Iðnaðarmál - 01.06.1954, Blaðsíða 4
BrAG! ÓLAFSSON forstjóri:
STARFSVIÐ IÐNAÐARMÁLASTOFNANA
STARFSVED IMSr
Þegar stofnunin tók til starfa f nóvember 1953,
höfðu ekki enn verið endanlega ákveðin þau verksvið,
sem hún skyldi láta til sin taka. Enn fremur var litið
svo á, að æskilegt væri, að stofnunin fengi að þreifa
fyrir sér og öðlast dálitla reynslu, áður en Alþingi
setti henni lög og reglur til þess að starfa eftir. Þótt
lengi megi deila um, hvenær næg reynsla hafi fengizt,
teljum vér, að á þessu fyrsta starfsári hafi margt
skýrzt, sem áður lá ekki ljóst fyrir.
Starfsfyrirkomulag það, sem hér er sett fram, er
ávöxtur af þeirri reynslu, sem starfsmenn stofnunarinnar
hafa öðlazt við úrlausnir einstakra verkefna, og þeim
upplýsingum, sem forstjóri stofnunarinnar fékk á ferða-
lagi, sem hann fór f fyrir tilstilli F.O. A. til nokkurra
Evrópulanda s. 1. sumar. Aðaltilgangur fararinnar var
að kynnast þvf, hvernig iðnaðarmálastofnanir (produc-
tivity centers) Danmerkur, Hollands og Englands væru
starfræktar og hvert verksvið þeirra væri. Voru þessi
lönd valinað ráði F.O. A. Enn fremur varferðinni heitið
til Parfsar, fyrst og fremst til þess að kynnast starfs-
háttum Framleiðniráðs Evrópu (E.P. A.), en um þessar
mundir var einnig haldinn fundur forstjóra iðnaðarmála-
stofnana allra aðildarrfkja Efnahagssamvinnustofnunar-
innar.
f Framleiðniráði var rækilega rætt við Mr. Harten
og Mr. Gregoire, forstjóra ráðsins, um hugsanlegt
starfsvið Iðnaðarmálastofnunar Islands. Grundvöllur
umræðnanna var útdráttur úr tveimur útvarpsfyrir-
lestrum, sem haldnir voru um stofnunina, skömmu eftir
að hún tók til starfa.
Reyndust þær upplýsingar, sem fengust f þessari
ferð, ómetanlegur styrkur við samningu starfsfyrirkomu-
lagsins, og hefur það fyrst og fremst' verið byggt á
þessum upplýsingum og ráðleggingum. Þó skal tekið
fram, að starfsfyrirkomulagið er nokkru vfðtækara en
gerist um iðnaðarmálastofnanir annarra Evrópulanda,
og stafar það af þvf, að hér á landi vantar hjálparstofn-
anir, sem þegar eru orðnar rótgrónar f öðrum löndum,
t. d. "standard"-stofnanir, samtök ráðgefandi verkfræð-
inga (consultants) o. s.frv. Könnunarstarfsemin er enn
fremur umfram það, sem gerist annars staðar, en bæði
F.O. A. og E.P.A. mæltu með þvf, að hún yrði þáttur
starfseminnar. Hefur þessiþáttur veriðræddur rækilega
við framkvæmdastjóra Rannsóknaráðs rfkisins og for-
stöðumann Iðnaðardeildar Atvinnudeildar Háskólans, og
telja þeir, að slfkt samstarf væri mjög æskilegt og
nauðsynlegt. Að öðru leyti skýrir starfsfyrirkomulagið
sig sjálft.
Nauðsynlegt er að hafa hugfast, að starfsemi Iðnað-
armálastofnunar Islands verður að geta verið f fullu
samræmi við þarfir iðnaðarins á hverjum tfma. Er þvf
nauðsynlegt, að löggjöf hennar verði þeim kostum búin,
að hún leyfi eðlilega þróun.
Framleiðniþáttur starfsfyrirkomulagsins verður að
skoðast sem hyrningarsteinn þess, en allt annað verður
að skoðast sem hjálpargögn og tæki til þess að ná settu
marki, þ. e. aukinni framleiðni f íslenzku
atvinnulffi.
TENGSL OT A VB
Iðnaðarmálastofnun Islands - eins og iðnaðarmála-
stofnanir annarra Evrópulanda — á rót sína að rekja til
þess ölduróts, sem varð af sfðari heimsstyrjöld, og
þeirrar hreyfingar, sem olli því, að Bandarfkjamenn
hófust handa um að aðstoða — f stærri stfl en nokkur
dæmi voru til áður — við endurreisn hinnar hrjáðu og
stríðsþreyttu Evrópu.
Grundvöllur þessarar aðstoðar var lagður meðræðu
George Marshalls herforingja, sem hann hélt árið 1947
íCambridge-háskólanum fMassachusetts íBandarfkjunum
og fjallaði um ráðagerðir til endurreisnar Evrópu. I
framkvæmd þessarar aðstoðar, sem hlaut nafnið
Marshallaðstoð, komu fram ýmsar nýjar hugmyndir.
M. a. datt einhverjum f Englandi f hug að fella inn f
Marshallaðstoðina nýjan lið, sem sfðar hlaut nafnið
" t ækni a ðs to ð " (Technical Assistance).
Þótt Marshallaðstoðinni sé nú lokið, heldur þessi
þáttur hennar áfram, og eru öll lfkindi til, að svo verði
enn um skeið.
I skjóli Marshallaðstoðarinnar óx upp hin svonefnda
Efnahagssamvinnustofnun vestrænna þjóða (O. E.E.C.),
sem hefur aðsetur í Parfs. Aðildarrfkin að þessari
stofnun eru 18 Evrópuþjóðir, m. a. Islendingar.
Arið 1952 var ákveðið að setja á stofn sérstakt ráð
eða deild innan Efnahagssamvinnustofnunarinnar, sem
hlaut nafnið European Productivity Agency, sem vér
munum eftirleiðis kalla Framleiðniráð Evrópu.
Með tengslum sfnum við Framleiðniráð Evrópu,
iðnaðarmálastofnanir annarra Evrópulanda, vfsinda- og
rannsóknarstofnanir f Evrópuog Ameríkuog Tækniaðstoð
Bandarfkjanna mun Iðnaðarmálastofnun Islands væntanlega
verða enn færari um að leysa af hendi hlutverk sitt f
þágu iðnaðar Islendinga.
TENGSL INN A VIÐ
Svo sem segir í forustugrein blaðsins, er Iðnaðar-
málastofnun Islands enn á þvf stigi, að verið er að
byggja hana upp, og væntanlega mun Alþingi það, sem
nú situr, setja um hana lög og ákveða stöðu hennar
gagnvart öllum þeim aðilum og félagasamtökum, sem
hagsmuna hafa að gæta á þeim vettvangi, sem Iðnaðar-
málastofnunin mun hasla sér völl.
Eins og áður hefur verið sagt, byggist öll starfsemi
Iðnaðarmálastofnunar Islands á samvinnu við iðjuhölda,
verkalýð, sérfræðinga og hagsmunasamtök og samvinnu
allra þessara aðila innbyrðis. Þótt gætt hafi nokkurs
styrs um stofnunina fram að þessu, verður að treysta
þvf, að löggjafinn gangi svo frá hnútunum, að allir megi
vel við una.
ER ÞÖRF A IÐNAÐARMALASTOFNUN ?
Miðað við þær aðstæður, sem nú rfkja í atvinnu-
málum Islendinga, er það engin tilviljun, að stofnun
eins og Iðnaðarmálastofnun Islands rfsi fyrst upp nú, en
ekki fyrir t. d. 20 árum. A undanförnum 10 til 15 árum
hefur myndazt vfsir að þeim iðnaði, sem nú er óðfluga
að rfsa upp og dafna f landinu. Aður fyrrvoru fiskveiðar
og landbúnaður aðalatvinnuvegir landsmanna, en nú hefur
þriðjaatvinnugreininrutt sértil rúms, iðnaður, enda
hefur sá skilningur fest dýpri og dýpri rætur með hinni
vaxandi, íslenzku þjóð, að vænlegasta leiðin til bættra
lífskjara allra stétta sé fólgin f aukinni iðnaðarstarfsemi
og frekari nýtingu landsins gæða.
Til þess að slfkiðnaðarstarfsemi getihvflt á traustum
grundvelli og verið fjárhagslega heilbrigð frá þjóðhagslegu
sjónarmiði, verður hún að borga sig, vera að sem
flestu leyti samkeppnisfær og geta greitt þeim, sem við
2
IÐNAÐARMAL