Bæjarins besta


Bæjarins besta - 10.01.2008, Qupperneq 9

Bæjarins besta - 10.01.2008, Qupperneq 9
FIMMTUDAGUR 10. JANÚAR 2008 9 Háskólasetur Vestfjarða hefur gengið frá samningi við Alþjóðaskrifstofu há- skólastigsins í Reykjavík um íslenskukennslu til 80 evrópskra háskólastúdenta sem eru að hefja nám í ís- lenskum háskólum að hausti 2008. Þeir verða í námi á vegum Háskólasetursins frá 27 júlí til 20 ágúst. Áætlaðar heildartekjur af verkefninu eru um 10 milljónir króna en í því felst eitt og hálft árs- stöðugildi. Erasmus (Evrópu- sjóður) og Nordplus (Norr- ænn sjóður) greiða allan kenn- slukostnað. Fjölbreytt menningardag- skrá og skoðunarferðir eru fyr- irhugaðar fyrir hópinn. Meðal þess sem nemendum er boðið upp á er eins dags dagskrá þar sem miðað er við að nemendur fái sem mesta snertingu við íslenska og vestfirska menn- ingu. Verður þeim boðið upp á tónlistarflutning og söng- kennslu, leiklist og spuna- workshop, myndlist og mynd- listarkennsla. Einnig verður farið í gönguferð um miðbæ Ísafjarðar og komið við á Byggðasafni Vestfjarða. Gert er ráð fyrir að nem- endur komi til Vestfjarða með rútu og fari einnig þannig. Há- skólasetur Vestfjarða gerir ráð fyrir að senda starfsmann/leið- sögumann til að fylgja nem- endum vestur og til baka. Þá verða skipulagðar tvær lengri ferðir á sunnu- dögum þar sem farið verður á aðra staði á Vestfjörðum. Önnur ferðin verður á suð- ursvæði Vestfjarða, Látra- bjarg, Selárdal, Dynjanda ofl. Hin verður á Horn- strandir. Þessar ferðir verða val og þurfa nemendur að greiða þær sjálfir. HsVest semur við Alþjóðaskrifstofu Stofnendur ferðaþjónustu- fyrirtækisins Hvíldarkletts ehf. á Suðureyri juku hlutafé félagsins síðastliðinn vetur, en óseldur er enn rúmlega 10% hlutur í fyrirtækinu. Nú þegar hefur verið selt nýtt hlutafé fyrir 63 milljónir og eigendur félagsins eru orðnir átta tals- ins. Óseld eru bréf fyrir tæpar 8,8 milljónir króna. Ætlunin er að nýta aukið hlutafé til að skjóta styrkari stoðum undir reksturinn og tryggja félagið betur í sessi, en meðal verk- efna þess er útgerð á 22 sjó- stangveiðibátum og rekstur á gistiheimili, söluskála og veit- ingahúsi. Á vefnum sudureyri.is kem- ur fram að eftir þessa hluta- fjáraukningu verði félagið bet- ur í stakk búið til að takast á við þau spennandi verkefni sem framundan eru í upp- byggingu ferðaþjónustu á Vestfjörðum. Hvíldarklettur ehf. er með fasta viðskipta- samninga og hefur velta fyrir- tækisins vaxið milli ára. Fyr- irtækið rekur einnig fasteigna- félag með leiguíbúðir, versl- anir og veitingahús og hefur hlutverk félagsins verið skil- greint sem íbúa- og gestaþjón- usta. Bókfærðar eignir félags- ins eru tæpur hálfur milljarður og hefur félagið verið rekið með hagnaði undanfarin þrjú ár og áætlanir næstu ára lofa mjög góðu. Að sögn Elíasar Guðmunds- sonar, framkvæmdastjóra Hvíldarkletts er næsta sumar nær uppbókað í sjóstangveiði, og er að mestu um að ræða Þjóðverja en Tékkar hafa þó verið að bætast í hóp viðskipta- vina. Hjá fyrirtækinu voru 53 launamenn skráðir á síðasta ári, en af þeim voru um 20-25 á launaskrá allt árið, fyrir utan verktaka. Hann segir að hluta- bréfunum sem eftir eru hafi verið sýndur áhugi og það lítur út fyrir að eftirspurnin verði meiri en framboðið. – sigridur@bb.is Hvíldarklettur á enn óselt hlutafé Íslenska gámafélagið bauð lægst í hafnarframkvæmdir Íslenska gámafélagið bauð lægst í endurbyggingu á stál- þili við Brjótinn í Bolungar- vík. Tilboð voru opnuð fyrir jól en í verkinu felst niður- setning stálþils, múrbrot, kant- biti, skjólveggur, þekja og vatnslagnir. Fjögur tilboð bár- ust en eins og fyrr segir var það Íslenska gámafélagið sem bauð lægst eða 49.262.080 krónur. Kostnaðaráætlun hönn- uða hljóðar upp á 67.604.450 krónur. Einnig bauð ísfirska verktakafyrirtækið KNH í verkið en tilboð þess nam rúmum 54.000.000 krónum. Guðlaugur Einarsson ehf. bauð rúmar 88.000.000 krón- ur og Hagtak hf. 68.250.000 krónur. Verkinu skal lokið eigi síðar en 1. ágúst nk. Þess má geta að stefnt hefur verið lengi að því að hafnar- framkvæmdir í Bolungarvík yrðu boðnar út en þær töfðust vegna langs afgreiðslutíma efnis frá útlöndum. Bolungarvík. 36 útköll hjá slökkviliðinu á síðasta ári Slökkvilið Ísafjarðarbæjar fór í 36 útköll á síðasta ári. Þetta kemur fram í ársskýrslu slökkviliðsins. Fimm þeirra voru vegna elds, þrjú vegna mengunarslysa, 16 sinnum þurfti slökkviliðið að dæla úr kjöllurum, tvær falsboðanir, þrjú vegna umferðarslysa, ein öryggisvakt í samkomuhúsi og sex sinnum var slökkvilið- ið kallað út vegna aðstoðar við borgarana. Auk þess voru staðnar fimm vaktir við olíu- skip og 18 æfingar voru haldn- ar. Þjálfun slökkviliðsmanna er mjög svipuð milli ára eða um 1.700 vinnustundir árlega. Í skýrslunni kemur fram að það hafi verið mikil og góð þjálfun fyrir slökkviliðsmenn þegar slökkvilið fékk að kveikja í raðhúsum og blokk- um við Árvelli í Hnífsdal en húsin voru á snjóflóðahættu- svæði. Slökkviliðið var með mikla fræðslu og þjálfunina innan liðsins og bauð til sín slökkviliðum frá Bolungarvík og Súðavík. Brunamálastofn- un kom með stjórnunarnám- skeið sem haldið var á slökk- vistöðinni í Ísafjarðarbæ. Virðist þar vera einhver breyt- ing á þar sem stofnunin hefur ekki komið til Ísafjarðar und- anfarin ár. Sjúkraflutningar voru alls 203 og er það umtalsverð fækkun milli ára en árið 2006 voru þeir 253. Sjúkraflutning- arnir skiptast þannig að al- mennir flutningar voru 154, forgangsflutningar voru 44 og aðrir 5. Á árinu voru eldvarnareft- irlitsskoðanir um 70 talsins af 130 skoðunarskyldum og af þeim voru 55 brunavarnar- skýrslur Allir skólar voru heimsóttir og rætt við alla átta ára nema um brunamál. Einn- ig var nokkur fræðsla á vegum slökkviliðsins bæði fyrir ein- staklinga, fyrirtæki og skóla í meðferð slökkvitækja. Slökkvi- liðsmenn hafa verið duglegir við að fara í heimsóknir til bæjarbúa með reykskynjara og batterí sem hafa verið sett upp að ósk íbúa. Unnið er eftir vinnureglum um eftir- fylgni eldvarnareftirlit fyrir slökkvilið Ísafjarðarbæjar sem hafa verið samþykktar af bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar á síðasta ári. Almannavarnir Ísafjarðar- bæjar funduðu 4 sinnum á árinu. Slökkvitækjaþjónusta yfirfór og hlóð um 670 slökkvi- tæki fyrir heimili, fyrirtæki og skipa. Er það fjölgun frá fyrri árum. Ný sjúkrabifreið kom í mars. Er það bifreið af gerðinni Benz Sprinter og leysir hún eldri bifreið af sömu gerð af hólmi en hún fór til slökkviliðsins í Bolung- arvík. Í árslok 2007 var gengið frá kaupum á körfubifreið frá Reykjanesbæ og kemur hún til okkar í ársbyrjun 2008 . Auk þess er væntanleg ný dæla sem er keypt í tengslum við þessa bifreið. Á árinu 2008 vonast til að farið verði í endurbætur á hús- næði slökkviliðsins sem við höfum til umráða og bætt verði starfsmannaaðstaða sem þykir heldur bágborin í dag. Slökkvistöðin á Ísafirði.

x

Bæjarins besta

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.