Bæjarins besta


Bæjarins besta - 04.10.2007, Blaðsíða 11

Bæjarins besta - 04.10.2007, Blaðsíða 11
FIMMTUDAGUR 4. OKTÓBER 2007 11 „Vissulega finnst mér að stjórnvöld hafi spilað framhjá landsbyggðinni með efnahags- stjórninni og í raun lagt heljarskatt á útflutningsfyrirtæki, sem hlutfallslega spila miklu stærri rullu á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæðinu. Það má segja að allt frá Akranesi, norður eftir og allt að norðausturlandi, hefur verið eignaupptaka vegna gengisskráningar. Og mér finnst við ekki hafa fengið að njóta þess í nægilega ríkum mæli í útgjöldum ríkisins.“ á lands- órninni krónunnar hefur styrkst. Ég tel að um leið og Seðlabankinn fór yfir 6-8% stýrivexti, þá hafi hann verið kominn á ranga braut. Við sjáum að í kringum okkur, í öllum hinum siðmenntaða heimi, eru þessir vextir á bilinu 0-6%.“ Ekki jafnt gefið milli landa – Nú varst þú lengi í rækju- vinnslu. Hvernig kom það til að þú fórst í þann bransa? „Ég byrjaði í þessu 1999, þegar Miðfell var stofnað af Hraðfrystihúsinu – Gunnvöru, Básafelli og Þormóði – ramma, sem keyptu rækjuvinnsluna út úr Básafelli. Til að byrja með átti ég engan hlut í fyrirtækinu, en það æxlaðist þannig að Básafell keypti hlut Þormóðs – ramma og átti hann í ein- hvern tíma. Síðan kom í ljós að Básafell vildi losna út úr þessu og loka fyrirtækinu, þannig að ég, og sérstaklega Guðni Geir Jóhannesson, keyptum hlut þeirra. Tæpu ári seinna keypti ég síðan hlut Guðna í félaginu og átti þá ríflega 60% í fyrirtækinu.“ – Var reksturinn ekki frekar strembinn alla tíð? Var ekki erfitt að vera öðrum háður með hráefni? „Ég veit það nú ekki. Fyrstu árin vorum við að kaupa bæði íslenskt og erlent hráefni, en veiðin við Ísland var þá strax farin að minnka og í talsvert langan tíma hafa veiðarnar varla náð að standa undir nema 1-2 verksmiðjum. En það var og er rekstrargrund- völlur fyrir rækjuverksmiðj- um á Íslandi, þó að það þurfi að kaupa hráefni á alþjóða- markaði. Við höfum ákveðið forskot hérna, við höfum mjög gott vatn, góðar verksmiðjur, fólk með þekkingu á iðngrein- inni og markaðurinn á Bret- landi hefur hingað til borið mikla virðingu fyrir rækju frá Íslandi. En staðan á þessum alþjóð- lega hráefnismarkaði er mjög sérstök. Íslendingar og Norð- menn mega kaupa og selja hráefni sín á milli. Færeyingar mega kaupa af eigin skipum og selja tollfrjálst inn á Evr- ópumarkað, en það máttum við ekki. Rækja af kanadísk- um skipum var tollskyld, en Kanadamenn þurftu að vísu líka að borga toll af henni svo það var nokkuð jafnt gefið með það. En Grænlendingar, sem hafa til langs tíma verið einna stærstu hráefnisfram- leiðendurnir, gátu ekki selt okkur rækju nema við borg- uðum toll af henni. Aftur á móti gátu þeirra eigin verk- smiðjur keypt tollfrjálst af grænlenskum skipum og selt tollfrjálst inn á Evrópumark- að, þannig að við vorum engan veginn samkeppnishæfir um það hráefni. Svo spilar líka inn í að í Noregi og Kanada eru rækju- verksmiðjur á svæðum með litla eða enga þenslu, eins og á Vestfjörðum, og stjórnvöld í þessum löndum hafa freistast til að niðurgreiða reksturinn með ýmsum hætti. Styrkir til sjávarútvegsins hafa ekki við- gengist í langan tíma á Íslandi, svo við stöndum ekki jafnfæt- is norskum og kanadískum verksmiðjum að því leyti.“ Munar um þennan vinnustað „Vissulega var reksturinn því frekar snúinn allan tímann, en í seinni tíð vorum við komnir með verksmiðju sem sennilega var sú hagkvæmasta í greininni. Alveg fram á það síðasta vorum við með meiri afurðasölu en aðrir, en því miður þá dugði það ekki til. Sumar verksmiðjur höfðu sterka bakhjarla sem bökkuðu þær upp í gegnum mesta öldu- dalinn. En ég get ekki kvartað, flestir þeir sem komu að fyr- irtækinu voru mjög jákvæðir og heilir í sínum viðskiptum, þannig að ég get ekki sagt að einn eða neinn hafi farið illa með okkur.“ – Það hlýtur að vera leiðin- legt fyrir þig persónulega að sjá eina fullkomnustu rækju- verksmiðju landsins standa tóma? „Já, það tekur alltaf á þegar svona er. En nú eru uppi fréttir um að hún fari í gang aftur, en ég veit að vísu ekki hvernig þau mál standa. En þarna er sennilega afkastamesta verk- smiðjan á tímaeiningu sem finnst hér á landi og að sjálf- sögðu vona ég að hún fari aftur í gang sem fyrst. Á stað eins og Ísafirði munar um 30- 40 manna vinnustað eins og þennan, svo við tölum ekki um allt sem leiðir af. Það fylgir þessu talsvert mikil velta fyrir bæinn og höfnina, en við vor- um að flytja inn hráefni á bil- inu 5 til 7 þúsund tonn á ári og fluttum út afurðir sem námu um 100 gámum yfir árið, að meðaltali 2 gámar í viku. Starfsemi sem þessi hefur gífurleg margfeldisáhrif í bænum, svo auðvitað vona ég að verksmiðjan komist í gang aftur.“ Fylgist af áhuga með fréttum – En nú eru komin ákveðin vatnaskil hjá þér og þú ert ekkert á leiðinni aftur í rækju- bransann, þó þú kannski fylg- ist með fréttum af honum? Þú ert bara sáttur við nýja stólinn? er alveg á hreinu. Sjávarútveg- urinn er nær eingöngu í út- flutningi svo hann hefur farið illa út úr þessu, ferðaþjónustan að miklu leyti líka, en ekki öllu leyti. Ferðaþjónustufyrir- tæki hafa víða tekið upp þann sið að verðleggja sig í íslensk- um krónum til að reyna að tryggja sig gagnvart þessum gengissveiflum. En ferða- manninum finnst það náttúr- lega furðulegt að auglýst verð í dollurum breytist frá degi til dags, þannig að vissulega er þetta til trafala. Mörg fyrirtæki hafa einnig náð að jafna gengissveiflurnar út að einhverju leyti með því að skulda í erlendri mynt. Í sjávarútvegi er staða fyr- irtækja gagnvart íslensku krónunni mjög mismunandi. Í Miðfelli til að mynda höfðu hreyfingar í gengi um það bil 30% áhrif, þ.e.a.s. ef krónan styrktist um 1%, minnkuðu tekjur okkar um 0,3%. Þetta var vegna þess að hráefni var keypt í erlendri mynt. En hjá þeim fyrirtækjum sem veiða sjálf allt sitt hráefni hafa geng- isbreytingar miklu meiri áhrif á tekjur. Vissulega finnst mér að stjórnvöld hafi spilað framhjá landsbyggðinni með efna- hagsstjórninni og í raun lagt heljarskatt á útflutningsfyrir- tæki, sem hlutfallslega spila miklu stærri rullu á lands- byggðinni en á höfuðborgar- svæðinu. Það má segja að allt frá Akranesi, norður eftir og allt að norðausturlandi, hefur verið eignaupptaka vegna gengisskráningar. Og mér finnst við ekki hafa fengið að njóta þess í nægilega ríkum mæli í útgjöldum ríkisins. Ég er náttúrlega enginn sér- fræðingur í efnahagsmálum, en mér finnst skrítið að Seðla- bankinn skuli beita stýrivöxt- um svona ótæpilega meðan stærsti hluti skulda þjóðarinn- ar er í erlendri mynd. Þau lán sem fyrirtæki og fasteigna- kaupendur taka snerta ekkert þessa stýrivexti, þannig að það eina sem þeir stýra eru vextir á vanskilagjöldum og slíku. Árangur af vaxtastefnunni er því afskaplega lítill, en vegna hennar hefur erlendum aðilum einhvern veginn tekist að ná sér í þennan vaxtamun sem hefur valdið því að gengi „Jú, ég er það og ætla ekkert að skipta mér af rækjuvinnslu þó ég fylgist kannski með af áhuga. En ég er ánægður á nýjum vettvangi og horfi bara með bjartsýni fram á veginn.“

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.