Bæjarins besta


Bæjarins besta - 04.10.2007, Blaðsíða 13

Bæjarins besta - 04.10.2007, Blaðsíða 13
FIMMTUDAGUR 4. OKTÓBER 2007 13 Snjóflóðavarnir í Bolungarvík Mat á umhverfisáhrifum – álit Skipulagsstofnunar Skipulagsstofnun hefur gefið álit sitt á mati á umhverfisáhrifum snjóflóðavarna í Bolungarvík samkvæmt lögum nr. 106/ 2000 m.s.b. Helstu niðurstöður Skipulagsstofnunar eru að fyrirhugaðar framkvæmdir við varn- armannvirki fyrir ofan byggðina í Bolung- arvík muni hafa jákvæð áhrif á öryggi íbúa m.t.t. snjóflóðahættu miðað við núverandi aðstæður. Stofnunin telur að helstu nei- kvæðu áhrif af framkvæmdum við varnar- virki í Bolungarvík verði áhrif á landslag og sjónræn áhrif auk áhrifa á fornleifar og uppkaup sex húsa og niðurrif þeirra. Varn- armannvirkin koma til með að breyta ásýnd svæðisins til langframa. Draga má úr neikvæðum áhrifum með vandaðri land- mótun og uppgræðslu. Álitið í heild liggur frammi hjá Skipulags- stofnun, Laugavegi 166, 150 Reykjavík. Álit Skipulagsstofnunar og matsskýrslu Bolungarvíkurkaupstaðar má sjá á heima- síðu stofnunarinnar: www.skipulag.is. Skipulagsstofnun. Subway leitar enn að húsnæði Eins og greint hefur verið frá hefur alþjóðlega skyndibitakeðjan Subway haft hug á því í nokkurn tíma að opna á Ísafirði. Er Subway ekki eini skyndibitastaðurinn sem hefur áhuga á að opna á Ísafirði, en Hjörtur Aðalsteinsson, annar eigenda skyndibitakeðj- unnar Quiznos, hefur hug á því að opna útibú frá keðjunni á Ísafirði. Skúli Gunnar Sigfússon, eigandi Subway á Íslandi, segir málin skýrast betur á næstu vikum. „Við höfum enn hug á að opna sem fyrst á Ísafirði um leið og húsnæðismál skýrast. Ekkert er hins vegar ákveðið í þeim efnum ennþá. Það skýrist vonandi næstu vikurnar.“ Melrakkasetur Íslands stofnað Melrakkasetur Íslands var stofnað 15. september s.l. í félagsheimilinu í Súðavík. Á stofnfundinum var safnað 1.870.000 krónum í hlutafé og eru hluthafar 39 talsins. Á fundinum voru flutt tvö erindi, Ester Rut Unnsteins- dóttir hélt fyrirlestur um sögu, atferli og líf refa á Íslandi og Jón Jónsson, ný- ráðinn menningarfulltrúi Vestfjarða, hélt erindi um sýn sína á hvaða tækifæri gefast með uppsetningu safns og hvaða áhrif það getur haft á samfélög eins og Súðavík að fá slíkt safn, samanber uppsetningu galdraseturs á Ströndum. Héraðsdómur Vestfjarða hefur dæmt Fiskmarkað Suð- urnesja til þess að greiða út- gerðinni Ikan hf. skaðabætur fyrir fiskfarm sem hvarf. Þá var vöruflutningsbílstjóri og Fiskvinnslan Kambur, sem stefnt hafði til vara, sýknuð. Deilt var um fiskfarm sem landað var í Bolungarvík í júlí og fluttur var í hús Fiskmark- aðs Suðurnesja en ekki tókst að upplýsa hvað um farminn varð. Sök var lögð á Fisk- markaðinn fyrir að geta ekki gert grein fyrir afdrifum farmsins og hann dæmdur til að greiða stefnanda skaðabæt- ur. Samkvæmt skilningi aðal- stefnda hafði stefnandi ákveð- ið að selja fiskinn beinni sölu til Kambs. Verður að leggja til grundvallar að aðalstefndi hafi á grundvelli þessa skiln- ings tekið fiskinn í hús til varð- veislu og ætlað að afhenda hann flutningsmanni, sem annaðist fiskflutninga fyrir Kamb. Starfsmenn Fiskmarkaðs Suðurnesja skýrðu frá því fyrir dómi að þeir hafi afhent fisk- inn til vöruflutningsbílstjór- ans ásamt öðrum fiski sem þeir fluttu til Fiskvinnslunnar Kambs þennan dag. Engra annarra gagna nýtur við um að fiskurinn hafi í raun verið afhentur til flutnings með þessum hætti. Vitni sem ann- aðist slægingu fyrir Kamb undir merkjum Fiskmarkaðar Flateyrar, ber eindregið að þessi afli hafi aldrei komið þangað til slægingar og af hálfu þrautavarastefnda er ein- dregið staðhæft að til hans hafi hann aldrei borist. Dómnum þótti varhugavert að telja nægilega sannað með munnlegum skýrslum starfs- manna aðalstefnda að um- ræddur afli hafi verið afhentur þrautavarastefnda til flutn- ings. Er því óupplýst hvað um fiskinn varð eftir að hann kom í húsnæði aðalstefnda. Aðalstefndi þykir eiga að bera sönnunarbyrði um það hvert hann ráðstafaði fiskin- um úr sinni vörslu. Þykir hann verða að bera hallann af því að hann hefur ekki getað gert fullnægjandi grein fyrir því hvað af fiskinum varð enda hefur ekki tekist að upplýsa það með öðrum hætti. Óumdeilanlega varð Ikan hf. fyrir tjóni vegna þess að fiskurinn kom ekki fram svo sannað sé, til þrautavara- stefnda, enda hefði stefnandi þá enn átt þess kost að ráðstafa honum með öðrum hætti ef þrautavarastefndi hefði ekki viljað veita honum viðtöku. Þótti aðalstefndi hafa sýnt af sér gáleysi við meðferð fisks- ins þar sem hann hefur ekki getað gert fullnægjandi grein fyrir því hvað hann gerði við hann. Þykir hann með því hafa bakað sér skaðabótabyrgð gagnvart stefnanda. Deilt um fiskfarm sem hvarf Stjórnsýsluhúsið á Ísafirði. Þrír sóttu um verkefnastjórn átaksverkefnis í atvinnusköpun Þrjár umsóknir hafa borist atvinnumálanefnd Ísafjarðar- bæjar vegna verkefnastjórnar átaksverkefnis í atvinnusköp- un sem nú er verið að hrinda af stað á norðanverðum Vest- fjörðum. Umsækjendur eru Shiran Þórisson viðskipta- fræðingur í samstarfi við Guð- mund Kjartansson lögg. esk. og Björn Jóhannesson hrl. fyrir hönd óstofnaðs ráðgjafa- fyrirtækis. Ingi Þór Ágústsson hjúkrunarfræðingur og nemi í MPA námi í stjórnsýslu í samstarfi við ráðgjafafyrir- tækið Capacent. Ólafur Arnar Ingólfsson og Steinþór Braga- son í samstarfi við Einar Ársæl Hrafnsson og Sigmund R. Guðnason. Menntun og reyn- sla þeirra er á sviði viðskipta- , sjávarútvegs-, umhverfis- og tæknimála. Stofnað yrði einka- hlutafélag um reksturinn. Í bókun atvinnumálanefnd- ar kemur fram að nefndin fagnar umsóknunum en í öllum tilfellum er reiknað með stofnun eða staðsetningu ráð- gjafafyrirtækis í Ísafjarðarbæ. Atvinnumálanefnd mun taka viðtöl við alla umsækjendur áður en ákvörðun um ráðn- ingu verður tekin. Starfið var auglýst valkvætt þar sem til greina kom bæði að ráða ein- stakling beint til starfa eða fá ráðgjafafyrirtæki til að annast verkefnisstjórnina gegn því að slíkt ráðgjafafyrirtæki verði staðsett og/eða stofnað í Ísa- fjarðarbæ. Markmið verkefnisins er að skapa 50 ný störf á tveimur árum. Það var atvinnumála- nefnd Ísafjarðarbæjar sem lagði til á fundi sínum í júní að átakinu yrði hrint úr vör til að skapa störf bæði í fram- leiðslu og þjónustu og ekki síst að lögð yrði áhersla á þjón- ustu út af svæðinu. Á fundi nefndarinnar voru einnig lagðar fram umsagnir Verka- lýðsfélags Vestfirðinga, Vaxt- arsamnings Vestfjarða og Há- skólaseturs Vestfjarða um hvernig þessir aðilar geta komið að átakinu. Fornleifadeild Náttúrustofu Vestfjarða mun rannsaka framkvæmdasvæðið við vænt- anlegan varnargarð í Traðar- hyrnu í haust og munu fram- kvæmdir því ekki tefjast frek- ar en orðið er. Frá þessu er greint á vefsíðu Bolungarvík- ur í kjölfar frétta af því að Skipulagsstofnun hafi sagt í áliti sínu að snjóflóðavarnar- mannvirki fyrir ofan byggðina í Bolungarvík muni spilla ásýnd svæðisins til langframa og raska fornleifum. Einnig kemur fram í álitinu að öryggi íbúanna verði hins vegar betur tryggt. Náttúrustofa Vestfjarða sendi Skipulagsstofnun mats- skýrslu um snjóflóðavarnir í en snjóflóðavarnargarður verð- ur reistur Varnargarðurinn í Bolung- arvík á að vera um 18-22 metra hár og 700 metra langur þver- garður, staðsettur þar sem Dís- arland er nú. Auk þess verða 8 keilur ofar í fjallinu. Áætlað er að í varnarvirkin fari um 400 þúsund rúmmetrar af fyll- ingarefni sem reiknað er með að fáist innan framkvæmda- svæðisins. Áætlaður heildar- kostnaður við byggingu varn- arvirkjanna er 750 milljón krónur en endanlegur kostn- aður ræðst þó af þeim tilboð- um sem berast í verkið. Gert er ráð fyrir að bygging varn- anna taki um 2-3 ár. – thelma@bb.is Bolungarvík fyrir rúmum mánuði með ósk um mat á umhverfisáhrifum. Skipulags- stofnun leggur áherslu á að fornleifarannsóknum á svæð- inu verði að fullu lokið áður Bolungarvík. Fornleifarannsókn fer fram við varnargarðinn

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.