Bæjarins besta


Bæjarins besta - 14.02.2008, Blaðsíða 10

Bæjarins besta - 14.02.2008, Blaðsíða 10
FIMMTUDAGUR 14. FEBRÚAR 200810 „En við höfum horft til þess með Trésmiðjuna að ef reksturinn gengur upp og hún fer að standa undir sér án vandkvæða, hvort við getum nýtt krafta hennar á fleiri sviðum. Það er ekkert hægt að neita því að maður er með alls konar hugmyndir um útvíkkun á starfseminni og vill nýta Trésmiðjuna í frekari uppbyggingu á svæðinu.“ Lætur að sér kveða á nýj- um stað og í nýjum geira Steinþór Bjarni Kristjánsson flutti nýverið frá Flateyri til Ísafjarðar þar sem hann og sambýliskona hans eru strax farin að hreið- ra um sig í atvinnulífinu. Fyrir þremur mán- uðum keyptu þau nær allt hlutafé í rót- grónu fyrirtæki á staðnum sem þau ætla sér stóra hluti með. Þekktastur er Steinþór vænt- anlega fyrir þátttöku sína í atvinnulífi Flat- eyringa þar sem hann rak í félagi við aðra fiskvinnsluna Kamb allt fram á síðasta ár. Gætu gefið út hvenær sem er Steinþór er sveitastrákur, uppalinn í Hjarðardal í Ön- undarfirði. Sem unglingur fór hann í Menntaskólann á Ísa- firði þar sem hann söng bassa í hinum víðfræga Kvartett MÍ. „Maður er kannski frægast- ur fyrir það þegar upp er stað- ið, alla vega á Ísafirði. Ég hef heldur ekki alveg sagt skilið við sönginn eftir þetta, ég fór í söngnám í Reykjavík fyrir allmörgum árum, og er meira að segja í söngnámi í Tónlist- arskólanum á Ísafirði í dag. Bassar endast yfirleitt betur en tenórsöngvarar og mér finnst ég ekkert eiga minna erindi í sönginn núna en fyrir 20 árum, þó ég ætli mér nú enga stóra hluti í þessum efn- um.“ – Þú tekur bassann samt hóflega alvarlega? „Já, það má segja það. Ég var meira að segja bassaleikari í hljómsveitinni Grétar á Gröfunni á sínum tíma. Við afrekuðum að taka upp plötu, þó hún hafi ekki hlotið náð fyrir augum útgefenda. En við eigum masterinn ennþá og getum hvenær sem er gefið plötuna út. Það er nú alltaf að verða ódýrara og ódýrara að gefa út.“ Lykilatriðin þau sömu Steinþór keypti nýlega nær allt hlutafé í Trésmiðjunni ehf. ásamt Mörthu Sigríði Örnólfs- dóttur sambýliskonu sinni. Aðspurður segist hann ekkert hafa komið nálægt trésmíða- bransanum áður, en hefur þó nokkur kynni af honum í gegn- um bræður sína, en tveir þeirra eru smiðir. „Ég hef nú aldrei lagt þessa iðn fyrir mig, en ég sá þetta fyrir mér eins og hvern annan fyrirtækjarekstur sem ég hef verið í hingað til. Lykilatriðin eru þau sömu ef út í það er farið. Þú færð hráefni í hús, tekur það til vinnslu og selur afurðina. Eftir að við höfðum klárað okkar dæmi á Flateyri ákváð- um við að setja okkur niður á Ísafirði og fara að líta í kring- um okkur með einhvers konar fyrirtækjarekstur. Við byrjuð- um á að kaupa okkur hús í Seljalandi. Okkur fannst skápa- pláss vera af frekar skornum skammti í húsinu og höfðum því samband við Trésmiðjuna í Hnífsdal og pöntuðum skápa. Svo leið og beið og ekkert gerðist í mánuð. Þá hringdum við og stuttu seinna kom mað- ur til að mæla fyrir skápunum. Þegar liðnir voru svo tveir eða þrír mánuðir frá því við pönt- uðum skápana hafði ég sam- band aftur og komst að því að það væri einfaldlega svo brjál- að að gera að þeir hefðu ekki komist í þetta. Ég hafði vanist þeim hugs- unarhætti að ef þú ert með nóg af hráefni og næga eftir- spurn eftir afurðum, þá reyn- irðu bara að fjölga fólki og bæta tækjakostinn. Ég ræddi þessi mál við Vigni sem er nú orðinn framkvæmdastjóri Tré- smiðjunnar, og það endaði með því að við gerðum tilboð í góðan meirihluta hlutabréfa fyrirtækisins. Þess má geta að skápana höfum við ekki feng- ið ennþá. Þeir færast einhvern- vegin alltaf aftast á listann.“ Enginn kvóti á timburinnflutningi „Mér fannst svo heillandi að það skyldi vera fram- leiðslufyrirtæki hér í bæ sem hefði svona mikið að gera og væri ekki bundið af takmörk- uðu hráefni.“ – Það er enginn kvóti á timb- urinnflutningi. „Nei, einmitt. En að mörgu öðru leyti er reksturinn svip- aður því brasi sem ég hafði verið í áður. Þú þarft að kaupa timbur og koma því vestur, þú þarft að þjálfa upp starfs- fólk til að vinna úr hráefninu og þú þarft að selja afurðina. Í þessum geira, í dag alla vega, er meira en nóg að gera og mikil eftirspurn. Ég held að alla jafna fari um 90% af okkar framleiðslu á höfuðborgar- svæðið.“ – Þannig hefur það verið hjá fyrirtækinu í nokkuð mörg ár, er það ekki? „Jú, að mestu. Það er ein og ein innrétting hjá einstakling- um hérna á svæðinu, en mest eru þetta stór verk fyrir sunn- an. Reyndar erum við í gríðar- lega stóru verkefni hér heima á þessu ári, sennilega því stær- sta frá stofnun fyrirtækisins, en það er smíði innréttinga í nýja viðbyggingu Grunnskól- ans á Ísafirði. Það skiptir ekki miklu máli fyrir fyrirtækið hversu langt við erum í burtu frá okkar verkefnum. Við erum að vísu með flutningskostnað umfram þá sem eru á höfuðborgar- svæðinu, en á móti kemur að ýmislegt er ódýrara í okkar umhverfi en fyrir sunnan.“ Rekstrargrund- völlurinn til staðar – Var ekki strax farið að huga að endurnýjun á tækja- búnaði og öðru þegar þú gekkst inn í fyrirtækið? „Jú, núna erum við til dæm- is að fá inn nýja límpressu sem pressar saman hurðir, og þegar hún er komin höfum við lappað upp á það sem þurfti að lappa upp á í bili. Svo erum við búin að fjölga starfsfólki um helming á þrem- ur mánuðum, og erum komin með smiðjuna á það plan sem við getum lifað með og sjáum að hún hefur rekstrargrundvöll og á að standa undir sér. En maður iðar náttúrlega í skinninu með að fjölga starfs- fólki enn meira og gera smiðj- una enn afkastameiri en hún er í dag. Við erum í góðu hús- næði sem þolir töluverða stækkun með tiltölulega litl- um aðgerðum. Þessi geiri sem við erum í er stöðugri en margt annað, því á uppsveiflutíma eru menn mikið í fínni innréttingasmíði fyrir ýmsa vel stæða einkaað- ila, en á niðursveiflutíma koma opinberir aðilar inn og auka sínar framkvæmdir. Þessi framleiðsla ætti því að geta gengið með tiltölulega litlum sveiflum og litlum fjárútlátum í markaðsstarf.“ – Það er nú mál manna að fyrirtækið hafi verið miklum fjárhagserfiðleikum þegar þið keyptuð það. „Það má segja að tæknilega séð hafi fyrirtækið verið gjald- þrota. Fyrir því voru ýmsar ástæður sem ég ætla ekki að fara út í, en fyrirtækið stóð höllum fæti og hafði eiginlega verið munaðarlaust í rúmlega hálft ár. Þetta er eitt elsta fyr- irtækið á Ísafirði, ef ekki það elsta, sem sýnir að það byggir á gömlum merg og getur vel staðið undir sér. Framtíðin verður náttúrlega að leiða þetta í ljós, en mér sýnist að við séum að ná að snúa taprekstri yfir í hagnað.“ Heillaður af hugmyndum um húsavernd – En þú ætlar að láta meira að þér kveða í atvinnulífinu á Ísafirði, er ekki svo? Er það eitt- hvað sem hægt er að tala um á þessu stigi málsins? „Ég er nú rétt að skríða úr fæðingarorlofi um þessar mundir. Rekstri Kambs lauk eiginlega á sama tíma og ég fór í þetta orlof, þannig að ég fékk sex mánuði á kostnað íslenskra skattborgara til að hugsa um það hvað ég ætti að taka mér fyrir hendur. En við höfum horft til þess með Trésmiðjuna að ef rekst- urinn gengur upp og hún fer að standa undir sér án vand- kvæða, hvort við getum nýtt krafta hennar á fleiri sviðum. Það er ekkert hægt að neita því að maður er með alls konar hugmyndir um útvíkkun á starfseminni og vill nýta Tré- smiðjuna í frekari uppbygg- ingu á svæðinu. Ég get svo sem ekki látið mikið uppi í dag, en við erum að spá og spekúlera. Í miðbæ Ísafjarðar eru til að mynda mikil tæki- færi. Ég fór nýverið á fyrir- lestur í Þróunarsetrinu hjá Sig- mundi Gunnlaussyni skipu- lagsfræðingi og heillaðist mjög af hans hugmyndum um uppbyggingu staðarins og svæðisins með áherslu á þau gömlu hús og það virðulega umhverfi sem hér er.“ – Ertu þá að meina að Tré- smiðjan gæti komið að endur- byggingu gamalla húsa á Ísa- firði? „Já, ég tala nú ekki um ef að stjórnvöld setja einhvern pening í þessar pælingar, sem ég held að séu alls ekkert vit- lausari en margt annað. Ein- hverju eyddu stjórnvöld nú í atvinnuuppbyggingu á Aust- urlandi, og það væri óvitlaust að eyða einhverju í að gera bæi á Vestfjörðum eftirsókn- arverða fyrir ferðamenn. Við vitum það sjálf af eigin reynslu hvað við viljum sjá þegar við erum í borgarferðum úti í löndum. Auðvitað á fyrirtæki eins og Trésmiðjan að vera í start- holunum og jafnvel að ýta á að endurbygging gamalla húsa verði sett í einhvern forgrunn, sjáum til.“ Þurftu að byrja kvótalaus – Nú hefur þú hingað til verið þekktur á svæðinu sem einn eigenda og forsvars- manna fiskvinnslunnar Kambs á Flateyri sem starfaði fram á síðasta vor. Þú hófst störf þar á sínum tíma sem óbreyttur starfsmaður, er ekki svo? „Þegar Kambur hætti starf- semi á síðasta ári hafði ég verið viðloðandi vestfirskan sjávarútveg meira og minna í 20 ár. Ég byrjaði á sínum tíma hjá Kaupfélagi Önfirðinga sem á þeim tíma rak útgerð, fiskvinnslu og verkun. Þegar það félag rúllaði, fór ég yfir til Einars Odds í Hjálmi og vann þar með námshléum þegar ég fór í iðnrekstrarfræði í Tækni- skólanum. Svo réði ég mig hjá fiskvinnslunni Kambi þeg- ar fyrirtækið yfirtók rekstur Hjálms árið 1993. Sú vinnsla og útgerð sameinaðist síðan Básafelli, því mikla fyrirtæki sem átti að verða, en átti svo ekki lengri starfstíma en þrjú ár. Í lok árs 1999 hafði utan- aðkomandi aðili keypt meiri- hlutann í félaginu og starf- semin var lögð af hér vestra.“ – Og þá þurftuð þið í Kambi að byrja upp á nýtt, má ekki segja sem svo? „Jú, í rauninni. Ég, Hinrik Kristjánsson og Ingibjörg kona hans keyptum þá öll vinnsluhúsin á Flateyri og tæki sem voru þar inni. Það var vitaskuld mjög erfitt að þurfa að byrja aftur á núlli, við vorum auðvitað kvótalaus með öllu en ákváðum þrátt fyrir það að láta slag standa.“ Módelið hefði aldrei gengið upp „Við rákum þarna myndar- legt fyrirtæki í sjö ár sem átti sína góðu tíma með mörgum starfsmönnum og nokkuð miklum umsvifum. Við höfð- um öflugan skipakost og höfð- um náð að byggja okkur ágæt- lega upp í kvóta alveg frá núlli. Af gefnu tilefni tek ég fram að þennan kvóta keyptum við allan sjálf, ekkert af þeim kvóta sem var seldur var byggðakvóti eins og bæjar- stjóri vor fullyrti og hefur ekki enn dregið til baka af einhverri ástæðu. Á fyrrihluta síðasta árs tók- um við síðan þá afdrifaríku ákvörðun að hætta öllum rek- stri. Eftir á að hyggja held ég, og það ættu flestir að geta verið sammála mér um það eins og staðan er orðin í dag, að þetta hafi verið rétt ákvörð- un.“ – Það hefði í það minnsta aldrei orðið sami kraftur í vinnslunni og áður, með þeim niðurskurði þorskaflamarks sem nú er orðinn? „Nei, að sjálfsögðu ekki. Við höfðum ákveðið módel sem við keyrðum okkar fyrir- tæki eftir, og það módel hefði einfaldlega aldrei gengið upp með þessum niðurskurði. Þetta módel okkar gekk út á að við

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.