Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2015, Blaðsíða 74

Frjáls verslun - 01.04.2015, Blaðsíða 74
74 FRJÁLS VERSLUN 4 tbl. 2015 Hvenær verður Kópavogsbær að borg? Þ eim Ólafi Thors, for manni Sjálfstæðis­flokks og þingmanni Gullbringu og Kjós og síðar Reykja neskjördæmis, og Finn boga Rúti Valdimarssyni, þingmanni sömu kjördæma, fyrst í samvinnu við Sósíalistaflokkinn (sem hann var aldrei flokksbund - inn í) og síðar fyrir Alþýðubanda - lag, var vel til vina. Eitt sinn spurði Ólafur Rút þessarar spurn ingar: Hvernig stendur á því að stjórn­ málaskoðanir fólks breytast, þegar það fer yfir Fossvogs- læk? Og vísaði þá til meirihluta Sjálfstæðisflokks í borgarstjórn Reykjavíkur en vinstrisinnaðs meirihluta í hreppsnefnd og síðar bæjarstjórn Kópavogs. Þetta er grundvallarspurn­ ing, þegar horft er til pólitískrar þró unar í Kópavogi en það sveitarfélag var í upphafi hluti af Seltjarnarneshreppi. Á því varð breyting eftir að uppreisnar ­ menn irnir í Kópavogi náðu um skeið völdum í Seltjarnar­ neshreppi. Hvert er svarið við þessari spurningu Ólafs Thors, þegar horft er um öxl að 60 árum liðnum? Mitt svar við þeirri spurningu byggist ekki á fræðilegum rann ­ sóknum heldur tilfinningu en það er eitthvað á þessa leið: Ísland var stéttskipt þjóðfélag á fyrrihluta 20. aldar. Senni­ lega byggðist sú stéttaskipting aðal lega á menntunarstigi en auðvitað kom fleira til. Í bréfum, sem móðurbræður mínir, sem voru sjómenn á Vestfjörðum, sendu ömmu minni hafa þeir orð á því að börn systur hennar (sem var föðuramma Halldórs Blöndals, fyrrverandi ráðherra og forseta Alþingis) mundu ganga menntaveginn vegna þess hverj­ um hún giftist – skýring, sem segir mikla sögu. Um miðja síðustu öld skipti pólitísk fyrirgreiðsla líka miklu máli og var fastur þáttur í starfi allra flokka. Það hefur áreiðan­ lega átt við um lóðaúthlutanir í Reykjavík. Fólkið, sem byggði upp Kópa vog á fyrstu árunum, hinir svonefndu frumbyggjar, tilheyrði áreiðanlega þeim þjóðfélags­ hópum, sem áttu undir högg að sækja, ýmist vegna minni menntunar, bágari efnahags eða vegna pólitískra skoðana, sem voru minnihlutaskoðanir. Þetta fólk fann sinn forystu­ mann í Finnboga Rúti, sem hafði stundað nám í háskólum í mörg­ um Evrópulöndum. Hann varð þeirra talsmaður og málsvari. Og af þessum ástæðum gat það gjörólíka pólitíska viðhorf sem ríkti í Kópavogi í upphafi verið ógnun við stöðu Sjálfstæð­ isflokksins í Reykjavík. Það gat orðið um „smitun“ að ræða, alveg eins og Evrópusambandið hefur haft áhyggjur af því að yrði gengið of langt í tilslökunum við Grikki gæti það haft „smitandi“ áhrif í öðrum evrulöndum. Finnbogi Rútur vildi sameina Kópavog Reykjavík en sagði að sjálfstæðismenn hefðu hafnað því af ótta við að slík sameining mundi hafa áhrif á stöðu Sjálf­ stæðisflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur. Að sumu leyti voru þau hjón Finnbogi Rútur og Hulda Dóra Jakobsdóttir það sem í nútím­ an um er kallað á fjölmiðlamáli „power couple“, sem kannski Að sumu leyti voru þau hjón Finnbogi rútur og hulda dóra jakobsdóttir það sem í nútímanum er kallað á fjölmiðlamáli „power couple“, sem kannski mætti kalla á íslenzku valdateymi. Þessi valdakjarni þeirra stjórnaði Kópavogi í tvo áratugi og mótaði þá sérstöðu sem bæjarfélagið hefur notið á höfuðborgarsvæðinu frá þeim tíma. texti: styrMir Gunnarsson Finnbogi Rútur tryggði Kópavogsbæ með póli tískri herkænsku mikið lands­ væði, sem þýðir að það bæjarfélag hefur senni­ lega yfir mesta ónotuðu landrými sveitarfélaga á höfuðborg arsvæðinu að ráða, sem um leið tryggir bæjarfé laginu lykilstöðu í þróun höfuðborgarsvæði­ sins í framtíðinni.Kannski líður senn að því að Kópavogur verði önnur „borgin“ sem verður til á Íslandi. kópaVogur 60 Ára styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins, skrifar hér að beiðni Frjálsrar verslunar um upphafsár Kópa­ vogsbæjar og þátt tengdaforeldra sinna, Finnboga Rúts Valdimarssonar og Huldu Jakobsdóttur, í mótun bæjarins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.