Bæjarins besta


Bæjarins besta - 04.10.2007, Blaðsíða 18

Bæjarins besta - 04.10.2007, Blaðsíða 18
FIMMTUDAGUR 4. OKTÓBER 200718 Mannlífið Netspurningin er birt vikulega á bb.is og þar geta lesendur látið skoðun sína í ljós. Niðurstöðurnar eru síðan birtar hér. Smáauglýsingar Sigríður Ragnarsdóttir og Jónas Tómasson búa í Smiðju- götunni á Ísafirði, í húsi sem eitt sinn hýsti Tónlistarskóla Ísafjarðar. – Hvað er húsið gamalt? „Einhversstaðar stendur að það sé byggt 1923, en yfirleitt er miðað við að byggingarárið sé 1924. Annað hús stóð á lóðinni hér á undan, en það brann og þá var þetta hús flutt til Íslands frá Noregi og byggt á gamla grunninum. Þetta er sem sagt eitt af þessum norsku húsum sem voru sett saman hér á Íslandi.“ –Hvað eruð þið búin að eiga heima hér lengi? „Við fluttum inn 1993. For- eldrar mínir fluttu hingað inn 1952. Þá átti Tónlistarfélag Ísafjarðar húsið. Það var mað- ur að nafni Jón Samúelsson Eðvald sem byggði húsið og hann seldi það Þorleifi Guð- mundssyni, föður Þórhildar Þorleifsdóttur leikstjóra, en hún fæddist hér í húsinu.“ –Það hafa þá ekki búið margir í þessu húsi þrátt fyrir að það sé orðið svona gamalt? „Nei, eins og ég sagði þá fluttu foreldrar mínir hingað inn 1952. Þau keyptu húsið af Tónlistarfélaginu og svo keypt- um við Jónas húsið þegar mamma dó 1993.“ – Er húsið í sinni uppruna- legu mynd, eða hefur eitthvað verið byggt við það? „Árið 1932 var byggð út- bygging við aðrar útidyrnar, en það eru einu stóru breyt- ingarnar sem hafa verið gerð- ar. Í sumar létum við svo breyta einum stofuglugganum í hurð til að komast út í garð- inn.“ – Hafið þið unnið mikið að því að gera húsið upp? „Nei, ekki svo mikið, næst á dagskrá er að gera stofuna upp, en við höfum bara verið í viðhaldi eins og að skipta um ofna og þess háttar. En það stendur til að klæða húsið að utan.“ – Hvernig finnst ykkur að búa í svona gömlu húsi? „Það er rosalega gott, ég kann voða vel við það. Þetta er auðvitað húsið sem ég ólst upp í. Það er svolítið sérstakt að flytja aftur inn á gamla heimili sitt, mér finnst það mjög notalegt. Það er samt þannig að í gömlu húsi sem þessu þyrfti að búa fólk sem er flinkt í höndunum og getur lagað hitt og þetta eftir þörfum. Það þarf heilmikið að dytta að í svona gömlum húsum og við finnum fyrir því að hvorugt okkar hefur kunnáttu til þess.“ – Hverjir eru kostirnir? „Það er góður andi í húsinu og því fylgir mikil saga, hér er hlýlegt og viðkunnanlegt að búa.“ –En gallarnir? „Það eru kannski ekki beint neinir gallar, en mesti vandinn við að búa í gömlu húsi er að það krefst mikils viðhalds. Síðan þarf að passa upp á það þegar breytingar eru gerðar að þær séu í sama stíl og hús- ið.“ – Finnið þið fyrir því að Ísfirðingar fylgist með gömlu húsunum á Eyrinni? „Nei, ekki sérstaklega, það hefur enginn agnúast út í það að við höldum húsinu ekki nógu vel við eða neitt þannig“, segir Sigríður hlæjandi. „Það er helst að ferðamannahópar stoppi hérna, og ekki bara við okkar hús heldur öll húsin hér í kring. Ferðamönnum finnst mörgum áhugavert og gaman að koma í þetta gamla hverfi. Það er ekkert algengt á Íslandi að til séu heilu hverfin sem eru nánast bara byggð göml- um húsum. Það hefur heil- mikið verið unnið í húsunum hér á Eyrinni á undanförnum árum. Mörg eru því orðin mjög falleg.“ – Húsinu fylgir dálítill garð- ur ekki satt? „Jú, við erum með svolítið villtan og skemmtilegan garð. Þegar ég var barn var talið að ekki væri hægt að láta neitt vaxa hér á Eyrinni. Hér væri enginn jarðvegur og lóðirnar væru bara þaktar sjávarmöl. En það er löngu búið að af- sanna það, garðarnir hér eru mjög blómlegir og hægt að láta ýmislegt vaxa. Við erum til dæmis með rósir og hegg og allt vex mjög vel, en auð- vitað er búið að moka heil- mikilli mold á lóðirnar. Menn voru ekkert að rækta í görðun- um hjá sér og voru eitthvað ragir við að gróðursetja í mörg ár. Það hefur orðið viðhorfs- breyting allstaðar í samfélag- inu.“ – Hvað finnst ykkur merki- legast við sögu hússins? „Tónlistarskólinn var í hús- inu til fjölda ára. Hér fór kenn- sla fram og samæfingar, tón- leikar, kóræfingar og fleira. Saga hússins er því sérstök að því leytinu til og spilaði vænt- anlega stórt hlutverk í því að mælt hefur verið með því að húsið verði friðað, en það var gert í kjölfar húsakönnunar sem var gerð fyrir nokkrum árum hér í bænum.“ – tinna@bb.is Gott að búa í gömlu húsi Á Ísafirði má finna fjölmörg gömul og falleg hús og á hvert og eitt þeirra langa sögu að baki. Bæjarins besta hitti eigendur eins þeirra og spurði þá fáeinna spurninga um húsið. Biðst afsökunar á að hafa sent SMS í nafni Ólínu Nemandi Menntaskólans á Ísafirði hefur sent blaðinu opinbera afsökunarbeiðni til Ólínu Þorvarðar- dóttur fyrir að hafa sent nemendum textaskeyti í farsíma undir hennar nafni í tengslum við óvissuferð nemenda, eins og greint var frá í fjölmiðlum. Afsökunarbeiðnin er svohljóðandi. „Undirritaður vill koma á framfæri innilegri afsökunarbeiðni til dr.Ólínu Þorvarðardóttur fyrrverandi skólameistara á Ísa- firði. Föstudaginn 19.september s.l. sendi undirritaður SMS skeyti til hóps nemanda í Menntaskól- anum á Ísafirði og lét líta svo út sem það hafi verið sent úr símanúmeri Ólínu. Sá gjörningur var hörmu- leg yfirsjón og verður ekki réttlættur á nokkurn hátt. Með vinsemd og virðingu. Gunnar Atli Gunnarsson.“ Til leigu er lítið einbýlishús í Hnífsdal. Húsið er búið húsbún- aði og húsgögnum og leigist til 1. júní. Húsið leigist í mánaðar- leigu og best væri að fá einn leigjanda allan tímann en styttri tímabil koma til greina. Húsa- leiga er kr. 50 þús. á mánuði með hita og rafmagni. Uppl. í síma 869 4566 (Erna). Er með til sölu Royal Canin hunda- og kattafóður, Plush Puppy hundasnyrtivörur og margt annað til gæludýrahalds. Uppl. gefur Gerður í síma 863 8353. Til sölu er hornbaðkar með nuddi. Einnig sturtuskilrúm úr gleri. Uppl. í síma 456 4584. Íbúð óskast til leigu á eyrinni á Ísafirði frá og með 15. desem- ber. Uppl. í síma 849 8699. Alls svöruðu 497. Já sögðu 173 eða 35% Nei sögðu 271 eða 55% Óvíst sögðu 53 eða 10% Spurning vikunnar Ætlar þú í haust- ferð til útlanda? Á morgun, föstudaginn 5. október kl. 16 verður sýn- ingin „Nær en blærinn“ opnuð í Safnaðarheimili Ísafjarðarkirkju. Sýningin samanstendur af 30 vatns- litateikningum eftir lista- konuna SeSeliu og hefur hver mynd sitt heiti. Við opnunina verður boðið upp á meðlæti. SeSelia leggur aðaláherslu á sjálft myndefnið sem hver og einn túlkar út frá sinni eigin reynslu og upplifun. Myndefnið höfðar til þess sem mannkynið á sameig- inlegt, þ.e. tilfinningar, og er því alþjóðlegt. Myndirn- ar eru ekki til sölu og er aðgangur ókeypis. Sýningin stendur yfir til loka otkóber. Styrktaraðilar sýningarinnar eru Vest- fjarðadeild RKÍ, JC Ísa- fjörður, Krabbameinsfélag- ið Sigurvon, menningar- málanefnd Ísafjarðarbæjar og Guðbjörg B. Árnadóttir. Nær en blærinn Ertu orðin(n) áskrifandi? Síminn er 456 4560

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.