Bæjarins besta


Bæjarins besta - 14.02.2008, Blaðsíða 11

Bæjarins besta - 14.02.2008, Blaðsíða 11
FIMMTUDAGUR 14. FEBRÚAR 2008 11 „Það tekur hver og einn ákvörðun á sínum forsendum og þannig verður það að vera. Samfélagsleg ábyrgð, sem oft var nefnd í okkar máli, er hlutur sem erfitt er að herma uppá nokkurn, hvaða geira sem hann er í og hvar sem hann er staðsettur. Ég geri til dæmis ekki ráð fyrir því ef bankarnir telja sig knúna til að segja upp fólki í hundruðum talið á næstunni, að nokkur geti fett fingur útí það.“ vorum með, að því er ég vil meina, eina bestu vinnslu landsins í pækilsöltuðum þorskflökum og saltfiski. Meðan leigukvóti var á við- ráðanlegu verði og eitthvað framboð var á honum, þá var góður grundvöllur fyrir þess- ari vinnslu. Við keyrðum eins mikið og mögulegt var í gegn- um þessa fullkomnu vinnslu okkar, höfðum lítið út úr hverju kílói en reyndum að ná tekjum í gegnum magnið.“ Reksturinn þeirra líf og yndi „Það má ekki gleyma því að kvótaniðurskurðurinn byrj- aði ekki síðasta sumar, það hafði verið stanslaus niður- skurður í nokkur ár fyrir það. Og þegar maður rekur vinnslu með mikinn skuldsettan kvóta og lítið framboð er á leigu- kvóta verður maður að gera eitthvað þegar þorskkvótinn er skorinn niður. Hvort það er að minnka vinnsluna niður í eitthvað algert lágmark, eða leggja hana af með öllu, má endalaust rökræða. En við eigendurnir tókum þá ákvörð- un í sameiningu að hætta öll- um rekstri og gera upp. Við náðum að borga allar okkar skuldir og að því er ég best veit situr enginn eftir með sárt ennið eftir viðskipti sín við Kamb. Og það er það sem maður getur verið sáttastur við. Fyrirtækið var ekkert komið að fótum fram, en þegar menn eru í rekstri verða þeir að taka ákvarðanir á sínum eigin for- sendum og það var gert.“ – Þetta hefur væntanlega alls ekki verið auðveld ákvörð- un? „Nei að sjálfsögðu ekki. Þessi rekstur var okkar líf og yndi og við höfðum lagt allt okkar í fyrirtækið. En svona endaði þetta.“ Vel fylgst með málum – Þessi stöðvun var nú langt í frá hávaðalaus og mjög vel var fylgst með málinu öllu. „Já, heldur betur. Það var meira að segja sér flipi á mbl.is sem merktur var „Kambsmál á Flateyri“ þar sem fylgst var með hverju einasta skrefi sem var tekið. Svo núna rétt yppa menn öxlum þegar lögð er af 100 ára gömul fiskvinnsla á Akranesi. Það finnst mér svo- lítið öfugsnúið.“ – Finnst þér að sú gagnrýni sem þið urðuð fyrir hafi byggst að einhverju leyti á vanþekk- ingu á þessum geira? „Mér finnst hún hafi byggst svolítið á vanþekkingu á mann- legu eðli. Það tekur hver og einn ákvörðun á sínum for- sendum og þannig verður það að vera. Samfélagsleg ábyrgð, sem oft var nefnd í okkar máli, er hlutur sem erfitt er að herma uppá nokkurn, hvaða geira sem hann er í og hvar sem hann er staðsettur. Ég geri til dæmis ekki ráð fyrir því ef bankarnir telja sig knúna til að segja upp fólki í hundruð- um talið á næstunni, að nokkur geti fett fingur útí það. Ég hef í gegnum mína starfsævi al- drei talið mig hafa nokkra kröfu á nokkurn mann um að hann sjái mér fyrir einu eða neinu. Þessi umræða var skelf- inga kjánaleg og verðugt rann- sóknarverkefni.“ Skárra að hætta þeg- ar ljóst er í hvað stefnir – En eru menn ekki bara hreinlega óvanir því að fyrir- tæki í sjávarútvegi séu lögð niður án þess að allt sé gjör- samlega komið í þrot? „Ég gæti sennilega talið upp í hálftíma þau fyrirtæki sem hafa verið keyrð í þrot á svæð- inu og á landinu öllu með til- heyrandi skuldahala og sár- indum. Og það er langt í frá bara í sjávarútvegi. Það má ekki gleyma því að síðustu ár hafa verið mörg hundruð milljóna króna gjaldþrot hér fyrir vestan í öðrum geirum atvinnulífsins sem hafa haft verulega alvarlegar afleiðing- ar fyrir fjölda fólks. Mörg fyr- irtæki og einstaklingar eru enn að berjast við afleiðingar þess- ara gjaldþrota. Ég spyr hvort sé ekki skárra að hætta þegar þú veist í hvað stefnir? Þá stendur þú bara reikningsskil þinna gjörða og dregur ekki fjölda annarra með þér í svaðið.“ Hefur trú á sjávarútveginum – En hvernig heldurðu að sjávarútvegurinn eigi eftir að plumma sig í gegnum þessar þrengingar sem nú eru? „Ég sé ekki betur en að þeir sem eru enn starfandi í dag hljóti að hafa þetta af og ná að sigla í gegnum þennan öldu- dal. Það er mismunandi eftir fyrirtækjum hvaða módelum þau keyra eftir og menn eru með mismunandi áherslur á fiskitegundir. Fiskvinnslan Kambur var að 90 prósentum að vinna þorsk og svoleiðis útgerðir og vinnslur fara auð- vitað verst út úr niðurskurð- inum. En mér sýnist sjávarút- vegurinn ætla að standast þessa skerðingu. Enn sem komið er, í það minnsta, mað- ur veit náttúrlega aldrei hvert aflamarkið verður á næsta ári og því þarnæsta.“ Ætlar að ein- beita sér að öðru – Erum við kannski að ætlast til of mikils af sjávarút- veginum? „Eigum við ekki að segja að það sé einfaldlega öllum fyrir bestu að hafa sem mesta fjölbreytni í atvinnulífinu. Það má heldur ekki gleyma því að það eru ekki margir ginn- keyptir fyrir því að vinna við fiskvinnslu eða –veiðar. Við í Kambi vorum oft í vandræð- um með að manna skipin og koma þeim á sjó, og þetta er orðið viðvarandi vandamál í þessari grein. Það er líka vanda- mál hvað hvert og eitt starf í sjávarútvegi kostar miklar fjárfestingar. Það má segja að á bakvið hvert starf í fisk- vinnslu sé 300 milljóna króna fjárfesting í kvóta, og ég held að menn hljóti að geta fundið einhver ódýrari störf í öðrum geira. Ég er mjög bjartsýnn á þann gír sem Ísafjörður er í núna. Ég held að fortíðarhyggja sé aldrei til góðs og við verðum að átta okkur á nýjum tímum. Eftir því sem mér skilst á að hefjast háskólanám hér næsta haust og maður sér alltaf fjölga bílunum fyrir utan Háskóla- setrið. Er það ekki bara fram- tíðin? Það má alls ekki skilja það sem svo að ég setji út á að menn stundi hér sjávarútveg. Ég er mjög ánægður þegar menn leggja sig í þá atvinnu- grein og gera það vel. En eftir 20 ár í sjávarútvegi á Vest- fjörðum hef ég fengið nóg og ætla að einbeita mér að öðru.“ – halfdan@bb.is

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.