Bæjarins besta


Bæjarins besta - 14.02.2008, Blaðsíða 14

Bæjarins besta - 14.02.2008, Blaðsíða 14
FIMMTUDAGUR 14. FEBRÚAR 200814 Málverkasýning á bílasölu Myndir eftir myndlistarmanninn Pétur Guðmundsson hafa síðasta eina og hálfa árið hangið uppi í sýningarsal Heklu á Ísafirði. Pétur hefur passað sig á að láta sömu myndirnar ekki hanga uppi of lengi og skipt þeim reglulega út. Hann var að hengja upp nýjar myndir þegar ljósmyndara bar að garði, skipta þeim inn á eins og væri hægt að segja á fótboltamáli. Myndirnar eru flestar akrýlmyndir en einnig sýnir hann þarna „assem- bljon“ það sem kalla mætti samtíning sem og verk gerð úr ullargærum. Velheppnað sundmót hjá UMFB Um 20 keppendur mættu til leiks á sundmót UMFB sem haldið var íþrótta- miðstöðinni Árbæ í Bolungarvík á laugardag, auk þess sem yngstu krakkarnir sýndu sundtökin. „Þetta var fyrsta mót krakkanna þar sem sunddeildin hefur ekki verið starfrækt í nokkurn tíma fyrr en í vetur. Þetta var góður undirbúningur fyrir krakkana sem stefna væntanlega á þátttöku í öðrum mótum í nánustu framtíð“, segir umfb.is. Mótið þótti heppnast vel en að móti loknu fengu allir keppendur verðlaun fyrir þátttökuna. Þjálfari sunddeildarinnar er Svala Sif Sigurgeirsdóttir. Andstæðingar olíuhreins- unarstöðvar á Vestfjörðum hafa sig nokkuð í frammi en minna heyrist í þeim sem eru henni hlynntir. Í málflutningi andstæðinganna koma m.a. fram þau rök að stöðin sé ekki umhverfisvæn, að hún henti ekki á Vestfjörðum, þar eigi að horfa til þess að byggja upp með náttúruvænum hætti og að svona stór vinnustaður dragi allt til sín og dragi úr frum- kvæði svæðisins. Svo er oft gefið í skyn að þessar fyrir- ætlanir snúist um hagsmuni einhverra allt annara en íbúa Vestfjarða. Undirritaður er sammála því að draumastaðan fyrir Vestfirði og Vestfirðinga er að byggja upp öflugt atvinnu- líf án stóriðju eða starfsemi sem mengar mikið. Það hafa Vestfirðingar einmitt reynt að gera undanfarna áratugi enda hefur samdráttur í fiskveiðum og vinnslu staðið lengi yfir. Til að undirstrika þennan vilja Vestfirðinga setti undirritaður fram þá hugmynd árið 2003 að við myndum samþykkja stefnu um stóriðjulausa Vest- firði. Að lokum var samþykkt að vinna þannig stefnu en niðurstaða slíkrar vinnu hefur ekki litið dagsins ljós ennþá. Sama ár setti ég einnig fram tilboð til þeirra fjölmörgu sem fram komu fyrir hönd um- hverfisverndarsinna vegna framkvæmda á Austurlandi. Það ágæta fólk setti fram þá fullyrðingu að ef hætt yrði við virkjun á hálendi Austur- lands og ef hætt yrði við álver á Reyðarfirði þá yrði hægt að skapa jafnmörg störf með aðferðum umhverfisverndar- sinna. Talað var um 700 glæný störf. Þetta fannst mér vera upp- lagt tækifæri fyrir Vestfirði. Búið var að ákveða að skapa fjölda starfa á Austurlandi með virkjun og álveri og þess vegna væri upplagt að sanna þessa umhverfisvænu hugmynda- fræði á Vestfjörðum. Með þetta í huga setti ég fram tilboð um samvinnu við umhverfis- verndarinna um að skapa 700 ný störf á Vestfjörðum. Því var vel tekið en hefur ekki gengið eftir. Störfum hefur fækkað mikið síðan árið 2003. Ég hef séð greinar þar sem mér er borið á brýn að vera að skamma umhverfisverndar- fólk fyrir þetta. Það er fjarri mér, einungis er verið að benda á þá staðreynd að þetta hefur ekki gengið eftir. Margt gott hefur þó gerst enda víða öflugir einstaklingar hér í at- Af hverju olíu- hreinsunarstöð? vinnulífinu sem eru að reyna fyrir sér á nýjum sviðum. Þegar þetta er skoðað í samhengi, fækkun starfa í sjávarútvegi og landbúnaði og fækkun íbúa í fjölda ára þá er ekkert skrýtið þó Vestfirðing- ar vilji skoða þann möguleika að byggð verði olíuhreinsun- arstöð sem skapi 500 störf. Fleiri störf hafa tapast á síð- ustu 10 árum þannig að fjöldi starfanna mun ekki skapa vandamál á svæðinu. Enda sjáum við fyrir okkur að fólk flytji til okkar vegna nýrra starfa og er kominn tími til að við sjáum fólki fjölga hér á ný. Ég hef mikla samúð með sjónarmiðum umhverfisvernd- arsinna og tel mig í hópi þeirra. Samt verðum við að líta á stöðuna eins og hún er. Okkur hefur ekki tekist að skapa hér nægilega sterkt mótvægi í störfum og búsetu til að fjölga hér fólki. Þess vegna er ekki hægt annað en að skoða mjög alvarlega hugmyndir um bygg- ingu olíuhreinsunarstöðvar. Við værum ekki að skoða þær ef okkur hefði tekist að byggja upp ný atvinnutækifæri af meiri krafti með öðrum að- ferðum. Þetta hljóta allir að skilja. Við Vestfirðingar viljum hafa Vestfirði í byggð og við vilj- um eflast. Við sjáum hvað er að gerast á þenslusvæðum landsins og viljum fá tækifæri til að taka þátt í því. Hvort það verður olíuhreinsunarstöð eða annað verður að koma í ljós. Við getum ekki leyft okk- ur að hafna nýjum atvinnu- tækifærum fyrirfram nema vera með raunhæfar leiðir til að ná sama árangri með öðrum aðferðum. Tilboðið um sköpun 700 nýrra starfa á Vestfjörðum með aðferðum umhverfis- verndarsinna stendur enn af hálfu undirritaðs. Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar. Halldór Halldórsson.

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.