Bæjarins besta


Bæjarins besta - 14.02.2008, Blaðsíða 16

Bæjarins besta - 14.02.2008, Blaðsíða 16
FIMMTUDAGUR 14. FEBRÚAR 200816 Mikið fjör hjá Grunnvíkingum Um 150 manns sóttu þorra- blót Grunnvíkinga sem haldið var í félagsheimilinu í Hnífs- dal á laugardag. „Það var rosa fjör eins og alltaf“, segir Elín Ólafsdóttir, formaður skemmti- nefndar. Aðspurð um afföll vegna veðurs segir Elín að það sé nú bara betra hjá Grunn- víkingum ef veðurspáin er slæm. „Við erum ýmsu vön frá því fyrir 40 árum þegar það tók 12 tíma fyrir blótsgesti að komast heim en Grunnvík- ingafélagið var einmitt að halda blót þegar mannskæða veðrið var í Djúpinu fyrir fjór- um áratugum og var þess minnst á laugardag.“ Að venju var boðið upp á heimatilbúin skemmtiatriði og meðal annars kom þar fram Flæðareyris Nex Top Model og svo voru fluttar gamanvísur sem Guðríður Sigurðardóttir hafði samið. Gestir komu með vel útilátin trog að heiman og að borðhaldi loknu lék Hjóna- bandið fyrir dansi. Félagið var stofnað fyrir rúmlega hálfri öld síðan og frá upphafi verið haldin árs- hátíð eða þorrablót árlega.

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.