Iðnaðarmál - 01.01.1955, Side 2

Iðnaðarmál - 01.01.1955, Side 2
Eftir ÞORÐ RUNOLFSSON. r síðustu grein minni minntist ég á það, að litir á vinnustöðum gætu stuðlað að auknu öryggi og vellíðan verkamanna, og vil ég nú ræða þetta nokkru nánar. Vinnuaðferðir mannanna og lifnaðar- hættir þeirra verða stöðugt margbrotnari með hverju ári, sem líður. Forfeður okkar unnu að mestu við dagsljós undir berumhimni, þar sem augum þeirra mættu hin mildu litbrigði náttúrunnar. I dag er mönnum hrúgað saman í verksmiðjum, verzlunum og á skrifstofum. Húsakynnin eru oft illa lýst, óhrein og óheppilega máluð. Eitt þessara atriða nægir til að draga úr persónulegri velliðan þeirra, sem starfa eiga f slikum húsakynnum, og fari fleiri en eitt þeirra saman, hefur það skaðleg áhrif á sjón og heilsu yfirleitt, en jafnhliða hlýtur það einnig að hafa áhrif á vinnuafköst. Fyrir skömmu var 1 Bandarfkjunum prófuð sjón manna við ýmis konar vinnu. Niðurstöður þeirrar rannsóknar leiddu f ljós, að 75% þeirra, sem unnu að klæða- iðnaði, höfðu skemmda sjón, 55% af skrif- stofufólki, en ekki nema 11% þeirra, sem unnu við landbúnað. Þessar tölur gáfu til- efni til allvfðtækrar rannsóknar á þvf, hver áhrif ljós og litir hefðu á sjón og vellfðan verkamanna. Þegar þess er gæt(, að talið er, að 85% hinna ytri áhrifa, sem við verðum fyrir, orki á sjónina, verður aug- ljóst, hversu mikilvægt það er, að ljós og litir mæti okkur á þægilegan hátt. Rétt litavalog góð lýsing fvinnusölum hafa marga augljósa kosti: aukna vinnu- gleði og þess vegna meiri afköst og betri framleiðslu, aukna reglusemi og hreinlæti, minni áreynslu á sjónina, betri yfirsýn yfir vinnustaðinn og þess vegna minni slysahættu. Mikið hefur verið um það deilt, hvers konar lýsing væri heppilegust. Sfðustu rannsóknir hafa leitt f ljós, að lýsingu þarf að vera þannig fyrir komið, að birta sé sem jöfnustog lýsingin skapi skugga án þess að skin hennar blindi. Obein lýsing, sem um tfma ruddi sér mjög til rúms, hefurhinn mikla ðkost, að húnskapar ekki skugga, en lýsing, sem gerir það ekki, er þreytandi til lengdar. Sé nýtfzkulýsingu komiðfyrir ávinnu- stað, ætti jafnframt að mála vinnusalina f litum, sem eru í samræmi við vinnu þá, sem stunduð er, lit efnisins, sem unnið er, legu vinnustofunnar eftir áttum, fyrir- komulag innanhúss o. s.frv. Litur á vinnusal á að vera svo ljós sem efnahagslega þykir kleift. Loftin er venjulega heppilegast að hafa hvít, nema vinnu sé þannig háttað, að mikið þurfi að horfa upp á við, eða vinnan hafi mikil óhreinindi f för með sér. Þegar svo stendur á, er rétt að draga úr styrk hins hvfta með litlu einu af gráu eða bláu. f vinnusölum, þar sem hreinleg vinna erunnin, má einnig málaveggi hvíta niður að 2,5 m hæðfrágólfi. Neðri hluta veggja er sfðan heppilegast að mála með lit með sem næst 50% endurskinsmagni. Sé um miklar óhreinindaslettur að ræða, má ef til vill notast við lit, sem hefur ekki nema 25 - 15% endurskin. Mjög er hagkvæmt, ef unnt er að hafa gólf það Ijós, að litur þeirra sé með 25% endurskini. I iðnaði hafa mjúkar, fínlega gráar litasamsetningar reynzt bezt. A vinnustöðum, þar sem hiti þarf að vera mikill, á litur veggja að vera með fölgrænum eða blágrænum blæ, því að litir þessir hafa kælandi áhrif, svo að mönnum finnst hitinn ekki vera eins mikill og hann raunverulega er. Gagnstætt þesáu á að mála köld herbergi eða sali, sem minna á kjallara, meðhlýjumlitum, t. d. fílabeins- gulu, ljósbrúnu eða sólgulu. Slíkir litir veita sólaráhrif og orka þannig á menn, að þeim finnst heitara en er. Mjúkur blágrænn litur með 60% endur- skinier litur, sem ofter heppilegtað nota. Litur þessi veitir góða og æskilega til- breytingu, þvf að í dagsljósi fær hann bláleitan blæ, en við venjulegt rafljós tekur hann á sig gulleitan blæ. Hreinngulur og blár litur er þreytandi til lengdar, og ætti þvf ekki að nota þá á veggi vinnusala. Hins vegar eru litir þessir góðir þar, sem menn hafast við aðeins skamma stund f einu, einsogt. d. í matsölum, hvíldarherbergjum og á göngum. Litir á vélum, skápum og öðrum föstum búnaði eiga aðvera fgóðu samræmi við veggjaliti vinnusala. Stjórnstöðvar við vélar og fastar vinnustöðvar eiga að vera sem ljósastar, saman borió við veggi eða það, sem mætir auganu, þegar litið er upp frá vinnunni. Hlutí'all þetta ætti helzt ekki að vera minna en 3:1. Þegar litið er upp frá vinnunni, á það, sem auganu mætir, að hafa þægilegan hvíldar- lit, t. d. grágrænan eða grábláan. Borð eða flekar, sem settir eru á bak við vélarnar fram undan stjórnstöðvunum, eru af ýmsum sökum æskilegir: 1. Ef borðin eru máluð réttum lit f hlutfalli við efni það, sem unnið er, má ná með þvf góðum andstæðum og góðu endurkasti ljóssins. 2. Borðið takmarkar sjónsviðið, kemur fvegfyrir óþægilegtljós og truflandi hreyfingar á baksviðinu. Færri utanað- komandi atriði trufla hugann, svo að hann einbeitist meira að vinnunni. 3. Ef slfkt borð er við rennibekk, kemur það f veg fyrir, að heitir málm- spænlr, óhrein olfa og vatn slöngvist á bak þess manns, semvinnur við næstu vél, eða óhreinki veggi og gólf. I vélsmiðjum er heppilegast að hafa vélar ljósgráar eða ljós-grágrænar. Ef vélar eru ljósgráar, verður róandi grá- grænn litur heppilegastur á veggjum, en ef vélar eru ljósgrænar, fer vel, að veggjalitur sé með gulleitum blæ. Sá hluti vélarinnar, sem er umhverfis smfðið, ætti að vera með fflabeinsgulum lit til þess (Framh. á 3. kápusfðu.)

x

Iðnaðarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðnaðarmál
https://timarit.is/publication/1105

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.