Bæjarins besta


Bæjarins besta - 04.10.2007, Blaðsíða 14

Bæjarins besta - 04.10.2007, Blaðsíða 14
FIMMTUDAGUR 4. OKTÓBER 200714 Sumrinu lokið og vetrarstarfið að hefjast Nú þegar sumarvertíð ís- firskra fótboltakappa, á öllum aldri og af báðum kynjum, er lokið og vetrarstarf félagsins að fara af stað þótti tilvalið að ræða við Svavar Þór Guð- mundsson, formanns Boltafé- lags Ísafjarðar. Viðtal þetta var tekið seint í ágúst þegar sameinað lið BÍ og Bolungar- víkur atti kappi við Hugin um laust sæti í 2. deild á næstu leiktíð, og áður en æfingar yngri flokka hófust á ný eftir hlé. Horft til enn frekara samstarfs – Sumarstarf Boltafélagsins gekk prýðisvel og þótti árang- ur yngri flokka félagsins sér- staklega góður. „Sumarið hefur í raun geng- ið framar öllum vonum. Meist- araflokkur karla, sem við höldum úti í samstarfi við Ungmennafélag Bolungarvík- ur, er núna að spila um síðasta lausa sætið í annarri deild og það er nokkuð langt síðan þeir komust í þá stöðu. Það gekk að vísu ekki alveg eins vel hjá meistaraflokki kvenna, en þetta er bara annað sumarið síðan honum var komið á fót og það má líta á það þannig að það sé afrek út af fyrir sig að halda úti meistaraflokki kvenna. Það hefur verið svolítið erfitt og við höfum átt í erfiðleikum með mannskap en við lítum björtum augum til framtíðar enda þurfa yngri iðkendur að hafa einhvern endapunkt á fót- boltaferlinum og eitthvað til að keppa að. Almennt má segja að við skiptin úr 3. flokki í 4. flokk sé komið að ákveðnum vendi- punkti hjá knattspyrnumönn- um og –konum. Þá þarf að ákveða sig hvort halda eigi áfram í fótboltanum af ein- hverri alvöru eða bara sleppa þessu, og við höfum verið að sjá brottfall á þessum tíma, hjá báðum kynjum. Og við erum ekki það mörg að við megum við mikilli blóðtöku, og þess vegna hafa 3. flokkar verið veikir fyrir. Þá hefur 2. flokkur ekki verið til fyrr en síðasta vetur þegar við fórum að halda honum úti með Bol- víkingum. Hann æfir á sama tíma og meistaraflokkur, og hefur verið að gefa mikið upp í meistaraflokk. Samstarfið með Bolvíking- um hefur gengið mjög vel og gerir okkur kleift að halda úti kraftmeira starfi. Við erum farnir að vinna með þeim al- veg niður í fjórða og jafnvel fimmta flokk. Bæði við í Boltafélaginu og Bolvíkingar gerum okkur grein fyrir því að það er ómögulegt að halda úti kröftugu starfi án þess að vinna með þeim sem eru í kringum okkur. Þetta samstarf hefur skilað því að við erum að fá stærri hópa og við erum að fá sterkari lið. Þetta eykur breiddina al- veg hiklaust og býður upp á ýmis tækifæri sem aukast nátt- úrlega enn frekar þegar göngin verða komin. Þá verður auð- veldara fyrir okkur að sækja æfingar hjá þeim og öfugt. Hér á Ísafirði er íþróttahúsið fullsetið og við getum ekki boðið upp á meira en tvær æfingar á viku yfir vetrartím- ann, sem er einfaldlega alltof lítið. Með því að starfa með UMFB og hafa hluta æfing- anna í Bolungarvík getum við boðið upp á jafnvel tvær æf- ingar til viðbótar í hverri viku að því gefnu að bæjaryfirvöld og yfirmenn íþróttahúsa verði okkur hliðhollir. Ég hef enga ástæðu til að ætla annars en að það gangi vel. Eins og ég segi þá hefur samstarfið gengið mjög vel og við horfum til enn frekara samstarfs, og ég, prívat og persónulega, vil sjá samruna í framtíðinni.“ Mjög góður árangur yngri flokka „Hápunktar sumarsins í starfi yngri flokkanna eru án efa Króks- og Pæjumótin sem eru haldin á Sauðárkróki og Siglufirði í ágúst. Þetta árið voru krakkarnir að standa sig framar vonum. Ég man þegar ég var að byrja að fara með strákinn minn á Króksmót fyrir nokkrum árum, vorum við að tapa leikjum með stæl. Leikirnir voru að fara 13-0 og svona, og á móti liðum eins og Tindastóli sem við berum okkur oft saman við. Síðan lá leiðin upp á við, töpin urðu ekki eins óþyrmileg og þegar strákurinn minn var á eldra ári í 6. flokki þá gerðu þeir jafntefli við Tindastól og unnu þá svo í 5. flokki. Í ár vorum við með A- og B-lið í 6. flokki og A-liðið var til að mynda að leggja Þór frá Akureyri sem er með eitt efni- legasta 6. flokks lið á landinu. Svo töpuðu þeir naumlega fyr- ir KA í leik um réttinn til að spila til úrslita, og unnu síðan leikinn um 3. sætið með fimm marka mun. B-liðið vann ekki eins marga leiki, en þeir voru flestir á yngra ári og voru að spila við lið eins og FH sem hefur úr kannski 100 strákum að velja og er litlu lakara en A-lið FH. Þá sendum við blandað B-lið 7. flokks sem náði 2. sæti í sinni keppni. Á Pæjumótinu á Siglufirði voru stelpurnar mjög flottar. Þar byrjaði 4. flokkurinn að vísu hægt, en fór svo upp á við og landaði góðum sigrum þegar á leið. 5. flokkur stóð sig frábærlega og var mjög nálægt því að spila um 3. sæti á mótinu. Þær voru jafnar Þór að stigum, en Þórsstelpur höfðu skorað einu marki meira, og okkar stelpur end- uðu þess vegna í 6. sæti. Hjá 6. flokki var sama sagan og hjá þeim 4., þær byrjuðu hægt en tóku sig síðan á og náðu nokkrum góðum sigrum. Þetta sýnir það að við erum farin að geta borið okkur sam- an við stærri landsbyggðar- liðin, sem ég held að við hefðum ekki getað fyrir nokk- rum árum. Við eigum hins vegar nokkuð í land með að ná stóru liðunum á höfuðborg- arsvæðinu.“ Erfiðleikar í þjálfaramálum „Nú er vetrarstarfið að fara af stað og eitt af því sem við ætlum að bjóða upp á eru æf- ingar með 8. flokki. Þar spila stelpur og strákar á tveimur efstu árunum í leikskóla. Við stefnum á að hafa tvær æfingar í viku, ókeypis fyrir þátttak- endur. Þetta er miklu meiri leikur en hjá hinum flokkun- um og æfingarnar miða að því að þjálfa upp hreyfiþroska. Þarna eru alls konar leikir, eins og stórfiskaleikur og annað sem getur hjálpað til í fótbolt- anum. Þjálfaramál eru ekki ennþá komin á hreint fyrir veturinn, en þetta hefur verið sama vandamálið á hverju ári. Málið er að við missum svo til alla eftir tvítugt sem annað hvort hætta að æfa, fara suður í háskóla eða fara jafnvel annað til að spila fótbolta. Við höfum þurft að reiða okkur á unga krakka sem eru að spila í meistaraflokki, sem er slæmt því þeirra dagskrá með meist- araflokki skarast oft á við yngri flokka starfið og oft eru leikir á sama tíma á mismun- andi stöðum á landinu. Þau eru að gera sitt besta í þjálfun- inni og er það þakkarvert en þessi skörun er ekki nógu góð. Þetta er erfitt, en okkur hefur ekki boðist neitt annað. Aðalvertíðin er um sumarið og þá er verið að fara í mót um helgar. Þetta er tíminn þegar fólk vill fá að vera í fríi og það fólk sem við höfum helst viljað fá, þ.e.a.s. foreldr- ar sem voru að æfa fótbolta á sínum yngri árum, hefur ekki fengist í þetta. Þess vegna höfum við verið að reyna að ráða einhvern í hálfa vinnu sem sæi þá alfarið um þjálfun yngri flokkanna. Í vor auglýsti ég á landsvísu eftir slíkum einstaklingi, og bauðst til að redda honum íbúð og hálfri vinnu á móti þessari, en ég fékk ekki eitt einasta svar.“ Jöfnunarsjóður myndi hjálpa mikið – Nú hefur ferðakostnaður alltaf verið smærri íþróttafé- lögum á landsbyggðinni mjög erfiður. Fyrir nokkru var sam- þykkt að stofna sjóð sem ætti að jafna þennan kostnað og koma til móts við þessi íþrótta- félög. „Það er búið að samþykkja stofnun hans og skipa nefnd, sem Jóhann okkar Torfason er meðal annarra í, og sjóður- inn fer vonandi að taka til starfa. Ég hef ekki heyrt neitt um greiðslur úr honum ennþá en við bíðum og vonum. Þessi sjóður myndi klárlega breyta miklu fyrir okkar starf, því hver leikferð sem við för- um í er að kosta um 300 þús- und krónur. Núna er 4. flokkur karla að fara suður í úrslita- keppni Íslandsmótsins þar sem þeir spila þrjá leiki á þremur dögum, og þetta er ferðakostnaður upp á alls 350 þúsund kall. Þeir hafa nú þegar farið í þrjár svona ferðir, svo kostnaðurinn er gríðarlega mikill. Við höfum því miður ekki bolmagn til að standa undir þessum kostnaði, en reynum að styrkja alla flokka til þessara ferða með því að borga fyrir þjálfara og farar- stjóra, en meira getum við því miður ekki gert. Þessi krakkar hafa verið alveg óskaplega duglegir við að safna pening- um til að niðurgreiða ferðirnar og það gerir þeim kleift að komast þetta. Aðstöðumunur okkar og liðanna fyrir sunnan er svaka- lega mikill. Til dæmis í þessari úrslitakeppni, þá þurfa okkar strákar að borga þennan pen- ing, en hinum liðunum nægir að labba á völlinn eða taka strætó. Jöfnunarsjóðurinn mun aldrei laga þennan að- stöðumun alveg, en samt sem áður verður þetta kærkomin hjálp fyrir okkur. Ef við fáum 10% ferðakostnaðarins til baka munar það strax miklu.“ Lagt af stað inn í veturinn „Núna er sumarstarfinu að lokið hjá okkur og flestir flokkar fara í frí í september. Svo byrjum við aftur að æfa fljótlega, yngri flokkarnir fara strax inn í íþróttahús en þeir eldri æfa á gervigrasinu eitt- hvað áfram. Um leið og menn eru farnir inn í hús eru þeir í rauninni farnir að æfa allt aðra íþrótt. En inniæfingar á vet- urna eru sniðugar til að þjálfa upp tækni, sem síðan nýtist þegar þú ert kominn út á grasið á vorin. Við hefjum okkar vetrar- starf með uppskeruhátíð sem verður auglýst fljótlega. Að henni lokinni munum við leggja af stað inn í veturinn af fullum krafti því að fótboltinn er ekki lengur bara sumar- íþrótt. Ef við lítum þannig á drögumst við aftur úr hinum liðunum á ný.“ – halfdan@bb.is

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.