Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2015, Síða 50

Frjáls verslun - 01.04.2015, Síða 50
50 FRJÁLS VERSLUN 4 tbl. 2015 Er hægt að stjórna fjarvistum? inga Björg Hjaltadóttir er ráðgjafi hjá attentus – mannauði og ráðgjöf ehf. F yrirtæki sem vinna mark visst að stjórnun fjarvista hafa sett skýra stefnu um fjarvistir, skilgreint markmið, þjálfað milli­ stjórnendur í fjarvistarstjórnun og fjarvistarsamtölum auk þess sem unnið er markvisst í forvörnum og samræmdum mælingum á árangri. Æskilegt er að stefna fyrirtækis geri ráð fyrir að fjarvistarsamtöl eigi sér ávallt stað ef tiltekinni tíðni eða heildardagafjölda skamm tímafjarvista er náð. Einn­ ig eftir tiltekinn tíma í lang tíma­ fjarvist og reglulega eftir það meðan starfsmaður á við lang­ tímaveikindi að stríða. Mikilvægt er að skilgreina þá mælikvarða sem stuðst er við um skamm­ tíma­ og langtímafjarvistir. Þó að yfirmaður sé í sambandi við starfsmann um einstök fjarvist­ ar tilvik eða langtímafjarvist kem ur það ekki í stað formlegs fjarvistarsamtals. meðferð perSónulegra upplýSinga og réttindi StarfSmannS Atvinnurekandi á almennt ekki kröfu á því að fá upplýsingar um eðli veikinda starfsmanns. Þá er atvinnurekanda ekki heimilt að skrá upplýsingar um eðli veikinda starfsmanns nema slíkt samræmist kröfum laga um með ferð persónuupplýsinga, þ.á m. um ótvírætt samþykki hins skráða fyrir vinnslu viðkvæmra persónuupplýsinga. Á það einnig við um skráningu hjá trúnaðarlækni atvinnurekanda skv. úrskurðum Persónuverndar. Þá hefur Landlæknir úrskurðað að trúnaðarlæknir hafi ekki almenna heimild til að veita atvinnurekanda upplýsingar um eðli veikinda starfsmanns. Atvinnurekandi getur hins vegar átt kröfu til þess að starfs­ maður sanni með skýru vottorði að hann uppfylli skilyrði til að fá greidd veikindi eða slysalaun skv. kjarasamningi. Æskilegt er að hafa skýra stefnu um það hvort ávallt sé krafist læknisvott- orðs vegna veikindafjarvista eða hvort atvinnurekandi áskilji sér rétt til að fara fram á læknisvott­ orð og þá jafnvel krefjast þess að læknisvottorð gefi til kynna að skoðun hafi átt sér stað af hálfu læknis. Starfsmenn ávinna sér rétt til fjarvista á launum vegna veik inda. Eigi starfsmaður við lang tímaveikindi að stríða og tæmi veikindarétt sinn hjá fyrir tækinu tekur almennt við réttur hjá styrktar­ og sjúkrasjóði stéttarfélaganna og eftir atvikum hjá sjúkratryggingum og loks lífeyrissjóði. fjarViStarSamtöl Meginmarkmið fjarvistarsam­ tals er að draga úr fjarvistum vegna veikinda starfsmanns og vera honum til stuðnings við að leita lausna á þeim vanda sem kann að liggja að baki fjarveru. Í fjarvistarsamtalinu er skapaður vettvangur til að fara yfir stöðu fjarvista vegna veikinda hjá starfsmanni og ræða aðstæður á vinnustað sem geta haft áhrif á líðan hans. Í árangursríku fjarvistarsamtali fær starfsmaður tilfinningu fyrir því að fyrirtækinu sé umhugað um heilsu hans og starfsmanni eru kynntar þær leiðir sem fyrirtækið hefur til að stuðla að heilbrigði hans. Ef starfsmaður á orðið erfitt með að sinna starfi sínu sökum heilsu sinnar má nota samtalið til að ræða möguleika á breytingum á fyrirkomulagi, verkefnum eða öðru eins og unnt er miðað við hæfni starfmanns og starfssvið fyrirtækis. Afar mikilvægt er að stjórnend­ ur undirbúi sig vel fyrir samtal, kynni sér tilgang og markmið almennt með slíku samtali og hafi skýrar væntingar og mark­ mið með þessu tiltekna samtali. Þjálfun í samtalstækni getur styrkt stjórnendur í þessu hlutverki sem og öðrum stjórnunarstörfum sínum. stjórnun Í fjarvistarsamtalinu er skapaður vettvangur til að fara yfir stöðu fjarvista vegna veikinda hjá starfsmanni og ræða aðstæður á vinnustað sem geta haft áhrif á líðan hans. Kostnaður vegna fjarvista í fyrirtækjum er áleitið skoðunarefni. Samkvæmt niðurstöðum Cranet­rannsóknar 2012 á vegum Há skólans í Reykjavík voru fjarvistardagar starfsmanna í þeim fyrirtækjum sem þátt tóku í könnuninni að meðaltali 7,6 á ári, en 7 dagar árið 2006. Sambærilegar tölur á breskum vinnumarkaði árið 2014 eru 6,6 dagar (CIPD 2014). texti: inGa BjörG HjaltadÓttir
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.