Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2015, Qupperneq 73

Frjáls verslun - 01.04.2015, Qupperneq 73
FRJÁLS VERSLUN 4 tbl. 2015 73 Hátt í tvö þúsund fyrirtæki í Kópavogi íbúðarbyggðin allt í kring vel við verslun á svæðinu. Svæðið ligg­ ur einnig vel við þeim sem eiga leið um Hafnarfjarðarveg á leið til og frá vinnu og við sjáum að Garðbæingar og Hafnfirðingar nýta sér þjónustuna mikið.“ Smárinn – miðja höfuð - borgarSVæðiSinS Áshildur segir að ekki sé hægt að loka augunum fyrir því að Smárinn er orðinn miðja höfuð ­ borgarsvæðisins og býður upp á stærstu verslunarmiðstöð landsins, Smáralind. „Það er endalaus uppspretta fyrirtækja á svæðinu, sem er ótrúlega vel sett með Reykjanesbrautina eftir því miðju og Bæjarlind og aðrar götur sem mikil þjónusta er í hinum megin. Og glæsi­ legt Glaðheimahverfi að rísa. Götu tengingar eru góðar inn á svæðið frá báðum hliðum Reykja nesbrautar. Hæsta hús landsins er við Smáratorg; Turninn, 77,6 metra hár og gnæfir yfir svæðið.“ hagSmunaSamtök Styrkja Tvenn hagsmunasamtök hafa verið stofnuð í Kópavogi, í Smiðju hverfi og á Auðbrekku- svæðinu. Áshildur sagði að hug­ myndin að hagsmunasamtökum hefði orðið til þegar Jóhannes Ragnarsson í Bíla­áttunni í Smiðjuhverfinu leitaði til hennar. „Jóhannes hafði áhyggjur af númeramerkingum húsa og götuheitum á svæðinu. Þar er kerfi sem þekkist ekki annars staðar; götur eru auðkenndar með litum og hús og fyrirtæki eru með sama númer í götunum fyrir ofan og neðan þau, sem er mjög ruglingslegt. Í framhaldi af viðræðum okkar ræddi ég við bæjaryfirvöld. Þá var mér sagt að ekki væri hægt að ráðast í neinar aðgerðir nema um sam­ ráð um aðgerðir væri að ræða. Það varð því úr að við leituðum til fleiri rekstraraðila á svæðinu og stofnuð voru hagsmunasam­ tök fyrir svæðið. Í stjórninni eru stjórnendur lykilfyrirtækja á svæðinu, fólk sem hefur verið með rekstur í Smiðjuhverfi um árabil og jafnvel áratuga skeið. Það er mikill akkur í því fyrir mig að geta leitað til þessa reynda fólks í minni vinnu. Síðan samtökin voru stofnuð hefur verið hreyft við mörgum málum – eins og að hressa upp á umhverfið með tiltektardögum. Átak var gert í sambandi við þrif og að koma ýmsum óþarfa út af svæðinu. Bærinn tók myndarleg­ an þátt í þeirri tiltekt, sem stóð yfir í tvo daga og heppnaðist vel. Við lögðum til að breyta nöfn­ um á götunum við Smiðjuveg, sem var samþykkt nýverið. Götu­ heitum verður breytt og einnig númeramerkingum á húsunum. Það verður farið í hugmynda­ vinnu í sambandi við ný nöfn og nafnabreytingar.“ Áshildur sagði að það væri hlutverk hagsmunasamtaka að tryggja samstarf á milli fyrirtækja og auka áhuga á svæðinu út á við – laða fólk inn á það. „Hagsmunasamtökin á Auð­ brekkusvæðinu hafa hafið störf og menn eru byrjaðir að spá í framtíðina. Það styrkir bæinn að hafa svona samtök á sem flest- um stöðum sem eru í uppbyg­ gingu eða verið að breyta. Fólk á svæðunum getur þá komið saman og velt upp hugmyndum. Þá fá bæjaryfirvöld góð ráð frá mönnum sem þekkja hjartslátt svæðanna – eru með puttann á púlsinum. Það er af því góða og gerir ekkert annað en styrkja bæjarfélagið. Það eru fleiri hagsmunasamtök í sjónmáli. Ég horfi til Dalvegarins og Bæjarlindar og hverfisins þar fyrir ofan. Þar er gríðarleg upp­ bygging framundan. Kársnesið er einnig í hraðri uppbyggingu svo og Hvörfin, sem eru orðin gríðarlega stórt at­ vinnusvæði og alltaf að styrkjast.“ Veitingastaðaflóran fjölbreytt Áshildur segir að það séu endalaus tækifæri í Kópavogi. „Það er ánægjulegt að sjá og finna að fólk er byrjað að upplifa að það þarf ekki lengur að fara út fyrir Kópavog til að leita eftir þjónustu – hér er komin svo mikil fjölbreytni í allri verslun og þjón­ ustu. Og veitingastaðaflóran er orðin gríðarlega fjölbreytt og við sjáum æ fleiri veitingastaði koma til okkar – þeir sjá tækifæri hér í Kópavogi. Þá hefur kaffihúsum einnig fjölgað. Kópavogsbúar þurfa ekki að leita út fyrir bæinn, hér er allt til alls. Ekki eingöngu fyrir þá sem eru að byggja, breyta eða bæta, heldur er þjón ustan orðin mjög blómleg á öllum sviðum. Mikill uppgangur er í ferðaþjón­ ustunni og þess sér stað í Kópa­ vogi. Menn eru farnir að horfa út fyrir 101 Reykjavík í uppbygg- ingu gistirýmis og í því felast mikil tækifæri fyrir Kópavog, ekki síst vegna miðlægrar legu og öflugra innviða. Framkvæmda­ menn hafa sýnt því áhuga að reisa glæsihótel á Auðbrekku­ svæðinu, allt að tvö hundruð her­ bergja, og hefur Landsbankinn undirritað viljayfirlýsingu um að fjármagna slíka byggingu. Og þá hefur erlendum ferðamönnum í Kópavogi fjölgað eins og annars staðar á landinu. Í mínum huga er það eitt af hlutverkum markaðsstofunnar að efla bæjarbraginn og ímynd bæjarins, láta bæjarbúa finna til stolts yfir því að búa í næst­ stærsta sveitarfélagi landsins sem er á miðju höfuðborgars­ væðisins. Í bænum eru mjög góðir grunn- og leikskólar, flott útivistarsvæði og stór og öflug íþróttafélög í bland við minni og sérhæfðari og hér vill fólk búa. Það sjáum við á tölum um fjölgun íbúa á höfuðborgarsvæðinu, því á síðasta ári fjölgaði íbúum í Kópa vogi um níu hundruð á meðan þeim fjölgaði um sex hundruð í höfuðborginni.“ Smárinn er orðinn miðja höfuðborgarsvæðisins og býður upp á stærstu verslunarmiðstöð landsins – Smáralind. „Það er endalaus uppspretta fyrirtækja á svæðinu, sem er ótrúlega vel sett með Reykjanesbrautina eftir því miðju og Bæjarlind og aðrar götur hinum megin.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.