæmi þá var þar til staðar öflugur hópur sem var kominn í grunnnámið og ætlaði að halda áfram. Á því var hægt að byggja. Síðan koma góðir aðilar inn í samvinnu við skól- ann. Þessi möguleiki að ljúka sveinsprófi hér fyrir vestan er orðinn til vegna sameiginlegs átaks skólans, ráðuneytisins sem stendur á bakvið skólann og fyrirtækja og félaga hér í bænum. Hvað hugmyndir um að auka vélstjóranámið hér varð- ar verður að koma fram að við ætlum auðvitað að reyna að vera í samstarfi við fyrirtækin í bænum, eins og við höfum alltaf gert. Við höfum getað gengið í skipin sem liggja hér í höfninni eins og hver önnur skólaskip. Þá hefur Orkubúið verið boðið og búið að veita okkur aðstoð, við höfum alla tíð getað gengið að því vísu. Þetta góða samstarf verður til þess að auka fjölbreytni og sparar okkur einnig kostnað við tæki og tól. Það hefur alltaf verið auðsótt mál að fá lánuð sérhæfð verkfæri og allt þar fram eftir götunum.“ –Eruð þið að kenna eitthvað sem er ekki í boði annars stað- ar á landinu? Tryggvi: „Eftir því sem ég kemst næst er þetta eini skól- inn á landinu sem býður upp á framhaldsnám í stálsmíði.“ Guðmundur: „Þetta er því einstakt og við getum beint ungu fólki sem hefur verið í grunndeild málmiðngreina til okkar. Hér fær það persónu- lega kennslu í góðum skóla þar sem er góð heimavist og allt til alls.“ – tinna@bb.is Verknám á að vera álitlegur kostur Tryggvi Sigtryggsson og Guðmundur Einarsson.

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.