Bæjarins besta


Bæjarins besta - 14.02.2008, Side 13

Bæjarins besta - 14.02.2008, Side 13
FIMMTUDAGUR 14. FEBRÚAR 2008 13 Skrifstofuhús- næði óskast Innheimtustofnun sveitarfélaga óskar eftir húsnæði til leigu á norðanverðum Vestfjörð- um. Um er að ræða 90-120 fermetra skrif- stofuhúsnæði með eldhús- og salernisað- stöðu. Frekari upplýsingar fást hjá Hilmari Björgvinssyni í síma 568 5089. Tilboð um húsnæði óskast send til Inn- heimtustofnunar sveitarfélaga, Lágmúla 9, 5. hæð, 108 Reykjavík fyrir 1. mars 2008. Mæður með nýbura á brjósti fái tvær aukastundir Fræðslu- og tómstundanefnd Súðavíkurhrepps telur sér ekki fært að samþykkja tillögur Valgeirs Haukssonar um breyttar reglur um gjaldfrjálsan leikskóla í sveitarfélaginu. Tillögurnar gengu út á að mæður með nýbura á brjósti, sem eiga fyrir barn á leikskólaaldri, fái tvær gjaldfrjálsar klukkustundir á dag til viðbótar við þær sex stundir sem nú þegar eru gjaldfrjálsar. Segir Valgeir í tillögum sínum að mikill tími geti farið í að annast nýbura og myndu þessar viðbótastundir létta þeim róðurinn. Í reglum sveitarfélagsins um leikskóla kemur fram að einstæðir foreldrar, öryrkjar og nemar í fullu námi geti sótt um tvær gjaldfrjálsar viðbótastundir á dag. Byggðasafn Vestfjarða hef- ur í hyggju að koma á fót for- vörsluverkstæði á Ísafirði sem skapa mun tvö stöðugildi í byrjun. „Fyrirliggjandi eru næg verkefni á sviði forngripa- vörslu hérlendis og mun staða þeirra mála raunar verið með þeim hætti að þörf er á veru- legum umbótum. Vegna vax- andi rannsóknastarfs um allt land hefur fjölda jarðfundinna forngripa margfaldast á síð- ustu árum. Þar af leiðir að þörf er fyrir sérhæft geymslu- rými sem stenst kröfur lög- gjafans um meðferð jarðbund- inna forngripa fer vaxandi sem og nauðsyn þess að fjölga störfum tengdum margvís- legri umsýslu forngripa, s.s. hreinsun, viðgerðir, pökkun, skráningu, auk kynningar- og sýningarstarfs“, segir í grein- argerð sem Byggðasafn Vest- fjarða hefur sent frá sér til sveitarfélaga á Vestfjörðum, þingmanna og fleiri aðila. Fornleifastofnun Íslands hefur á undanförnum árum unnið að uppgreftri fornleifa víða um Vestfirði, m.a. í Vatns- firði við Ísafjarðardjúp, á Eyri í Skutulsfirði og Hringsdal við Arnarfjörð. Munirnir sem þar fundust hafa verið skráðir og forvarðir eftir því sem unnt er hjá Fornleifastofnun ríkisins og verða geymdir þar til þeir eru afhentir Fornleifavernd ríkisins. Nú hefur Fornleifa- stofnunin lýst yfir áhuga á því að allir þeir munir sem fundist hafa og munu finnast við forn- leifauppgröft á þessum stöð- um verður forvarðir, skráðir og geymdir hjá Byggðasafni Vestfjarða. „Verði gripirnir teknir til varðveislu hjá safn- inu gefur það nýja möguleika á að brydda upp hverskyns fræðslu og kynningarstarf á vegum safnsins eða annarra aðila í héraði, um gripina sjálfa og fundarstaði þeirra“, segir í greinargerðinni. Störfin sem verkstæðið myndi hafa í för með sér eru forvörður sem hefði yfirum- sjón með forvörsluverkstæðin annars vegar og starfsmaður við gagnasýslu og skráningu hins vegar. Fyrirhugað er að verkstæðið verði hýst í nýju húsi Byggðasafnsins og leitar nú safnið eftir fjárstuðningi til að ljúka við framkvæmdir í húsinu sem og til að standa straum af kostnaði tveggja stöðugilda við verkstæðið næstu þrjú árin. Eftir það er búist við að starfsemin geti staðið undir sjálfri sér rekstrar- lega. Forvarsla er ekki kennd á Íslandi og verða þeir að leita sér menntunar erlendis sem hyggjast leggja slíkt fyrir sig. Fornleifanemum við Háskóla Íslands er hins vegar boðið upp á grunnnámskeið í vett- vangsforvörslu auk þess sem þeim ber að ljúka 10 vikna starfsþjálfun við uppgröft, forn- leifaskráningu eða á minja- safni. „Með forvörsluverk- stæði Byggðasafns Vestfjarða opnast möguleikar á samstarfi þessara aðila sem allir geta haft hag af. Þá má sömuleiðis hugsa sér að Háskólasetur Vestfjarða komi með ein- hverjum hætti að þessu verk- efni.“ Byggðasafn Vestfjarða hef- ur verið í fararbroddi safna í tengslum við varðveislu gam- alla báta og skipa sem myndi nýtast safninu í slíku for- vörsluverkefni. „Þekking á Byggðasafn Vestfjarða vill for- verja fornleifamuni í heimabyggð Sáttamiðlun í sakamálum hefur gefið góða raun á Vest- fjörðum en um er að ræða tilraunaverkefni sem innleitt hefur verið hjá öllum lög- reglustjóraembættum á land- inu. Verkefnið var innleitt hjá lögreglustjóranum á Vest- fjörðum í október og á sjö vikna tímabili lauk fjórum málum þar með sáttamiðlun. Þá hefur embættið þegar vísað fleiri málum til sáttameðferð- ar. „Að mati eftirlitsnefndar- innar (verkefnisins innskot blaðamanns) er áhugavert og hvetjandi að fylgjast með framgangi innleiðingar úrræð- isins þar enda bendi fyrstu niðurstöður til þess að árang- urinn sé frábær. Þar hafi verið tekin fyrir vandasöm mál þar sem lögfræðikostnaður og bótakröfur hafi jafnframt komið til umfjöllunar og sátta- gerðar“, segir í vefriti dóms- og kirkjumálaráðuneytisins. Eins og heiti úrræðisins ber með sér er hér um að ræða möguleika þar sem reynt er að ljúka kærumálum með sátt málsaðila. Úrræðið byggir á tilraun sem hófst erlendis og hefur verið í þróun í mörgum ríkjum, m.a. í Evrópu. Dóms- málaráðuneytið hrinti af stað tveggja ára tilraunaverkefni sem lýtur að því að reyna þessa málsmeðferð hérlendis, en að þeim tíma liðnum verður ár- angur verkefnisins metinn og ákveðið hvort úrræðið skuli verða varanlegur hluti refsi- vörslukerfisins. Úrræðinu er aðeins beitt ef brotaþoli og gerandi sam- þykki þessa málsmeðferð, gerandi hafi viðurkennt brotið og að hann hafi ekki áður gerst sekur um alvarleg eða ítrekuð hegningarlagabrot. Tilgangur meðferðarinnar er að fá hinn brotlega til að skilja þau rang- indi sem hann hefur viðhaft og fá hann til að friðmælast við brotaþola með það fyrir augum að þeir komist að sam- komulagi um málalok. Að baki sáttamiðlun býr sú grundvallarhugmynd að fólk sé fært um að leysa sjálft úr ágreiningsmálum sínum. Hug- myndafræðin felur í sér að: Gerandi og brotaþoli geti sjálfir unnið að lausn ágrein- ingsmála, náð sáttum og bætt þann skaða sem brotið hefur valdið. Hagsmunir brotaþola eru í fyrirrúmi, en jafnframt hugað að hagsmunum ger- anda og samfélagsins í heild. Leitast er við að leiða gerendur á rétta braut og fyrirbyggja frekari afbrot. Auka öryggi borgaranna. Meðferð mála er skjótari og álagi létt af refsi- vörslukerfinu. Með sáttamiðlun er leitað nýrra leiða til að takast á við afbrot og afleiðingar þeirra. Leitast er við að ljúka málum vegna minniháttar brota á ein- faldan og fljótlegan hátt og þannig að sýnileg tengsl séu milli hins refsiverða verknað- ar og málaloka. Með því er stuðlað að því að koma í veg fyrir frekari afbrot. Það eru eingöngu sérþjálf- aðir lögreglumenn sem koma að þessari vinnu og kallast þeir „sáttamenn“. Fimm slíkir lögreglumenn hjá embætti lögreglustjórans á Vestfjörð- um sátu námskeið í síðustu viku, sem lauk með því að eitt mál var tekið fyrir og lauk því farsællega, eða með sátt milli brotaþola og geranda. – thelma@bb.is Frábær árangur í sátta- miðlun á Vestfjörðum gömlu verklagi við bátasmíð- ar hefur varðveist í byggðar- laginu og gert safninu kleift að gera upp gamla báta í upp- runalegri mynd. Sömuleiðis er til staðar mikil þekking á gömlum bátavélum og við- gerðum á þeim. Þá má einnig nefna að elsti slippur landsins er undir umsjón safnsins og nýtist vel við bátaviðgerðirn- ar. Með þetta í huga hafa for- ráðamenn Byggðasafns Vest- fjarða og þjóðminjavörður átt í viðræðum um mögulegan flutning bátasafns og véla- safns Þjóðminjasafns Íslands til Byggðasafns Vestfjarða sem færi þá með alla umsjón þeirra.“ Byggðasafnið segir jafn- framt það vera hagsmunamál fyrir Vestfirðinga að fornleifar sem á svæðinu finnast séu varðveittir í heimabyggð en ekki geymdar á höfuðborgar- svæðinu. Það felur í sér að aðilar sem hafa hug á að vinna að rannsóknum sem tengjast fornleifunum verði að koma á svæðið og vinna starf sitt þar. Þá nýtast gripirnir sömuleiðis heimamönnum til rannsókna og sýningahalds, t.d. í tengsl- um við ferðaþjónustuna og skólana á svæðinu. Byggðasafn Vestfjarða vill koma á fót forvörsluverkstæði.

x

Bæjarins besta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.