Bæjarins besta


Bæjarins besta - 14.02.2008, Blaðsíða 20

Bæjarins besta - 14.02.2008, Blaðsíða 20
Stofnað 14. nóvember 1984 · Sími 456 4560 · Veffang: www.bb.is · Verð kr. 300 m/vsk bb.is – fjölsóttasti vestfirski vefurinn Byggingarleyfi sumarbústað- ar í Tunguskógi fellt út gildi Úrskurðarnefnd skipulags- og byggingamála hefur fellt úr gildi þá ákvörðun umhverf- isnefndar Ísafjarðarbæjar að samþykkja byggingu sumar- bústaðar á lóðinni nr. 62 í Tunguskógi. Nefndin telur að gefið hafi verið út bygginga- leyfi á svæði þar sem ekki er í gildi lögformlegt deiliskipu- lag og því hefði þurft að grenndarkynna umsóknina áður en leyfið var veitt, en það var ekki gert. Ástæða þess að Úrskurðarnefndin telur að ekki sé lögformlegt deili- skipulag í gildi, er sú að í upp- runalegum uppdrætti sem gerður var af svæðinu árið 1960, og hefur verið litið á sem ígildi deiluskipulags, sé ekki gert ráð fyrir húsum á lóðum nr. 62 og 64. Þeim hafi verið bætt síðar á uppdráttinn og segir úrskurðarnefndin að ekki liggi fyrir í málinu að þær viðbætur hafi fengið stað- festingu sveitarstjórnar. Forsaga málsins er sú að þann 27. október 2004 var lögð fram umsókn í umhverf- isnefnd Ísafjarðarbæjar um að fjarlægja sumarhús af lóðinni nr. 62 í Tunguskógi og reisa þar annað hús. Umhverfis- nefndin lagði til við bæjar- stjórn að erindið yrði sam- þykkt. Þegar framkvæmdir við byggingu hússins á lóð nr. 62 hófust urðu nágrannar þess áskynja að húsið væri mun stærra en gert hafði verið ráð fyrir. Einnig að lega þess væri önnur en annarra húsa á svæð- inu. Nágrannar sættu sig ekki við þau svör sem þeir fengu frá bæjaryfirvöldum og kærðu málið til Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingamála. – halfdan@bb.is Sumarbústaðurinn sem um ræðir er fyrir miðri mynd. Mjög ósennilegt er að niðurstaða Úrskurðar- nefndar skipulags- og byggingamála varðandi byggingu sumarhús á lóð nr. 62 í Tunguskógi muni hafa nokkur áhrif á húsið sem þar stendur. Þetta segir Jóhann Birkir Helga- son, yfirmaður tækni- deildar Ísafjarðarbæjar. „Ég held að næsta skref í málinu sé að endurgera það skipulag sem hefur verið unnið eftir síðustu 50 árin og það gert lög- formlegt“, segir Jóhann Birkir, en úrskurður nefnd- arinnar byggist á því að ekki sé til lögformlegt deiliskipulag fyrir lóðina. Því hafi verið nauðsyn- legt að grenndarkynna umsókn um byggingar- leyfi eða fá meðmæli Skipulagsstofnunar áður en leyfið var veitt, en hvorugt var gert. Sumar- húsið sem um ræðir var reist fyrir hálfu þriðja ári eftir að umhverfisnefnd Ísafjarðarbæjar hafði veitt leyfi fyrir byggingunni. – halfdan@bb.is Ólíklegt að niðurstaðan hafi áhrif Dagur leikskólans var í síðustu viku og af því tilefni var börnum á Eyrarskjóli á Ísafirði boðið í kakódrykkju utandyra. Kakóið var lagað á eldstæði sem starfsfólk leikskólans hlóð í haust, og stærstu strákarnir á leikskólanum aðstoðuðu við að moka niður á hlóðirnar. „Við höfum verið mikið með útikennslu að undanförnu og förum með börnin út í öllum veðrum. Við erum að reyna að efla þau í útiveru, en það er hægt að kenna hvað sem er úti, meira að segja stærðfræði“, segir Jóna Lind Karlsdóttir, leikskólastjóri á Eyrarskjóli. „Við höfum gert þetta áður, við buðum upp á útikakó síðasta daginn fyrir jól. Börnin taka þessu mjög vel. Þetta er besta kakó í heimi, miklu betra að fá það af eldstæði heldur en úr einhverri könnu“, segir Jóna Lind. – halfdan@bb.is Eldsoðið kakó á Degi leikskólans Sex hundruð milljónir í framkvæmdir Rúmlega 450 milljónir fara í framkvæmdir hjá Ísafjarðar- bæ á þessu ári, eða 600 millj- ónir ef bætt er við þátttöku ríkisins við ýmsar framkvæmd- ir. Að sögn Halldórs Halldórs- sonar, bæjarstjóra Ísafjarðar- bæjar, eru stórar framkvæmdir framundan í ár og á næstu árum því þessu til viðbótar er jarðgangagerð milli Hnífsdals og Bolungarvíkur, vegagerð í Ísafjarðardjúpi og undirbún- ingur jarðganga milli Dýra- fjarðar og Arnarfjarðar. Munu þessar framkvæmdir hafa í för með sér fjölda nýrra starfa og margfeldisáhrif á samfélagið. Stærstu framkvæmdirnar eru undirbúningur sundlaugar og framkvæmdir við nýbygg- ingu Grunnskólans á Ísafirði en þeim á að ljúka í ár og stefnt er að því að nýja hús- næðið verði tekið í notkun í byrjun næsta skólaár. „Þetta tvennt hljóðar upp á 300 millj- ónir og að auki fara 100 millj- ónir í hafnarmálin. Restin deil- ist svo niður á ýmsar fram- kvæmdir“, segir Halldór. Þótt sumar framkvæmdirn- ar sem um ræðir taka fleiri en eitt ár segir Halldór að 600 milljónir fari í framkvæmdir á árinu 2008. Ný sundlaug, snjófallsvörn fyrir ofan útihurðir leikskól- ans Sólborgar og uppsetning brunastiga við Grunnskólann á Suðureyri eru meðal fram- kvæmda sem Ísafjarðarbær hyggst ráðast í á árinu. Yfir 80 mis umfangsmiklar fram- kvæmdir er að finna á lista bæjartæknifræðings, um fram- kvæmdir Eignasjóðs í Ísa- fjarðarbæ á árinu 2008, en rétt er að taka fram að listinn er ekki tæmandi. Stærsta framkvæmdin er án efa 25 metra sundlaug á Ísa- firði en eins og greint hefur verið frá verður um 50 millj- ónum varið í hönnun mann- virkisins á árinu. Þrátt fyrir það eru töluverðar viðhalds- framkvæmdir fyrirhugaðar í Sundhöllinni á Ísafirði. Langflestar framkvæmdirn- ar á listanum tengjast viðhaldi en þó nokkrar eru að kröfu Vinnueftirlits ríkisins. Má þar nefna að koma á upp reyk- búnaði fyrir bílana á slökkvi- stöðinni á Ísafirði og laga stiga niður í kjallara í íþróttahúsinu á Suðureyri. – thelma@bb.is Ljúka á framkvæmdum við nýbyggingu Grunnskólans á Ísafirði á þessu ári.

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.